Síldarvinnslan einnig í vandræðum með tæknilegu hliðina á aðalfundi SFS

Mistök urðu þess valdandi að Síldarvinnslan náði ekki að greiða atkvæði í kjöri til stjórnar SFS á aðalfundi á föstudaginn. Tillaga um að greiða atkvæði á ný var þó samþykkt í kjölfarið, en þá lentu Samherji og Nesfiskur í svipuðum vandræðum.

Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað.
Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað.
Auglýsing

Það voru ekki bara full­trúar Sam­herja og Nes­fisks sem lentu í vand­ræðum með atkvæða­greiðslu­kerfið í stjórn­ar­kjöri á aðal­fundi Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi (SFS), sem fram fór raf­rænt síð­asta föstu­dag. Full­trúar Síld­ar­vinnsl­unnar í Nes­kaup­stað lentu einnig í því að gera mis­tök í atkvæða­greiðsl­unni, en sluppu með skrekk­inn, ef svo má segja, þar sem í kjöl­farið á því að atkvæðum Síld­ar­vinnsl­unnar var ekki ráð­stafað sam­þykkti auk­inn meiri­hluti á fund­inum til­lögu um að greiða atkvæði á ný.

Gunn­þór Ingva­son fram­kvæmda­stjóri Síld­ar­vinnsl­unnar stað­festir þetta við Kjarn­ann, en hann segir að þeir sem sátu raf­ræna aðal­fund­inn fyrir hönd Síld­ar­vinnsl­unnar hafi gert ein­hver mis­tök í atkvæða­greiðsl­unni, sem sé ef til vill eðli­legt enda sé ekki reynsla af raf­rænum kosn­ingum sem þessum hjá sam­tök­un­um. Í kjöl­farið hafi til­laga um að kjósa aft­ur, sem Gunn­þór sjálfur man ekki hver bar upp, verið sam­þykkt með auknum meiri­hluta atkvæða.

Þegar svo kosið var aftur áttu sér stað ein­hverjir tækni­legir örð­ug­leikar hjá bæði Sam­herja og Nes­fiski, en eins og Kjarn­inn sagði frá í gær náð­ist ekki nægur stuðn­ingur við að kjósa á ný til stjórn­ar­innar í kjöl­far þess að þeim tókst ekki að ráð­stafa atkvæðum sín­um. Bæði fyr­ir­tækin misstu stjórn­ar­mann í hags­muna­sam­tök­unum á aðal­fund­in­um.

Krist­ján Vil­helms­son fram­kvæmda­stjóri útgerð­ar­sviðs Sam­herja sagði starfs­mönnum fyr­ir­tæk­is­ins frá því í tölvu­pósti síð­degis síð­asta föstu­dag að tæp 60 pró­sent atkvæða­bærra á fund­inum hefðu stutt við til­lögu frá Nes­fiski um að atkvæða­greiðslan yrði end­ur­tekin í kjöl­far þess að eitt­hvað fór tækni­lega úrskeiðis hjá Sam­herja og Nes­fiski, en það dugði ekki til, þar sem 75 pró­sent atkvæða­bærra hefðu þurft að sam­þykkja slíka til­lögu.

Gunn­þór tók ekki mikla afstöðu til spurn­ingar blaða­manns um hvort ekki verið drengi­legt að leyfa Nes­fiski og Sam­herja að koma sínum atkvæðum að í stjórn­ar­kjör­inu, í ljósi þess að fyr­ir­tækj­unum gekk ekki að ráð­stafa þeim.

Hann kom því hins vegar á fram­færi að það væri af og frá að leggja þannig út frá nið­ur­stöðu stjórn­ar­kjörs­ins að full­trúa Sam­herja hefði verið varpað úr stjórn­inni af öðrum félögum í sjáv­ar­út­vegi af ein­hverjum sök­um, enda sé það nú svo að atkvæða­magn Sam­herja eigi að duga fyrir 1,6 stjórn­ar­mönnum í 18 manna stjórn SFS. Ef atkvæðin rata rétta leið.

Starfs­fólk SFS hafi harmað brott­hvarf stjórn­ar­manns Sam­herja

Hákon Þröstur Guð­munds­son útgerð­ar­stjóri Sam­herja hafði verið full­trúi fyr­ir­tæk­is­ins í stjórn SFS þar til á föstu­dag. Í tölvu­pósti Krist­jáns Vil­helms­sonar til starfs­manna Sam­herja síð­ast­lið­inn föstu­dag sagði að starfs­fólk SFS hefði þá þegar haft sam­band til þess að „lýsa yfir von­brigðum með að missa frá­bæran stjórn­ar­mann og ekki síður „upp fletti rit“ sem virð­ist vera alls staðar inni og sér­lega ráða­góð­ur.“

Auglýsing

Fram kom í frétt á vef mbl.is síð­asta föstu­dag, og vísað til svars frá upp­lýs­inga­full­trúa SFS, að vand­ræði ein­staka fyr­ir­tækja við að ráð­stafa atkvæðum sínum hefðu ekki snúið að tækni­legri fram­kvæmd atkvæða­greiðsl­unn­ar. Kjarn­inn hefur fal­ast eftir því að fá nán­ari útskýr­ingar um þetta frá Heiðrúnu Lind Mart­eins­dóttur fram­kvæmda­stjóra sam­tak­anna, en ekki hefur verið brugð­ist við beiðnum þar að lút­andi.

For­maður telur „nokkuð dap­ur­legt“ að fylgj­ast með umræðu um fisk­eldi

Ólafur Mart­eins­son fram­kvæmda­stjóri Ramma hf. var á fund­inum á föstu­dag end­ur­kjör­inn for­maður stjórnar SFS, en hann tók við for­mennsku af Jens Garð­ari Helga­syni á aðal­fundi í fyrra. Ein kona er í 18 manna stjórn hags­muna­sam­tak­anna þetta starfs­ár­ið.

Í árs­skýrslu SFS er að finna ávarp for­manns þar sem Ólafur fer yfir liðið ár í sjáv­ar­út­vegi. Þar segir að árið 2020 hafi verið umfram venju við­burða­ríkt, greinin hefði lent í mót­byr, staðið hann af sér og skilað sínu til sam­fé­lags­ins. Í ávarp­inu sagði for­mað­ur­inn þó „nokkuð dap­ur­legt“ að fisk­eldið hér á landi, „ein fárra útflutn­ings­at­vinnu­greina sem var í vexti í fyrra, skuli þurfa að sæta mik­illi ágjöf mis­vit­urra álits­gjafa.“

„Það er bæði skilj­an­legt og eðli­legt að fólk hafi á því skiptar skoð­an­ir. En við eigum ekki að láta til­finn­ing­arnar stjórna umræð­unni að öllu leyti. Það er eins var­lega farið í fisk­eldi á Íslandi og kostur er og ekki má gleyma því að stór hluti strand­lengj­unnar er lok­aður fyrir fisk­eldi. Fisk­eldi er mik­il­vægt, ekki síst í þeim sveit­ar­fé­lögum þar sem það er stað­sett. Það er einnig mik­il­vægt fyrir þjóð­ar­hag og nemur nú um 10 pró­sentum af útflutn­ingi sjáv­ar­af­urða. Það er vel og von­andi mun gæta meiri sann­girni í umræðu um eldið á kom­andi árum,“ segir í ávarpi Ólafs.

Í ávarp­inu sagði Ólafur einnig að hann teldi grein­ina hafa staðið sig vel í að mæta áhrifum kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins, en ætti þó ekki skilið ein­hverjar sér­stakar þakkir fyrir að standa vakt­ina á erf­iðum tíma. Það hefðu fleiri gert.

„En vissu­lega væri til­breyt­ing í því að tals­menn þjóð­ar­innar hefðu kjark til þess að tala um það sem vel er gert á vett­vangi sjáv­ar­út­vegs og eld­is. Á því verður þó vænt­an­lega ein­hver bið,“ sagði for­mað­ur­inn í ávarpi sínu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent