Snjór fellur í Brasilíu

Sumir íbúar í syðsta héraði Brasilíu hafa tekið snjónum fagnandi enda ekki á hverjum degi sem þar snjóar. Bændur gætu aftur á móti átt von á lakari uppskeru og verð á hrávörumörkuðum hefur hækkað í kjölfar kuldakastsins.

Það er erfitt að ímynda sér að það snjói í Brasilíu en snjókoma er eflaust algengari þar en ætla mætti. Þessi mynd er tekin eftir snjókomu í Brasilíu í ágúst árið 2020
Það er erfitt að ímynda sér að það snjói í Brasilíu en snjókoma er eflaust algengari þar en ætla mætti. Þessi mynd er tekin eftir snjókomu í Brasilíu í ágúst árið 2020
Auglýsing

Nú í vikunni hefur kalt heimskautaloft lagt leið sína yfir Brasilíu og með því hefur snjór tekið að falla í landinu. Fönnin lagðist yfir götur og bíla í landinu og fólk tók upp á því að leika sér í snjónum og búa til snjókarla. Frá þessu er greint í frétt Reuters.

Vitnað er í sjónvarpsviðtal við flutningabílstjórann Iodor Goncalves Marques í frétt Reuters en honum fannst snjórinn einkar fagur. „Ég er 62 ára gamall og ég hef aldrei séð snjó áður. Að sjá slíka náttúrufegurð er alveg ólýsanlegt,“ sagði Marques. Íbúar í fleiri en 40 borgum í syðsta héraði landsins, Rio Grande do Sul, þurftu að glíma við hálku og kulda en snjóföl varð vart í að minnsta kosti 33 þeirra.

Verð á hrávöru hefur hækkað vegna frostsins

Kuldakastið hefur þó einnig haft afdrifaríkari afleiðingar en hálku í för með sér, því hætta er á að frostið muni bitna á uppskeru bænda þar í landi. Landbúnaður er einn af máttarstólpum atvinnulífs í Brasilíu og hefur kuldinn til að mynda stefnt ræktun á kaffi, sykri og appelsínum í hættu. Verð á kaffi og sykri hefur til að mynda hækkað á hrávörumörkuðum í kjölfar kuldakastsins.

Auglýsing

Íbúar á þeim svæðum þar sem snjórinn hefur fallið virðast í það minnsta vera ánægðir með snjókomuna. „Maður finnur varla fyrir kuldanum vegna þess að snjórinn er svo spennandi. Hann er dásamlegur, alveg hreint dásamlegur!“ er haft eftir Joselaine da Silva Marques í grein Reuters.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árni Stefán Árnason
Dýravernd í aðdragandi alþingiskosninganna 2021 – Hluti I
Kjarninn 19. september 2021
Bjarni Jónsson
Stjórnmálaflokkarnir og dánaraðstoð
Kjarninn 19. september 2021
Soffía Sigurðardóttir
Samvinna til árangurs
Kjarninn 19. september 2021
Lesendum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins fækkað um 20 prósent frá miðju ári 2019
Lestur Fréttablaðsins hefur helmingast á rúmum áratug og minnkað um 20 prósent frá því nýir eigendur keyptu blaðið um mitt ár 2019. Þróun á lesendahópi Morgunblaðsins er nánast sú sama. Mikið tap er á rekstri beggja dagblaða.
Kjarninn 19. september 2021
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Steinar Frímannsson
Góð, en stundum þokukennd stefna – Umhverfisstefna Viðreisnar
Kjarninn 19. september 2021
Tugir innherjasvikamála órannsökuð þegar Fjármálaeftirlitið hætti rannsóknum
Fyrrverandi rannsakandi á verðbréfasviði Fjármálaeftirlitsins eftir hrun bankakerfisins segir sögu sína í bók sem brátt kemur út í Bretlandi og Bandaríkjunum. Hann segir stór mál enn hafa verið órannsökuð þegar FME slaufaði rannsóknarteymum sínum.
Kjarninn 19. september 2021
Þegar Pia Kjærsgaard var forseti danska þingsins á árunum 2015-2019 lét hún hengja upp stóran danskan fána í þingsalnum.
Uppgjör
Árlegt flokksþing Danska þjóðarflokksins fer fram nú um helgina. Það er haldið í skugga deilna um forystu flokksins og hrapandi fylgi. Háværar raddir hafa heyrst um nauðsyn þess að skipta um formann og eitt kunnuglegt nafn heyrst æ oftar: Pia Kjærsgaard.
Kjarninn 19. september 2021
Meira úr sama flokkiErlent