Staðan breytist hratt – BBC lýsti yfir sigri Íslands gegn veirunni á mánudagskvöld

Í fréttaskýringu BBC á mánudagskvöld var fyrir yfir það hvernig Íslandi hefði tekist að berja veiruna niður á ný og hvernig komist hefði verið í veg fyrir útbreiðslu breska afbrigðisins innanlands. Skjótt skipast veður í lofti.

Það má með sanni segja að umfjöllun BBC, undir fyrirsögn sem gæti útlagst sem „Hvernig Ísland stemmdi stigu við og hafði betur gegn veirunni“ á íslensku, hafi komið fram á óheppilegum tíma.
Það má með sanni segja að umfjöllun BBC, undir fyrirsögn sem gæti útlagst sem „Hvernig Ísland stemmdi stigu við og hafði betur gegn veirunni“ á íslensku, hafi komið fram á óheppilegum tíma.
Auglýsing

Á mánu­dags­kvöld birt­ist frétta­skýr­ing á vef breska rík­is­út­varps­ins BBC þar sem farið var yfir hvernig Íslandi hefði tek­ist að slá kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn niður og verða á ný nær smit­laust land. Í gær greindust svo 17 kór­ónu­veirusmit inn­an­lands, lík­lega flest af hinu bráðsmit­andi B117-af­brigði veirunn­ar, sem fyrst fannst í Bret­landi.

Rík­is­stjórnin fundar nú um hvort grípa skuli til hertra aðgerða inn­an­lands til að hefta útbreiðslu veirunn­ar. Það má því með sanni segja að umfjöllun BBC, undir fyr­ir­sögn sem gæti útlagst sem „Hvernig Ísland stemmdi stigu við og hafði betur gegn veirunni“ á íslensku, hafi komið fram á óheppi­legum tíma.

Í frétta­skýr­ing­unni segir að síðan veiran var „upp­rætt“ úr sam­fé­lag­inu í júní í fyrra hefðu verið sett upp „stál­landa­mæri“ og vísað til þess að allir far­þegar á leið til lands­ins hafi þurft að fara í sótt­kví og und­ir­gang­ast skimanir við kom­una.

Katrín segir veiruna hafa haldið sér vak­andi í heilt ár

Í umfjöllun BBC er rætt við Þórólf Guðna­son sótt­varna­lækni, Kára Stef­áns­son for­stjóra Íslenskrar erfða­grein­ing­ar, Gylfa Þór Þor­steins­son sem stýrir far­sótt­ar­húsi Rauða kross­ins og Katrínu Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra, sem játar fyrir blaða­manni BBC að vera orðin þreytt á veiru­fár­inu, sem hafi haldið henni vak­andi í heilt ár.

„Ég vildi að þessu væri bara öllu lokið og ég gæti farið að tala um stjórn­mál aft­ur,“ er haft eftir for­sæt­is­ráð­herra.

Katrín Jakobsdóttir forsætiráðherra. Mynd: Bára Huld Beck

Í grein­inni er minnst á að hið svo­kall­aða breska afbrigði veirunnar (B117) hafi í fyrsta sinn smit­ast á milli manna inn­an­lands nýlega, en einnig segir frá því að tek­ist hafi að kom­ast fyrir frek­ari útbreiðslu smita. Afbrigðið væri þar af leið­andi ekki að valda sama usla hér á landi og ann­ars staðar í Evr­ópu.

Ekki virð­ist þó bitið úr nál­inni með það í ljósi tíð­inda dags­ins.

New Yor­ker lýsti yfir sigri Íslands í júní

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem erlendir miðlar fjalla um „sigra Íslands“ í bar­átt­unni við veiruna skömmu áður en ný bylgja brýst út. Síð­asta sumar fjall­aði banda­ríska tíma­ritið New Yor­ker ítar­lega um hvernig Ísland hefði haft betur gegn kór­ónu­veirunni.

Auglýsing

Sú umfjöll­un, undir fyr­ir­sögn­inni „Hvernig Ísland sigr­aði kór­ónu­veiruna“ birt­ist þann 1. júní í fyrra og var enn í tölu­verðri dreif­ingu á sam­fé­lags­miðlum á borð við Twitter löngu eftir að næsta bylgja veiru­far­ald­urs­ins náði flugi á Íslandi.

Í umfjöllun BBC er haft er Gylfa Þór hjá Rauða kross­inum að í sumar hafi starfs­menn sótt­varna­húss­ins komið saman og fagnað því að eng­inn væri lengur inniliggj­andi hjá þeim.

Hann sagði að hið sama yrði ekki uppi á ten­ingnum nú, þrátt fyrir að staðan hafi virst góð er blaða­maður BBC ræddi við hann.

„Ekki fleiri COVID-­kveðjupartý. Ekki enn.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
FME segir eftirlit með innherjum ekki hafa minnkað þrátt fyrir minni kvaðir
Skilgreiningin á innherjum fyrirtækja tók breytingum nýlega með nýjum lögum sem byggja á evrópskri reglugerð. Samkvæmt Fjármálaeftirlitinu mun fækka í hópi þeirra sem taldir eru hafa aðgang að mestu innherjaupplýsingum með lagabreytingunni.
Kjarninn 28. september 2021
Endurvinnsluhlutfall umbúðaúrgangs innan við 50 prósent hérlendis
Heildarmagn umbúðaúrgangs hérlendis var um 151 kíló á hvern einstakling árið 2019. Endurvinnsluhlutfallið lækkar á milli ára en um fjórðungur plastumbúða ratar í endurvinnslu samanborið við rúmlega 80 prósent pappírs- og pappaumbúða.
Kjarninn 27. september 2021
Talning atkvæða í Borgarnesi og meðferð kjörgagna hefur verið mál málanna í dag.
Talningarskekkjan í Borgarnesi kom í ljós um leið og einn bunki var skoðaður
Engin tilmæli voru sett fram af hálfu landskjörstjórnar um endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjarninn ræddi við Inga Tryggvason formann yfirkjörstjórnar í kjördæminu um ástæður þess að talið var aftur og meðferð kjörgagna.
Kjarninn 27. september 2021
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Lífskjarasamningurinn heldur – „Ánægjuleg niðurstaða“
Formaður VR segist vera létt að lífskjarasamningurinn haldi. Engin stemning hafi verið hjá atvinnulífinu né almenningi að fara í átök við þessar aðstæður.
Kjarninn 27. september 2021
Sigurjón Njarðarson
Hrunið 2008-2021
Kjarninn 27. september 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Siðspillandi ómenning: Um viðtökur jazztónlistar á Íslandi
Kjarninn 27. september 2021
Olaf Scholz, fjármálaráðherra í fráfarandi ríkisstjórn og leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins, mætir á kosningavöku flokksins í gær.
„Umferðarljósið“ líklegasta niðurstaðan í Þýskalandi
Leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins hefur heitið því að Þjóðverjar fái nýja ríkisstjórn fyrir jól. Það gæti orðið langsótt í ljósi sögunnar. Hann vill byrja á að kanna jarðveginn fyrir stjórn með Græningjum og Frjálslyndum demókrötum.
Kjarninn 27. september 2021
Ákveðið hefur verið að telja atkvæðin í Suðurkjördæmi að nýju.
Talið aftur í Suðurkjördæmi
Yfirkjörstjórn í Suðurkjördæmi hefur ákveðið að verða við beiðnum sem bárust frá nokkrum stjórnmálaflokkum um að telja öll atkvæðin í Suðurkjördæmi aftur.
Kjarninn 27. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent