Stærsta verkefnið hafið – Sjóliðar draga vagn með kistu drottningar

Lögregla og slökkvilið munu þurfa að dreifa kröftum sínum milli þess að vernda háttsetta gesti í jarðarför Elísabetar drottningar og almenning. Umfangið er gríðarlegt og Ólympíuleikarnir í London árið 2012 blikna í samanburðinum.

Kóróna liggur á kistu Elísabetar drottningar. Í henni eru demantar sem teknir voru frá Afríku á nýlendutímanum.
Kóróna liggur á kistu Elísabetar drottningar. Í henni eru demantar sem teknir voru frá Afríku á nýlendutímanum.
Auglýsing

Fátt ætti að koma á óvart við jarð­ar­för Elísa­betar II drottn­ing­ar. Hún var orðin 96 ára gömul og ára­tugum saman hafa legið fyrir áætl­anir um hvernig skuli staðið að mál­um, hvort sem lítur að hefð­um, siðum og venjum við kon­ung­legar útfarir eða örygg­is­gæsl­una. Lög­reglu­yf­ir­völd, sjúkra- og slökkvi­lið búa sig undir sitt stærsta verk­efni hingað til. Búist er við um 2.000 gestum til athafn­ar­innar í West­min­ster Abbey, gestum sem þurfa mikla örygg­is­gæslu vegna starfa sinna og stöðu. Þar má nefna for­seta, for­sæt­is­ráð­herra, keis­ara og kónga­fólk. Fólk sem þarf fylgd­ar­lið – og að kom­ast hratt ferða sinna ólíkt almúg­an­um. En lög­reglan þarf einnig að gæta almúg­ans og nú er ljóst að hund­ruð þús­unda manna ætla að votta drottn­ing­unni virð­ingu sína við útför­ina í dag.

Auglýsing

Opin­ber útför, með öllum þeim heið­ursverði og öðru sem slíku fylgir, hefur ekki farið fram í Bret­landi síðan Win­ston Churchill lést árið 1965, fyrir hart­nær hálfri öld. Vissu­lega hafa mörg fyr­ir­mennin lát­ist síðan þá – drottn­ing­ar­mað­ur, drottn­ing­ar­móðir og þar fram eftir göt­unum – en útfarir þeirra fengu ekki hinn „op­in­bera“ stimp­il. Það gerði ekki heldur útför Díönu prinsessu.

Þar sem um opin­bera útför er að ræða munu t.d. 142 sjóliðar úr kon­ung­lega sjó­hernum draga vagn með kistu Elísa­betar frá West­min­ster Hall, þar sem kistan hefur staðið und­an­farna daga, til West­min­ster Abbey, þar sem útförin fer fram, en ekki hest­ar. Þetta er hefð sem komið var á er Vikt­oría drottn­ing lést árið 1901.

Fil­ippus drottn­ing­ar­maður lést á meðan heims­far­aldur COVID-19 stóð yfir. Hans útför var því sögu­lega lág­stemmd. Svo hafa verið haldin veg­leg og mikil brúð­kaup í kon­ungs­fjöl­skyld­unni, það stærsta síð­ari ár vit­an­lega brúð­kaup Vil­hjálms prins og Katrín­ar. Hátíð­ar­höld á sjö­tíu ára krýn­ing­araf­mæli drottn­ingar voru einnig mjög umfangs­mik­il. Allt eru þetta stór­við­burðir sem var sjón­varpað um víða ver­öld.

Helsti við­burður sem hægt er að bera útför Elísa­betar saman við þegar kemur að örygg­is­gæslu eru Ólymp­íu­leik­arnir í London árið 2012. Það er hins vegar ljóst að þeir blikna í sam­an­burði við umfang aðgerða sem gripið er til vegna útfarar drottn­ingar Bret­lands til rúm­lega sjö ára­tuga.

„Ef þú hugsar um Lund­ún­a-mara­þon­ið, kon­ung­leg brúð­kaup og ólymp­íu­leik­ana – þá er [jarð­ar­för­in] allt þetta sam­an­lag­t,“ sagði Sadiq Khan, borg­ar­stjóri Lund­úna fyrir helgi.

„Lund­ún­ar­brú­in“ er heitið sem yfir­völd hafa í fleiri ár kallað áætl­anir sínar um við­burði í kjöl­far and­láts drottn­ing­ar. Þær voru fyrst útfærðar á sjötta ára­tugn­um, er hún tók við völd­um, en hafa síðan þá verið upp­færðar þrisvar á ári. Í þeim er tekið til­lit til aðstæðna í heim­inum hverju sinni og mat lagt á helstu ógn­ir. Fjöl­margar stofn­anir rík­is­ins koma að mál­um. Elísa­bet vissi hvernig málum yrði hagað og kvitt­aði upp á það áður en hún lést.

Kista drottningar flutt til Westminster Hall í síðustu viku. Mynd: EPA

Leyni­þjón­ustu­stofn­an­ir, m.a. í Bret­landi og Banda­ríkj­un­um, munu vinna saman og deila upp­lýs­ing­um. Það eru ekki aðeins ógnir frá hryðju­verka­sam­tökum sem taka þarf með í reikn­ing­inn heldur einnig frá ein­stak­ling­um. „Góð­kunn­ingjar“ lög­regl­unnar í þeim efnum verða m.a. undir sér­stakri smá­sjá.

Hver sá sem þykir ógna kon­ungs­fjöl­skyld­unni, hvort sem er með orðum eða öðru, gæti verið tek­inn umsvifa­laust úr umferð. Symon Hill, karl­maður frá Oxford, hefur þegar fengið að finna fyrir því. „Ekki minn kóng­ur““ hróp­aði hann er hann stóð í mann­fjölda sem safn­ast hafði saman er til­kynnt var form­lega að Karl væri orð­inn kóngur Bret­lands. Lög­reglu­menn viku sér þegar í stað að hon­um, gripu í hann, hand­járn­uðu og settu inn í lög­reglu­bíl. Hann segir í við­tali við CNN að hann telji slík við­brögð ekki eiga heima í lýð­ræð­is­ríki.

Lög­reglan hefur haft í nógu að snú­ast síð­ustu daga enda gríð­ar­legur áhugi á því að sjá kistu drottn­ing­ar. Fólk hefur staðið í allt að sól­ar­hring í röð í þeim til­gangi. En í dag er stóri dag­ur­inn: Útfar­ar­dag­ur­inn sjálf­ur.

Útför Elísabetar drottningar er viðamesta lögreglu- og öryggisaðgerð í London hingað til. Mynd: EPA

Jarð­ar­förin verður „stærsti ein­staki við­burð­ur“ sem lög­reglan í London hefur þurft að sinna, segir vara­lög­reglu­stjór­inn Stu­art Cundy. Lög- og örygg­is­gæslu þarf að sinna jafn­hend­is, valda­fólkið þarf sína vernd en almenn­ingur að sjálf­sögðu einnig. Það eitt hvernig fyr­ir­mennin koma til athafn­ar­innar er hern­að­ar­leynd­ar­mál en ljóst er að loka þarf götum og greiða far­ar­tækjum þeirra leið um borg­ina að West­min­ster Abbey. „Að­gerð­irnar eru sann­ar­lega geysi­miklar,“ sagði Cundy á blaða­manna­fundi á föstu­dag.

Lög­reglan hefur fátt látið uppi um hvernig örygg­is­gæslu hefð­ar­fólks og fyr­ir­menna verði háttað en sér­fræð­inga í örygg­is­málum hafa bent á að álagið verði svo mikið að ljóst sé að ein­hver verði að sætta sig við minni fylgd, t.d. færri bíla í lest, en þau myndu fá undir öðrum kring­um­stæð­um. Fregnir hafa meira að segja borist af því að gestir verði ferjaðir í rútum til West­min­ster Abbey en margir hafa lýst efa­semdum um slíkt. Að minnsta kosti er talið ólík­legt að Joe Biden Banda­ríkja­for­seti verði um borð í rút­unni.

En það eru miklu fleiri en lög­reglu­menn þús­unda­vís, bæði frá emb­ættum í London sem og ann­ars staðar frá, sem koma að aðgerðum í dag. Tryggja þarf aðgengi fólks sem safn­ast saman á götum úti að sal­ern­is­að­stöðu, sjúkra­flutn­inga­menn og annað heil­brigð­is­starfs­fólk þarf að vera í við­bragðs­stöðu og ein­hver þarf svo að hreinsa til eftir her­leg­heit­in.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent