Stefán Eiríksson: Helgi Seljan hefur búið við „fordæmalausar árásir“ af hálfu Samherja

Útvarpsstjóri hefur kallað eftir því að fulltrúar starfsfólks RÚV verði tilnefndir í hóp til að endurskoða siðareglur fyrirtækisins. Hann segir starfsfólk RÚV hafa sett gildandi siðareglur.

Stefán Eiríksson útvarpsstjóri.
Stefán Eiríksson útvarpsstjóri.
Auglýsing

Stefán Eiríks­son, útvarps­stjóri RÚV, hefur óskað eftir því við stjórn Félags frétta­manna og stjórn Starfs­manna­sam­taka Ríkisút­varps­ins að til­nefna full­trúa starfs­fólks í hóp sem hefur það hlut­verk að ljúka end­ur­skoðun á siða­reglum RÚV. Nauð­syn­legt sé að upp­færa regl­urn­ar. Þetta kemur fram í tölvu­pósti sem hann sendi á starfs­fólk RÚV fyrr í dag.

Tölvu­póst­ur­inn var sendur í kjöl­far þess að stjórn RÚV hafn­aði því í gær að verða við kröfum lög­manns Sam­herja um að hlut­ast til um að blaða­mað­ur­inn Helgi Selj­an, sem starfa fyrir frétta­skýr­inga­þát­inn Kveik, verði áminntur og gert að hætta að fjalla um mál­efni fyr­ir­tæk­is­ins. Sú krafa var sett fram í kjöl­far þess að fjögur ummæli sem Helgi lét falla á sam­fé­lags­miðlum voru úrskurðuð sem alvar­legt brot á siða­reglum RÚV af siða­nefnd. Sama nefnd komst að þeirri nið­ur­stöðu að tíu aðrir starfs­menn RÚV sem kærðir voru til hennar hefðu ekki brotið gegn siða­reglum eða kærum gegn þeim vísað frá. Sömu sögu er að segja varð­andi flest þeirra ummæla sem Helgi hafði látið falla á sam­fé­lags­miðlum og lög­maður Sam­herja kærði.

Auglýsing
Stefán segir í póst­inum að nið­ur­staða stjórnar RÚV sé skýr og mik­il­væg yfir­lýs­ing. Ekk­ert hefði komið fram um það í nið­ur­stöðu nefnd­ar­innar að í ummælum Helga hefði falist brot í starfi í skiln­ingi laga og því var skýrt tekið fram í yfir­lýs­ingu Stef­áns og Heið­ars Arnar Sig­ur­finns­son­ar, vara­f­rétta­stjóra frétta­stofu RÚV sem birt var á föstu­dag, að nið­ur­staðan hefði ekki áhrif á störf hans hjá RÚV. „Í því sam­hengi er mik­il­vægt að hafa í huga að við­kom­andi starfs­maður hefur þurft að búa við for­dæma­lausar árásir á sig og sín störf af hálfu fyr­ir­tæk­is­ins, í tengslum við frétta­flutn­ing af fram­ferði þess á und­an­förnum ár­um. RÚV hefur gert sitt til þess að styðja við bakið á honum vegna þessa, eins og sjá má í fram­an­greindri yfir­lýs­ingu sem og yfir­lýs­ingu minni og frétta­stjóra frá 11. ág­úst sl. þar sem aðför fyr­ir­tæk­is­ins að hon­um, með til­hæfulausum ásök­unum og her­ferð gegn mann­orði hans og æru, var for­dæmd.“

Mik­il­vægt að upp­færa regl­urnar

Gagn­rýnt hefur verið að umræddar siða­regl­ur, sem tóku gildi 2016, séu sagðar samdar af starfs­mönnum RÚV. Full­trúi frétta­manna í starfs­hópi sem hafði það verk­efni að vinna að und­ir­bún­ingi regln­anna, Jóhann Hlíðar Harð­ar­son, sagði í umræðum á Face­book um liðna helgi að regl­urnar væru ekki verk hóps­ins. „Höf­und­anna þarf að leita ann­­ars stað­­ar.“

Stefán hafnar þess­ari skýr­ingu í tölvu­póst­inum í dag og segir vinnu­hóp starfs­fólks RÚV hafa unnið drög að regl­unum og að full­trúar allra miðla innan fyr­ir­tæk­is­ins hafi skipað þann hóp. „Í þeirri vinnu var horft til erlendra siða­reglna og leitað sér­fræði­legrar ráð­gjafar hér inn­an­lands. Drög að regl­unum voru kynnt starfs­fólki (fundur og póstur í nóvem­ber 2015) og tekið var við og unnið úr ábend­ingum og til­lögum að breyt­ingum sem bár­ust þá og í kjölfar­ið. Hóp­ur­inn skil­aði í fram­hald­inu af sér til­lögu að reglum (febrúar 2016) sem eru þær sömu og við búum við í dag, engar breyt­ingar voru gerðar á þeim texta eftir að hóp­ur­inn skil­aði þeim af sér. Regl­urnar voru settar að loknu þessu ferli á sér­stökum fundi (mars 2016) og eru settar af starfs­fólki Ríkisút­varps­ins eins og þar er skýrt tekið fram.“

­Regl­urnar hafi hins vegar verið gagn­rýndar alla tíð síðan og sér­stak­lega til­tekið ákvæði þeirra sem talið er að með of for­taks­lausum hætti leggi bann við því að starfs­fólk í fréttum og dag­skrár­gerð taki opin­ber­lega afstöðu í umræðu um pólit­ísk málefni eða umdeild þjóð­félags­mál.

Stefán segir í tölvu­póst­inum að skýrt sé í allri fram­kvæmd hjá RÚV við fréttir og dag­skrár­gerð að frétta­menn og dag­skrár­gerð­ar­fólk skuli gæta hlut­lægni og sann­girni í störfum sínum og taki ekki efn­is­lega afstöðu til mála sem þeir fjalla um. „Á því bygg­ist m.a. það traust sem til okkar mælist, og ágætt að hafa það í huga að það hefur aldrei mælst hærra heldur en í síð­ustu mæl­ingu sem fram­kvæmd var sl. haust. Á sama tíma getum við ekki haft í okkar reglum ákvæði sem veldur vand­kvæðum við túlkun og er að mati þeirra sem best til þekkja of for­taks­laust og/eða óljóst. Yfir þetta er því mik­il­vægt að fara og upp­færa regl­urn­ar, líkt og við gerðum nýverið í fram­an­greindum vinnu­reglum um fréttir og dag­skrár­efni tengt þeim.“

Frétta­stjóri segir Sam­herja hafa beitt Helga ofbeldi

Fyrr í dag sendi Rakel Þor­bergs­dótt­ir, frétta­stjóri RÚV, frá sér yfir­lýs­ingu vegna erindis Sam­herja til stjórnar RÚV. Þar sagði að afstaða stjórn­enda RÚV í mál­inu mót­ist fyrst og síð­ast af því að frétta­flutn­ingur Kveiks og frétta­stof­unnar var ekki til umfjöll­unar hjá nefnd­inni frekar en störf Helga. Sú umfjöllun standi að öllu leyti. „Hvort sem menn telja ummæli Helga Seljan á sam­fé­lags­miðlun við­eig­andi eða ekki er frá­leitt að slíta þau úr sam­hengi við þá aðför eða her­ferð sem full­trúar Sam­herja hafa skipu­lagt gegn frétta- og blaða­mönnum sem fjallað hafa um mál­efni fyr­ir­tæk­is­ins síð­ustu miss­eri. Aðför sem hefur þann eina til­gang að kæfa gagn­rýna umræðu og koma í veg fyrir að frétta­menn geti sinnt starfi sínu. Að skjóta sendi­boð­ann svo upp­lýs­ingar skili sér ekki til almenn­ings.“

Rakel segir að í per­sónu­legum árásum stór­fyr­ir­tækja gegn ein­stak­lingum felist ofbeldi sem ekki verði við unað. „Það er ógern­ingur að slíta þau ummæli Helga, sem nefndin taldi brot­leg, úr sam­hengi við þessa aðför.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent