Stendur SAS á bjargbrúninni?

Skandinavíska flugfélagið SAS hefur ekki farið varhluta af þeim erfiðleikum sem flugfélög víða um heim hafa mætt að undanförnu. Erfiðleikarnir hjá SAS eru ekki ný bóla, og reksturinn oft staðið tæpt. Þó kannski sjaldan eins og nú.

Í stuttu máli er vandi SAS sá að tekjurnar eru ekki nógu miklar en kostnaður of mikill.
Í stuttu máli er vandi SAS sá að tekjurnar eru ekki nógu miklar en kostnaður of mikill.
Auglýsing

Síð­ast­lið­inn þriðju­dag var árs­fjórð­ungs­upp­gjör SAS, fyrir nóv­em­ber, des­em­ber og jan­ú­ar, lagt fram. Lestur þessa upp­gjörs var ekki það sem kalla mætti ynd­is­lest­ur, myndi frekar flokk­ast sem hroll­vekja. Tap tíma­bils­ins nam um það bil 1,7 millj­arði danskra króna (34,5 millj­arðar íslenskir). Í yfir­lýs­ingu stjórn­enda SAS sem birt var sam­tímis fjórð­ungs­upp­gjör­inu var greint frá fyr­ir­hug­aðri nið­ur­skurð­ar- og hag­ræð­ing­ar­á­ætl­un. Áætl­unin sem gengur undir nafn­inu „SAS Forward“ gerir ráð fyrir að rekstr­ar­kostn­aður félags­ins verði skor­inn niður um 5,2 millj­arða danskra króna (jafn­gildir 100 millj­örðum íslenskum) á ári. For­senda þess að þetta gangi eftir er að félagið leggi fram raun­hæfa og trú­verð­uga áætlun sem fjár­festar og eig­endur félags­ins sam­þykki og trúi á.

Ekki í fyrsta sinn

SAS Forward er ekki fyrsta sparn­að­ar- og hag­ræð­ing­ar­á­ætl­unin sem félagið hefur lagt fram. Árið 2012 var kynnt áætlun í sama dúr, sú bar heitið Final Call. Þá stóð rekstur félags­ins mjög tæpt en var á síð­ustu stundu bjarg­að.

Auglýsing
SAS skuldar nú um það bil 25 millj­arða danskra króna (sam­svarar 474 millj­örðum íslenskum) en hand­bært fé nemur sem sam­svarar 45 millj­örðum íslenskra króna, auk lána­lína sem félagið getur dregið á. Simon Pauck Han­sen fram­kvæmda­stjóri Dan­merk­ur­deildar SAS sagði í við­tali við danska sjón­varp­ið, DR, í lið­inni viku, að vet­ur­inn hafi verið lang­ur. Þegar hann var spurður hve lengi SAS gæti haldið starf­sem­inni áfram með stór­felldum tap­rekstri vildi fram­kvæmda­stjór­inn ekki svara því, sagði að slíkt tal væri ekki það sem skipti máli, „nú snú­ast hlut­irnir um nýjar áætl­anir sem miða að því að efla og styrkja félag­ið“.

Ekki allir jafn bjart­sýnir

Ole Kirchert Christen­sen, danskur sér­fræð­ingur um flug­rekstur og ferða­mál, sagði í við­tali við dag­blaðið Politi­ken í lið­inni viku að nú þurfi SAS að kíkja í alla króka og kima í rekstr­in­um, launa­kostn­að, leigu­samn­inga, samn­inga við sam­starfs­að­ila, allt. „Öllu skiptir að allir legg­ist á árarnar (læg­ger hånden på kogepla­den), ef það ger­ist ekki blasir verri kostur við, sem sé sá að ekki verði til neitt sem heitir SAS.“ Margir sér­fræð­ingar um flug­mál hafa talað á svip­uðum nót­um.

Miklar breyt­ingar

Um og eftir síð­ustu alda­mót urðu miklar breyt­ingar í flug­rekstri. Hinum svoköll­uðu lággjalda­flug­fé­lögum fjölg­aði mik­ið, þau buðu lægri far­gjöld og minni þjón­ustu, það var til dæmis ekki sjálf­sagt að hress­ing væri inni­falin í miða­verð­inu, og sama gilti um ferða­tösk­ur. Gripa­flutn­inga­vélar sögðu sum­ir. Slíkt tal breytti engu, lággjalda­fé­lögin náðu til sín sífellt stærri sneið af „far­þega­kök­unn­i“.

Auglýsing
Skattar, gjöld og laun skipta miklu máli í rekstri flug­fé­laga. Í þessum efnum standa nor­rænu löndin illa að vígi í harðri sam­keppni. Kostn­aður vegna hvers starfs­manns er um rúm­lega fimm­tíu pró­sentum hærri í Skand­in­avíu en til dæmis í Englandi, Skotlandi eða Spáni. Fækkun starfs­fólks, launa­lækkun og hag­ræð­ing af ýmsu tagi er sú leið sem mörg „gömlu hefð­bundnu félög­in“ hafa reynt að fara. Það hefur ekki alltaf dugað til og fjöl­mörg flug­fé­lög hafa á síð­ustu árum lagt upp laupana. SAS hefur ítrekað gripið til margs konar aðgerða, upp­sagna, launa­lækk­ana og hag­ræð­ing­ar. Á liðnum árum hefur iðu­lega komið til harka­legra átaka þar sem starfs­fólk og félagið hafa tek­ist á um kaup og kjör. Fyrir örfáum dögum lagði starfs­fólk í far­ang­urs­deild, SAS Ground Hand­ling, í Kaup­manna­höfn niður vinnu. Slík var harkan í deil­unni að þrátt fyrir að vinnu­dóm­stóll (Ar­bejds­ret) hefði úrskurðað vinnu­stöðv­un­ina ólög­lega sneri fólk ekki aftur til vinnu fyrr en SAS hót­aði upp­sögn­um.

Hver er vand­inn og hvað er til ráða?

Í stuttu máli er vandi SAS sá að tekj­urnar eru ekki nógu miklar en kostn­aður of mik­ill.

Til að fá auknar tekjur þarf fleiri far­þega. En far­þegi er ekki bara far­þegi, það skiptir máli hvort hann er svo­kall­aður túristi eða hvort hann er að ferð­ast vegna vinn­unn­ar. Starf­semi SAS, einkum innan Evr­ópu, hefur að stórum hluta mið­ast við far­þega sem ferð­ast hafa vegna vinn­unn­ar. Keypti gjarna miða á síð­ustu stundu, betri sæti og borg­aði meira. Þetta hefur breyst, þeim sem ferð­ast vegna vinnu hefur snar­fækk­að, m.a vegna fjar­funda, og æ fleiri fyr­ir­tæki eru ekki til­búin að borga fyrir dýr­ari sæti. Til að bregð­ast við þessu þarf SAS í auknum mæli að sníða áætl­anir sínar að ferða­mönn­um, túrist­unum svoköll­uðu. Þegar greint var frá SAS Forward áætl­un­inni í síð­ustu viku kom fram að á kom­andi sumri verður beinum flug­ferðum fjölgað veru­lega. Beint flug milli Kaup­manna­hafnar og Boston hefst á ný og fjölgað verður um eina ferð dag­lega frá Kaup­manna­höfn til New York. Flug til Birming­ham og Hannover hefst á ný og ferðum suður á bóg­inn ( í sól­ina) verður fjölgað til muna.

En til að draga úr kostn­aði, hvað er til ráða þar? For­ráða­menn SAS hafa lýst yfir að til við­bótar lækkun launa­kostn­aðar og margs konar hag­ræð­ingu stefni félagið á að end­ur­nýja allan flug­flot­ann, sem er nú um 180 vél­ar, margar þeirra gaml­ar, og innan fárra ára verði allar vélar félags­ins mun spar­neytn­ari en nú er. Þetta skiptir veru­legu máli í rekstr­in­um.

Á bjarg­brún­inni

Ljóst er að SAS stendur á tíma­mót­um. Halla­rekstur eins og verið hefur und­an­farið getur ekki haldið áfram lengi enn. Þetta virð­ast sér­fræð­ingar sam­mála um.

Jacob Peder­sen, sér­fræð­ingur í flug­rekstri hjá Sydbank sagði í við­tali við frétta­stof­una Ritzau, eftir að árs­fjórð­ungs­skýrslan var birt, að SAS standi á bjarg­brún­inni og hyl­dýpið blasi við. Verð hluta­bréfa í félag­inu hríð­féll í kjöl­far birt­ingar skýrsl­unn­ar. „Staðan er þannig að innan til­tölu­lega skamms tíma getur reynst mjög erfitt fyrir SAS að halda rekstr­inum gang­andi nema leita til eig­end­anna eftir fjár­magn­i.“ Stærstu hlut­hafar SAS eru sænska og danska ríkið og sænska Wal­len­berg fjöl­skyld­an.

Ósenni­legt að SAS yrði látið rúlla

Danskir fjöl­miðlar hafa und­an­farna daga fjallað heil­mikið um SAS, vanda félags­ins, hverjar séu ástæður þess að rekst­ur­inn gengur ekki betur og hver sé fram­tíð félags­ins. Flestir sér­fræð­ingar eru sam­mála um að félag­inu yrði, einn gang­inn enn, bjargað með ein­hverjum hætti ef í það fer.

Þeir eru líka sam­mála um að mjög ósenni­legt verði að telj­ast að SAS yrði látið rúlla.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar