Stöðva notkun bóluefnis AstraZeneca tímabundið

Sóttvarnalæknir segir að notkun bóluefnis frá AstraZeneca hafi tímabundið verið hætt hér á landi vegna tilkynninga um alvarlegar aukaverkanir í nokkrum Evrópulöndum.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Auglýsing

Í nokkrum löndum Evr­ópu hefur verið til­kynnt um blóð­tappa hjá fólki sem nýverið hafði fengið bólu­efni Astr­aZeneca. Eitt dauðs­fall hefur orðið í Dan­mörku og hafa stjórn­völd þar ákveðið að hætta notkun bólu­efn­is­ins tíma­bundið af þeim sök­um. Íslensk yfir­völd hafa ákveðið að gera slíkt hið sama þar til frek­ari upp­lýs­ingar ber­ast frá Lyfja­stofnun Evr­ópu.

„Við skulum bíða og sjá hvað verð­ur. Fyrstu nið­ur­stöður benda ekki til þess að tíðni á blóð­tappa sam­hliða bólu­setn­ingu [með bólu­efni Astr­aZeneca] sé hærri en gengur og ger­ist í sam­fé­lag­in­u,“ sagði Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir á upp­lýs­inga­fundi almanna­varna í dag. Hins vegar verði að leita af sér allan grun og vinnur Lyfja­stofnun Evr­ópu nú að því.

Auglýsing

Einn greind­ist með veiruna inn­an­lands í gær og var hann í sótt­kví við grein­ingu. Um er að ræða ein­stak­ling sem hafði verið útsettur fyrir smiti. Hann hafði farið í sýna­töku fyrir nokkrum dögum en reynd­ist þá nei­kvæð­ur. Í gær fór hann aftur í sýna­töku og kom þá í ljós að hann er sýkt­ur. Þórólfur segir þetta ekki eiga að koma á óvart og að við þurfum að vera undir það búin að fleiri, sem nú eru í sótt­kví, grein­ist á næst­unni.

Fimm hafa greinst með veiruna sem rakin eru til manns sem kom til lands­ins í lok febr­úar og var nei­kvæður í fyrri skimun á landa­mærum en jákvæður í þeirri seinni. Allir eru þeir sýktir af breska afbrigði veirunnar sem er meira smit­andi en önnur afbrigði.

„Næstu dagar munu skera úr um hvort að ein­hver frek­ari dreif­ing hafi orðið frá hópsmit­inu en mikið hefur verið ski­mað í kringum þá sem hafa verið að greinast,“ sagði Þórólf­ur.

Notkun á bóluefni AstraZeneca hefur tímabundið verið hætt hér á landi sem og í Danmörku. Mynd: EPA

Þórólfur segir að eins og staðan er núna standi ekki til að leggja til harð­ari aðgerðir er núver­andi reglu­gerð rennur út í næstu viku. Hins vegar er einnig „nokkuð í ljós“ að til­slak­anir verði gerð­ar. Sótt­varna­læknir er með minn­is­blað í smíðum sem hann mun bráð­lega senda heil­brigð­is­ráð­herra. Hans til­lögur munu vænt­an­lega end­ur­spegla „töl­urnar sem við munum sjá næstu daga“.

Hann segir að ef fólk fari að grein­ast utan sótt­kvíar og úti í sam­fé­lag­inu „þá þarf að sjálf­sögðu að hugsa til þess hvort að þörf sé á frek­ari og harð­ari aðgerð­u­m“.

Tíu reynst smit­aðir sem voru með nei­kvæð vott­orð

Frá því að nýjar reglur voru teknar upp á landa­mær­unum 19. febr­úar og far­þegar skyld­aðir til að fram­vísa nei­kvæðu COVID-­prófi, hafa átta greinst með veiruna inn­an­lands. Þar af voru fjórir í sótt­kví við grein­ingu.

Eng­inn greind­ist á landa­mær­unum í gær en frá 19. febr­úar hafa 30 greinst þar með veiruna og þar af 17 með virk smit. Af þeim voru 10 með nei­kvæð COVID-­próf við kom­una til lands­ins en greindust engu að síður í skimun – sex í fyrri og fjórir í seinni. Þórólfur segir þetta sýna að nei­kvæð PCR-­próf séu ekki gull­trygg­ingin fyrir því að við­kom­andi sé ekki smit­aður við kom­una.

„Við getum sagt að góðar líkur eru á því að okkur hafi tek­ist að ná utan um hóp­sýk­ing­una en það er ekki alveg að fullu ljóst því eins og við vitum getur liðið upp undir vika þar til við förum að sjá veik­ind­i.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Chanel Björk Sturludóttir, Elinóra Guðmundsdóttir og Elínborg Kolbeinsdóttir.
Markmiðið að auka skilning á veruleika kvenna af erlendum uppruna á Íslandi
Chanel Björk, Elinóra og Elínborg safna nú á Karolina Fund fyrir bókinni Hennar rödd: Sögur kvenna af erlendum uppruna á Íslandi.
Kjarninn 22. maí 2022
Kristín Ása Guðmundsdóttir
Illa fengin vatnsréttindi og ósvaraðar spurningar um Hvammsvirkjun í Þjórsá
Kjarninn 22. maí 2022
Einar kveðst þurfa að íhuga stöðuna sem upp er komin.
Einar ætlar að ræða við baklandið um eina möguleikann í stöðunni
Einar Þorsteinsson oddivit Framsóknarflokksins í Reykjavík segir aðeins einn meirihluta mögulegan í ljósi yfirlýsingar oddvita Viðreisnar um að ekki komi annað til greina en að virða bandalagið við Samfylkinguna og Pírata.
Kjarninn 22. maí 2022
Þórdís Lóa segir Viðreisn vilji láta á bandalagið reyna með því að hefja formlegar meirihlutaviræður með Framsóknarflokknum.
Vill hefja formlegar meirihlutaviðræður með Framsóknarflokknum
Oddviti Viðreisnar í Reykjavík segir flokkinn vera í bandalagi með Pírötum og Samfylkingu af heilum hug og vill láta á það reyna með því að hefja formlegar meirihlutaviðræður með Framsóknarflokknum.
Kjarninn 22. maí 2022
Silja Bára var gestur í Silfrinu á RÚV þar sem hún sagði óásættanlegt að senda eigi 300 flóttamenn frá Íslandi til Grikklands á næstu misserum.
Útlendingastefnan elti þá hörðustu í hinum Norðurlöndunum
Silja Bára Ómarsdóttir stjórnmálafræðingur og nýkjörinn formaður Rauða krossins á Íslandi segir óásættanlegt að flóttafólki sé mismunað eftir uppruna og að verið sé að taka upp á Íslandi útlendingastefnu sem elti hörðustu stefnur annarra Norðurlanda.
Kjarninn 22. maí 2022
Blikastaðalandið sem var í aðalhlutverki í ólögmætri einkavæðingu ríkisfyrirtækisins
Nýverið var tilkynnt um stórtæka uppbyggingu á jörðinni Blikastöðum, sem tilheyrir Mosfellsbæ. Þar á að byggja þúsundir íbúða og fjölga íbúum bæjarins um tugi prósenta. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem áform hafa verið uppi um uppbyggingu þar.
Kjarninn 22. maí 2022
Liðsmenn úkraínsku þjóðlagarappsveitarinnar Kalush Orchestra, sem unnu Eurovision um síðasta helgi, voru mættir til úkraínsku borgarinnar Lviv þremur dögum eftir sigurinn.
Ógjörningur að hunsa pólitíkina í Eurovision
Sigur Úkraínu í Eurovision sýnir svart á hvítu að keppnin er pólitísk. Samstaðan sem Evrópuþjóðir sýndu með með orðum og gjörðum hefur þrýst á Samband evrópskra sjónvarpsstöðva að endurskoða reglur um pólitík í Eurovision.
Kjarninn 22. maí 2022
Mette Frederiksen, Ursula van der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB, Olaf Scholz kanslari Þýskalands, Mark Rutte forsætisráðherra Hollands og Alexander De Croo forsætisráðherra Belgíu hittust í Esbjerg.
Tíu þúsund risastórar vindmyllur
Á næstu árum og áratugum verða reistar 10 þúsund vindmyllur, til raforkuframleiðslu, í Norðursjónum. Samkomulag um þessa risaframkvæmd, sem fjórar þjóðir standa að, var undirritað í Danmörku sl. miðvikudag.
Kjarninn 22. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent