Fasteignaverkefni í London eru mörg og mismunandi en eitt sker sig nokkuð frá öðrum. Það er lúxus íbúða byggð sem verið er að reisa skammt frá Battersea orkuverkinu en verkefnið kallast Embassy Gardens. Eitt af því sem verður mest einkenndandi fyrir byggðina er 25 metra sundlaug sem mun tengja íbúðaturna saman á tíundu hæð í 35 metra hæð.
Myndir af fyrirhugaðri byggingu á svæðinu, og sundlauginni þar á meðal, voru gerðar opinberar í dag. Í samtali við breska ríkisútvarpið BBC segir Sean Mulryan, framkvæmdastjóri Ballymore, sem mun framleiða og hanna sundlaugina, að þetta verði eins og að synda um loftin í miðborg London. Sundlaugin verður gert úr gleri og sérútbunu glæru plasti.
Fasteignaverkefnið þykir einstakt á heimsvísu, þegar kemur að uppbyggingu í þéttri borgarbyggð. Heildarkostnaður er metin á meira en 60 milljónir punda, jafnvirði um fjórtán milljarða króna. Turnarnir tveir og sundlaugin milli þeirra verða tilbúin árið 2019, gangi áætlanir eftir.
Trending on The Verge: London's sky pool will let the super-rich swim through the air http://t.co/jaMm9Yu1wd pic.twitter.com/hGVKGHCvkB
— The Verge (@verge) August 20, 2015