Svanir, frímerki og kastalar – Hvað verður um eignir drottningar?

Erfðaskrá Elísabetar II. Englandsdrottningar verður ekki gerð opinber líkt og konunglegar hefðir kveða á um. Óljóst er hvað verður nákvæmlega um eignir drottningar en eitt er víst: Erfingjarnir þurfa ekki að greiða skatt.

Elísabet Englandsdrottning og Karl Bretaprins árið 2007. Erfðaskrá drottningar er leynileg en ljóst er að Karl býr yfir ýmsum eignum eftir móðurmissinn.
Elísabet Englandsdrottning og Karl Bretaprins árið 2007. Erfðaskrá drottningar er leynileg en ljóst er að Karl býr yfir ýmsum eignum eftir móðurmissinn.
Auglýsing

Kon­ung­legar erfða­skrár eru aldrei gerðar opin­ber­ar. Það verður því leynd­ar­mál kon­ungs­fjöl­skyld­unnar hvað verður um stóran hluta per­sónu­legra eigna sem Elísa­bet II Eng­lands­drottn­ing lætur eftir sig.

Raun­veru­leg auð­æfi Eng­lands­drottn­ingar hafa aldrei verið gerð opin­ber en sam­kvæmt úttekt sem banda­ríska við­skipta­tíma­ritið For­bes gerði í fyrra eru per­sónu­legar eignir Elísa­betar metnar á 500 millj­ónir Banda­ríkja­dala, eða sem nemur tæp­lega 70 millj­örðum króna. Úttekt Sunday Times er ögn frá­brugðn­ari, sem metur per­sónu­legar eignir drottn­ing­ar, umfram skuld­ir, á 370 millj­ónir punda eða sem nemur um 60 millj­örðum króna.

Auglýsing

Eign­irnar sam­an­standa meðal ann­ars af skart­gripum drottn­ing­ar, lista­verka­safni, fjár­fest­ingum og tveimur höll­um, Balmoral-kast­ala í Skotlandi og Sandring­ham-höll í Nor­folk. Báðar eign­irnar erfði Elísa­bet frá föður sín­um, Georgi sjötta kon­ungi.

Sandringham-höll og Balmoral kastali voru á meðal persónulegra eigna drottningar Mynd: Wikimedia

Leyni­legar kon­ung­legar erfða­skrár

„Kon­ung­legar erfða­skrár eru leyni­leg­ar, við höfum í raun ekki hug­mynd um hvað þær fela í sér og hvers virði þær eru. Inni­hald þeirra er aldrei gert opin­bert,“ segir Laura Clancy, lektor í fjöl­miðla­fræði við Lancaster-há­skól­ann og höf­undur bókar um fjár­mál kon­ungs­fjöl­skyldna, í sam­tali við CNN.

En það er meira en fast­eignir og land­svæði að finna í fórum drottn­ing­ar. Hún átti til að mynda eitt stærsta frí­merkja­safn heims sem hún erfði eftir afa sinn. Safnið er metið á 118 millj­ónir punda, eða tæpa 19 millj­arða króna, og eru verð­mæt­ustu frí­merkin metin á tæp­lega 300 þús­und krónur hvert.

Elísa­bet erfði einnig flestar eigur móður sinnar þegar hún lést árið 2002, allt frá postu­líns­stelli til hesta, auk verð­mætra Faberge-eggja.

Auð­æfi bresku kon­ungs­fjöl­skyld­unnar í heild­ina eru metnar á 18 millj­arða punda, jafn­virði rúm­lega 2.850 millj­arða króna. Mik­il­vægt er að gera grein­ar­mun á per­sónu­legum auð­æfum drottn­ing­ar, sem til­tekin eru í erfða­skrá henn­ar, og auð­æfum kon­ungs­rík­is­ins, þegar kemur að því hver mun erfa hvað.

Val­kvæður tekju­skattur og eng­inn erfða­skattur

Karl III. Eng­lands­kon­ungur mun ekki borga skatt af því sem hann erfir en mun fylgja í fót­spor móður sinnar og greiða tekju­skatt. Um val­kvæðan tekju­skatt er að ræða þar sem tekjur kon­ungs eru ekki gefnar upp og er upp­hæðin því úr lausu lofti gripin og hefur það verið gagn­rýnt.

Hvorki Karl né systk­ini hans koma til með að greiða erfða­skatta en sam­kvæmt lögum sem sam­þykkt voru árið 1993 eru eignir sem metnar eru á 325 þús­und pund eða meira und­an­þegnar frá 40 pró­sent erfða­skatti sem ann­ars þarf að greiða.

Fjöl­margir eigna­sjóðir eru nú í umsjón Karls, þar á meðal eigna­sjóð­ur­inn Duchy of Lancaster, sem komið var á fót árið 1265 og er met­inn á 653 millj­ónir punda, eða sem nemur rúm­lega 100 millj­örðum króna. Sjóð­ur­inn er not­aður til að greiða fyrir það sem þjóð­höfð­ingja­styrk­ur­inn (e. The Sover­eign Grant) nær ekki yfir, og er auk þess nýttur til að styðja við aðra með­limi kon­ungs­fjöl­skyld­unn­ar.

Þjóð­höfð­ingja­styrk­ur­inn sam­anstendur af fram­lagi frá breskum skatt­greið­endum en greiðslur úr honum ná yfir opin­beran kostnað drottn­ing­ar­inn­ar, nú kon­ungs­ins, auk ann­arra helstu með­lima kon­ungs­fjöl­skyld­unn­ar.

Kór­ón­ur, svan­ir, höfr­ungar og hvalir

Ef nánar er rýnt í hvað kemur í hlut Karls nú þegar hann er orð­inn kon­ungur má finna ýmis­legt for­vitni­legt. Meðal þess sem hann erfir er eign­ar­hald á öllum svönum Bret­lands, sem eru 32 þús­und tals­ins. Auk þess erfir hann eign­ar­hald á öllum höfr­ungum og hvölum í breskri land­helgi, en þessi háttur hefur verið hafður á frá því á 12. öld.

Augu flestra bein­ast að því hvernig per­sónu­legum eigum Elísa­betar drottn­ingar verður skipt. Búist er við að þeim verði skipt á milli fjög­urra barna hennar og átta barna­barna, en í raun er henni frjálst að hafa erfða­skránni að vild. Kon­ung­legum erfða­skrám hefur hins vegar verið haldið leyndum í áraraðir og ekki er búist við að nein breyt­ing verði á því.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent