„Þegar ég segi tímabundið ástand myndi ég halda einhverjir mánuðir í viðbót“

Alma Möller landlæknir segir viðbúið að faraldurinn standi í nokkra mánuði í viðbót og að ekki sé ólíklegt að endurtaka þurfi bólusetningar í framtíðinni, m.a. vegna hinna nýju afbrigða veirunnar.

Alma Möller, landlæknir.
Alma Möller, landlæknir.
Auglýsing

Átta greindust inn­an­lands í gær og voru fimm þeirra utan sótt­kvíar við grein­ingu. „Við erum áfram að sjá tölu­verðan fjölda grein­ast dag­lega inn­an­lands,“ sagði Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir á upp­lýs­inga­fundi dags­ins. Flestir hafa verið í sótt­kví en nokkrir utan hennar sem erfitt er að rekja.

„Ákveðnar vís­bend­ingar eru um að þessi hópur gæti nú verið að fara vax­and­i,“ sagði Þórólfur og tók fram að rakn­ing stæði enn yfir og beðið væri eftir nið­ur­stöðum úr rað­grein­ingu smita gær­dags­ins. Á þess­ari stundu væru engar vís­bend­ingar um að þeir sem greindust utan sótt­kvíar tengd­ust. Öll greindust smitin á Suð­ur­vest­ur- og Suð­ur­landi. „Þetta er merki um það að við erum ekki búin að ná utan um sam­fé­lags­smit á þess­ari stund­u.“

Auglýsing

Frá því að inn­an­lands­að­gerðir voru hertar í síð­ustu viku hafa 38 greinst inn­an­lands. 28 voru í sótt­kví og 10 utan henn­ar. Öll smitin eru af völdum nokk­urra und­ir­teg­unda breska afbrigðis veirunn­ar.

Flest smitin tengj­ast smitum sem komu upp í grunn­skólum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Hins veg­ar, sagði Þórólf­ur, má stóran hluta smita sem greinst hafa utan sótt­kvíar und­an­farna daga rekja til ferða­manns – eða ferða­manna – sem greinst hafði í seinni skimun „og virð­ist hafa farið óvar­lega í sinni fimm daga sótt­kví.“

Spurður frekar út í þetta sagði Þórólfur að þegar „nánar hafi verið að gáð“ hafi sést að hópur fólks var að grein­ast með sömu veiruna sem hægt var að rekja til landamær­anna. „Og þá sjáum við hvernig smitið hefur orðið og þannig höfum við getað lokað hringnum í nokkrum til­fell­u­m.“

Búast má við alvar­legum veik­indum

Sótt­varna­læknir segir því of snemmt að segja til um hvenær tak­ist að ná utan um þau smit sem eru í gangi núna en von­ast til að það verði á næstu tveimur vik­um. Hann sagði við­búið að fleiri smit ættu eftir að greinst hjá þeim sem eru nú í sótt­kví. Einnig væri við­búið að alvar­leg veik­indi og inn­lagnir á sjúkra­hús ættu eftir að verða á næstu 1-2 vik­um.

Hann telur því mik­il­vægt að halda áfram aðgerðum til að minnsta kosti 15. apr­íl.

Þórólfur sagð­ist ánægður með síð­ustu reglu­gerð heil­brigð­is­ráð­herra um enn hert­ari aðgerðir á landa­mær­un­um. Allir sem koma frá „dökk­rauð­um“ löndum eru nú skikk­aðir til að afplána sína sótt­kví í sótt­varn­ar­hús­um. Þetta á jafnt við útlend­inga sem Íslend­inga. Honum var bent á að Íslend­ingum búsettum erlendis þætti þetta mörgum heldur hart. Hann svar­aði því til að fyrir þessu væru góð og gild rök. Dæmin sýndu að fólk væri ekki „al­menni­lega“ að halda sótt­kví og þess vegna verði að bregð­ast við því með þessum hætti. „Og þetta er aðferðin til að gera það.“

Hægt væri að sækja um und­an­þágur en „ég á von á því að þar verðum við eins ströng og mögu­legt er.“ Hann hélt svo áfram: „Við erum að reyna að vernda inn­viði hér á landi eins og mögu­legt er og þetta er til­raun til þess.“

Bólu­efnin koma hraðar

Nokkur upp­taktur í bólu­setn­ingum er vænt­an­legur á næst­unni að sögn Þór­ólfs. Þannig á hann nú von á því að fyrir apr­íl­lok verði komið hingað til lands bólu­efni til að full­bólu­setja um 80 þús­und manns. Rétt yfir 20 þús­und hafa verið full­bólu­settir nú þeg­ar.

Alma Möller land­læknir sagði á fund­inum að það færi að stytt­ast í að við náum und­ir­tök­unum i bar­átt­unni við far­ald­ur­inn. Spurð hvort líkur færu á því að bólu­setja þyrfti fólk reglu­lega í fram­tíð­inni fyrir COVID-19 sagði hún að svo gæti mögu­lega far­ið.

„Þegar ég segi tíma­bundið ástand myndi ég halda ein­hverjir mán­uðir í við­bót. Bólu­efni eru að fara að ber­ast á meiri hraða og bólu­efna­fram­leið­endur eru að auka fram­leiðslu­getu sína. En þessi nýju afbrigði eru áhættu­þátt­ur. Allir fram­leið­endur eru að búa sig undir það að þurfa að breyta bólu­efn­unum í takti við ný afbrigði. Það getur verið að bæta þurfi nýrri bólu­setn­ingu ofan á þær sem við erum að fá núna. En mér þykir ólík­legt að það næðu að rísa jafn­stórar bylgjur þegar lengra verður komið í bólu­setn­ingu.

Hins vegar gætum við þurft að end­ur­taka bólu­setn­ing­ar. Við vitum til dæmis ekki hversu lengi vörn þeirra dug­ar. Allir eru að huga að því að þetta gæti jafn­vel verið með okkur lengur þó að við þurfum ekki jafn tak­mark­andi aðgerðir í fram­tíð­inni og við erum með nún­a.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Kamilla Rut Jósefsdóttir á upplýsingafundi dagsins.
Aukið bóluefnaframboð mun auka hraða bólusetninga á næstunni
Bóluefni Janssen verður dreift í næstu viku og 16 þúsund skammtar af AstraZeneca bóluefni eru á leiðinni frá Norðmönnum. Óljóst hvernig frumvarp um aðgerðir á landamærum verður endanlega afgreitt að sögn sóttvarnalæknis.
Kjarninn 21. apríl 2021
Skúli Skúlason og félagar hans eru áfram stærstu eigendur Play.
Hluthafalisti Play birtur – Hópur Skúla enn stærsti eigandinn
Í nýjum hluthafahópi flugfélagsins Play er að finna umsvifamikla einkafjárfesta, lífeyrissjóði og fagfjárfestingasjóði. Til stendur að skrá félagið á First North og gefa almenningi tækifæri á að kaupa.
Kjarninn 21. apríl 2021
Jóhannes Stefánsson er handhafi sænsku sjálfbærniverðlaunanna WIN WIN árið 2021.
Jóhannes Stefánsson í hóp með Kofi Annan og Al Gore
Uppljóstrarinn Jóhannes Stefánsson fær tæpar 15 milljónir króna í verðlaunafé fyrir að vinna sænsku sjálfbærniverðlaunin WIN WIN Gothenburg. Heimsþekkt fólk hefur hlotið þessi verðlaun á fyrri árum.
Kjarninn 21. apríl 2021
Peningum á Íslandi er áfram sem áður stýrt af körlum
Áttunda árið í röð framkvæmdi Kjarninn úttekt á því hver kynjahlutföll séu á meðal þeirra sem stýra peningum á Íslandi. Fyrirtækjunum sem úttektin náði til fjölgaði lítillega á milli ára og samsetning þeirra breyttist aðeins.
Kjarninn 21. apríl 2021
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 21. apríl 2021
Stefán Jón Hafstein
Óttast um Elliðaárnar
Kjarninn 21. apríl 2021
Sigríður Á. Andersen sagði af sér sem dómsmálaráðherra vegna málsins
Enn ekki upplýst um kostnað ríkislögmanns vegna ólöglegrar skipunar dómara í Landsrétt
Kostnaður ríkissjóðs vegna þess að þáverandi dómsmálaráðherra sinnti ekki rannsóknarreglu stjórnsýslulaga þegar hún lagði fyrir Alþingi lista yfir dómara sem ætti að skipa við Landsrétt var 141 milljónir króna í lok síðasta árs. Hann er enn að aukast.
Kjarninn 21. apríl 2021
Armin Laschet og Annalena Baerbock. Telja má nánast öruggt að annað þeirra verði næsti kanslari Þýskalands.
Armin eða Annalena?
Sextugur karl og fertug kona eru talin þau einu sem möguleika eiga á að taka við af Angelu Merkel og verða næsti kanslari Þýskalands. Græningjar með Önnulenu Baerbock í fararbroddi eru á flugi í skoðanakönnunum.
Kjarninn 20. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent