Þórólfur segir „algjörlega alrangt“ að hann sé að grafa undan ákvörðunum stjórnvalda

Sóttvarnalæknir segist „ekki bundinn af litakóðunarkerfinu“ og vísar ummælum talsmanns ferðaþjónustunnar, um að hann sé að grafa undan ákvörðunum stjórnvalda „til föðurhúsanna“.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Alma Möller landlæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Alma Möller landlæknir.
Auglýsing

„Þetta er algjör­lega alrangt og ég vísa því til föð­ur­hús­anna,“ sagði Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir á upp­lýs­inga­fundi almanna­varna í dag, spurður um við­brögð við þeim ummælum Jóhann­esar Þórs Skúla­son­ar, fram­kvæmda­stjóra Sam­taka ferða­þjón­ust­unn­ar, að sótt­varna­yf­ir­völd væru að grafa undan ákvörðun stjórn­valda sem stefna að því að taka upp lita­kóð­un­ar­kerfi á landa­mær­unum 1. maí.

Auglýsing

„Það sem við erum að gera er að halda okkur við fag­lega hlut­i,“ sagði Þórólfur með áherslu. Hann og land­læknir kæmu með fag­legar ráð­legg­ing­ar, sem taki mið af stöðu far­ald­urs­ins inn­an­lands sem og erlendis hverju sinni ásamt fleiri þáttum á borð við bólu­setn­ing­ar. „Og við erum heið­ar­leg í því að skýra frá því.“ Hann sagði ekki tíma­bært að ræða lita­kóð­un­ar­kerf­ið. Sam­kvæmt lögum bæri honum að koma með ráð­legg­ingar til stjórn­valda. „Ég er ekki bund­inn af lita­kóð­un­ar­kerf­in­u.“

Alma Möller land­læknir sagð­ist telja að við ættum að áfram að við­hafa „ítr­ustu varnir á landa­mær­unum – sér­stak­lega vegna þess að far­ald­ur­inn er á mik­illi sigl­ingu erlend­is. Nýju afbrigðin breyta leik­regl­un­um.“

Hún benti m.a. á að þó að horfur væru á hrað­ari bólu­setn­ingu á næstu vikum væri yngra fólk enn bólu­sett, einmitt sá hópur sem breska afbrigði veirunnar virð­ist sýkja meira en önnur afbrigði. Hún sagði það sam­eig­in­legt mark­mið „okkar og rík­is­stjórn­ar“ að taka skyn­sam­legar ákvarð­anir með til­liti til far­ald­urs­ins í víðu ljósi.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Inga Hrefna nýr aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar
Utanríkisráðherra er nú komin með tvo aðstoðarmenn. Alls má ríkisstjórnin ráða 27 aðstoðarmenn. Laun og starfs­­kjör aðstoð­­ar­­manna ráð­herra mið­­ast við kjör skrif­­stofu­­stjóra í ráðu­­neytum sam­­kvæmt ákvörð­unum kjara­ráðs.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.
Leggur til að sameina héraðsdómstóla landsins í eina stofnun
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra er með áform um að sameina þá átta héraðsdómstóla sem eru í landinu í eina stofnun. Forsenda sameiningarinnar er að sameinaður dómstóll hafi starfsstöðvar á landsbyggðinni.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kolafarmi frá Suður-Afríku skipað upp í pólskri höfn í sumar.
Pólverjum er vandi á höndum
Stærsti framleiðandi kola í Evrópu utan Rússlands er í vanda staddur eftir að hafa bannað innflutning á rússneskum kolum vegna innrásarinnar í Úkraínu.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. virðir hér fyrir sér dauðan hval í Hvalfirði í júlímánuði.
Lögregla væntir þess að Hvalur hf. skili dróna svissneska ríkisútvarpsins í dag
Teymi frá svissneska ríkisfjölmiðlafyrirtækinu SRG SSR flaug dróna yfir hvalstöð Hvals hf. fyrr í vikunni. Starfsmenn Hvals hf. hirtu af þeim drónann og lögreglan á Akranesi hefur krafið fyrirtækið um að skila dróna Svisslendinganna.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hildur varði 9,3 milljónum í prófkjörsslaginn og átti eina og hálfa milljón afgangs
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins átti 1,5 milljónir eftir í kosningasjóði sínum þegar prófkjör Sjálfstæðisflokksins í borginni var um garð gengið. Það fé ætlar hún að færa félagi sem hún sjálf stjórnar, en það heitir Frelsisborgin.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Skúli Mogensen hefur byggt upp mikla ferðaþjónustu í Hvammsvík i Hvalfirði.
Áformin einkennist af „einhvers konar firringu“
Zephyr Iceland, sem áformar vindorkuver í Hvalfirði, „forðast að snerta á kjarna málsins“ í matsáætlun á framkvæmdinni. Kjarninn er sá að mati Skúla Mogensen, eiganda sjóbaðanna í Hvammsvík, að áformin einkennast af „einhvers konar firringu“.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Vatnsyfirborð Rínarfljóts hefur lækkað stöðugt síðustu vikur.
Hættuástand að skapast í Rínarfljóti – Munu skipin geta siglt?
Vatnsyfirborð Rínarfljóts gæti á næstu dögum orðið hættulega lágt að mati þýskra yfirvalda. Sífellt erfiðara er að flytja vörur um ána, m.a. kol og bensín. Gríðarmiklir þurrkar hafa geisað víða í Evrópu með margvíslegum afleiðingum.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Langreyður dregin á land í Hvalfirði með sprengiskutulinn enn í sér.
Fiskistofa mun taka upp veiðiaðferðir Hvals hf.
Ný reglugerð um verulega hert eftirlit með hvalveiðum hefur verið sett og tekur gildi þegar í stað. Veiðieftirlitsmenn munu héðan í frá verða um borð í veiðiferðum Hvals hf.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent