Þórólfur segir „algjörlega alrangt“ að hann sé að grafa undan ákvörðunum stjórnvalda

Sóttvarnalæknir segist „ekki bundinn af litakóðunarkerfinu“ og vísar ummælum talsmanns ferðaþjónustunnar, um að hann sé að grafa undan ákvörðunum stjórnvalda „til föðurhúsanna“.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Alma Möller landlæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Alma Möller landlæknir.
Auglýsing

„Þetta er algjörlega alrangt og ég vísa því til föðurhúsanna,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag, spurður um viðbrögð við þeim ummælum Jóhannesar Þórs Skúlasonar, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar, að sóttvarnayfirvöld væru að grafa undan ákvörðun stjórnvalda sem stefna að því að taka upp litakóðunarkerfi á landamærunum 1. maí.

Auglýsing

„Það sem við erum að gera er að halda okkur við faglega hluti,“ sagði Þórólfur með áherslu. Hann og landlæknir kæmu með faglegar ráðleggingar, sem taki mið af stöðu faraldursins innanlands sem og erlendis hverju sinni ásamt fleiri þáttum á borð við bólusetningar. „Og við erum heiðarleg í því að skýra frá því.“ Hann sagði ekki tímabært að ræða litakóðunarkerfið. Samkvæmt lögum bæri honum að koma með ráðleggingar til stjórnvalda. „Ég er ekki bundinn af litakóðunarkerfinu.“

Alma Möller landlæknir sagðist telja að við ættum að áfram að viðhafa „ítrustu varnir á landamærunum – sérstaklega vegna þess að faraldurinn er á mikilli siglingu erlendis. Nýju afbrigðin breyta leikreglunum.“

Hún benti m.a. á að þó að horfur væru á hraðari bólusetningu á næstu vikum væri yngra fólk enn bólusett, einmitt sá hópur sem breska afbrigði veirunnar virðist sýkja meira en önnur afbrigði. Hún sagði það sameiginlegt markmið „okkar og ríkisstjórnar“ að taka skynsamlegar ákvarðanir með tilliti til faraldursins í víðu ljósi.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent