Þrengt að rafskútuleigum í Ósló

Fjöldi rafskúta í Ósló er rúmlega fjórum sinnum meiri á höfðatölu heldur en í Reykjavík. Nú ætla borgaryfirvöld í norsku höfuðborginni hins vegar að draga verulega úr þessum fjölda og rukka leigurnar fyrir umsýslukostnað af farartækjunum.

Fjöldi rafskúta hefur aukist umtalsvert í Osló og öðrum evrópskum borgum á síðustu árum
Fjöldi rafskúta hefur aukist umtalsvert í Osló og öðrum evrópskum borgum á síðustu árum
Auglýsing

Frá og með fyrsta september mega ekki fleiri en 8 þúsund rafskútur vera til útleigu í Ósló, höfuðborg Noregs. Einnig munu fyrirtækin sem leigja út rafskúturnar þurfa að læsa þeim að næturlagi og standa straum af umsýslukostnaðinum sem lendir á borgaryfirvöldum vegna farartækjanna. Þetta kemur fram í norska dagblaðinu Avisa Oslo.

Leigurnar, sem eru nú 12 talsins, munu þurfa að greiða borgaryfirvöldum alls 7,7 milljónir norskra króna á hverju ári vegna kostnaðarins sem hlýst af þeim. Þetta jafngildir rúmlega 108 milljónum íslenskra króna. Með nýju fjöldatakmörkunum á rafskútunum munu leigurnar því borga rúmlega sjö þúsund íslenskar krónur fyrir hverja rafskútu sem þeir leigja út.

Búist er við að stór hluti þessarar upphæðar fari í uppsetningu á völdum stæðum í borginni þar sem leggja má skúturnar, en hún verður einnig notuð til þess að fjármagna þróun hugbúnaðar sem mun gera borgaryfirvöldum kleift að hafa yfirsýn yfir öll farartækin.

Auglýsing

Rúmlega fjórfalt fleiri rafskútur á íbúa en í Reykjavík

Samkvæmt frétt norska dagblaðsins VG frá því fyrr í sumar var talið að 25 þúsund rafskútur yrðu til leigu í sumar í borginni, sem jafngildir um 350 rafskútur á hverja 10 þúsund íbúa.

Til samanburðar eru samtals um 1.850 rafskútur til útleigu á höfuðborgarsvæðinu hér á landi hjá þremur stærstu rafskútuleigunum, Hopp, Wind og Zolo, en það jafngildir tæplega 79 rafskútum á hverja 10 þúsund íbúa. Því eru rúmlega fjórum sinnum fleiri rafskútur á hvern íbúa í Ósló heldur en í Reykjavík og nágrenni.

Hins vegar mun rafskútunum líklega fækka umtalsvert í Osló eftir að hámarksfjöldinn verður settur á um næstu mánaðarmót , en ef honum verður fylgt yrðu 112 rafskútur til leigu á hverja 10 þúsund íbúa. Þrátt fyrir það yrði fjöldi rafskúta enn meiri á höfðatölu í borginni en á höfuðborgarsvæðinu hérlendis, ef miðað er við fjölda rafskúta sem leigðar eru út hjá Zolo, Wind og Hopp.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jean-Rémi Chareyre
VG og loftslagsmálin: Að hugsa lengra en þjóðarnefið nær
Kjarninn 19. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd í aðdragandi alþingiskosninganna 2021 – Hluti I
Kjarninn 19. september 2021
Bjarni Jónsson
Stjórnmálaflokkarnir og dánaraðstoð
Kjarninn 19. september 2021
Soffía Sigurðardóttir
Samvinna til árangurs
Kjarninn 19. september 2021
Lesendum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins fækkað um 20 prósent frá miðju ári 2019
Lestur Fréttablaðsins hefur helmingast á rúmum áratug og minnkað um 20 prósent frá því nýir eigendur keyptu blaðið um mitt ár 2019. Þróun á lesendahópi Morgunblaðsins er nánast sú sama. Mikið tap er á rekstri beggja dagblaða.
Kjarninn 19. september 2021
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Steinar Frímannsson
Góð, en stundum þokukennd stefna – Umhverfisstefna Viðreisnar
Kjarninn 19. september 2021
Tugir innherjasvikamála órannsökuð þegar Fjármálaeftirlitið hætti rannsóknum
Fyrrverandi rannsakandi á verðbréfasviði Fjármálaeftirlitsins eftir hrun bankakerfisins segir sögu sína í bók sem brátt kemur út í Bretlandi og Bandaríkjunum. Hann segir stór mál enn hafa verið órannsökuð þegar FME slaufaði rannsóknarteymum sínum.
Kjarninn 19. september 2021
Meira úr sama flokkiErlent