„Til að búa til sement og steypu þarf að fórna“ Litla-Sandfelli

Eden Mining, sem ætlar að mylja Litla-Sandfell niður til útflutnings, er virkilega annt um loftslag jarðar ef marka má svör fyrirtækisins við gagnrýni stofnana á framkvæmdina. „Það er óraunhæft að öll íslensk náttúra verði ósnortin um aldur og ævi.“

Litla-Sandfell í Þrengslum myndaðist í gosi undir jökli fyrir þúsundum ára.
Litla-Sandfell í Þrengslum myndaðist í gosi undir jökli fyrir þúsundum ára.
Auglýsing

Það er engin til­viljun að tvö alþjóð­leg fyr­ir­tæki eru með áform um að fá íblönd­un­ar­efni í sem­ent frá Íslandi, segja for­svars­menn Eden Mining, fyr­ir­tæk­is­ins sem ætlar sér að vinna og selja móberg úr Litla-Sand­felli í Þrengslum til þýska sem­ents­ris­ans Heidel­berg Mater­i­als. Leitað sé „log­andi ljósi“ að stað­gengli fyrir kola­ösku sem síð­ustu ára­tugi hafi verið notuð sem íblönd­un­ar­efni í sem­ent en verði af skornum skammti á næstu árum eða ára­tug­um. „Til að búa til sem­ent og steypu þarf að fórna jarð­mynd­un­um.“

Auglýsing

Áform Eden Mining eru þau að vinna allt fjall­ið, fjar­lægja það á um 30 árum. Stærstur hluti efn­is­ins, móbergs­ins sem þar er að finna, yrði fluttur úr landi til sem­ents­fram­leiðslu í Evr­ópu. En fyrst þyrfti að flytja það til hafnar í Þor­láks­höfn, þar sem ætl­unin er að vinna það í fyr­ir­hug­aðri verk­smiðju Heidel­berg. Ef reiknað er með að efni yrði flutt um 300 daga árs­ins færu vöru­flutn­inga­bílar 222 ferðir á dag til og frá námunni.

Eden Mining ehf. er í eigu Krist­ins Ólafs­sonar og Eiríks Ingv­ars Ingv­ars­son­ar. Fyr­ir­tækið starf­rækir einnig námu í Lamba­felli og á Hrauns­andi. Litla-Sand­fell er á jörð­inni Breiða­ból­stað sem er í eigu Kirkju sjö­unda dags aðventista og hefur fyr­ir­tækið gert lang­tíma­samn­ing við trú­fé­lagið um námuna.

Umhverf­is­mats­skýrslan, sem verk­fræði­stofan Efla vann fyrir fram­kvæmda­að­il­ann, var lögð fram til kynn­ingar í haust. Lögum sam­kvæmt veittu eft­ir­lits­stofn­anir umsagnir sínar þar sem ýmis gagn­rýni kemur fram líkt og Kjarn­inn hefur rakið í fréttum síð­ustu vik­ur.

Dem­antar og gull

Í svörum við umsögn­un­um, sem Kjarn­inn fékk afhent, tekur Eden Mining að „ýmsu leyti“ undir með Nátt­úru­fræði­stofnun sem segir að hið íslenska móberg, sem verður til við eld­gos undir jökli, sé í eðli sínu sér­stakt á heims­vísu og með hátt vernd­ar­gildi. „Virði móbergs mun lík­lega aukast í fram­tíð­inni eftir því sem krafan um umhverf­is­væn bygg­ing­ar­efni verður hávær­ari og því mik­il­vægt að Íslend­ingar ákveði hvernig nýt­ingu þess­arar auð­lindar verður hátt­að,“ segja for­svars­menn Eden Mining og Eflu.

„Nefna má sem dæmi að dem­ant­ar, gull og alls­konar málmar eru jarð­mynd­anir sem eru sjald­gæfar á heims­vísu en það stoppar aðrar þjóðir ekki í að vinna þær úr jörðu og myndi ekki stoppa okkur ef slíkt fynd­ist í vinn­an­legu magni hér á landi – því sjald­gæfari því verð­mæt­ari. Móberg er í reynd ekk­ert öðru­vísi nema hvað það er nýtil­komið að það sé farið að hugsa um það sem nýt­an­lega auð­lind.“

Segja umhverf­is­á­hrifin veru­lega jákvæð

Það sé ekki til­viljun að Litla-Sand­fell hafi orðið fyrir val­inu til útflutn­ings – í fyrsta verk­efni sinnar teg­und­ar. „Fellið er lít­ið, mikið raskað af fyrri efn­is­töku, efn­is­gæði eru góð, gróður og fugla­líf er tak­markað og það er nálægt góðri útflutn­ings­höfn. Það er því til­valið í nýt­ing­ar­flokk.“

Á efstu myndinni er Litla-Sandfell í dag og á þeirri neðstu eins og svæðið myndi líta út ef fjallið yrði numið á brott. Mynd: Úr umhverfismatsskýrslu

Í umhverf­is­mats­skýrsl­unni er því haldið fram fullum fetum að heild­ar­á­hrif verk­efn­is­ins á lofts­lag yrðu veru­lega jákvæð og að það myndi falla vel að stefnu stjórn­valda í lofts­lags­mál­um. Í þeirri stefnu eru sett fram metn­að­ar­full mark­mið um sam­drátt í losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda hér á landi á næstu árum.

Meiri­hluti móbergs­ins er hins vegar ekki ætl­aður til notk­unar í steypu inn­an­lands og því er erfitt að sjá, bendir Umhverf­is­stofnun á, hvernig fram­kvæmdin styðji við stefn­una nema að mjög litlu leyti.

Eden Mining tekur ekki undir þessi rök. Vissu­lega sé rétt að efnið færi í fram­leiðslu á sem­enti erlendis en allt sem­ent sem notað er á Íslandi sé inn­flutt. „Í þessu sam­bandi er hægt að benda á að ef þjóðir heims­ins mættu ein­ungis nota auð­lindir sínar til notk­unar inn­an­lands þá væri eyríkið Ísland ekki í góðum mál­u­m.“

Undr­ast umsögn Umhverf­is­stofn­unar

Umhverf­is­stofnun ítrekar að lofts­lags­á­vinn­ingur sem sé ætlað að koma fram í öðru landi geti ekki talist sem rök­stuðn­ingur fyrir umtals­verðum umhverf­is­á­hrifum á Íslandi.

„Þessi afstaða Umhverf­is­stofn­unar vekur nokkra undrun í ljósi þess að bar­áttan gegn hnatt­rænum loft­lags­á­hrifum vegna mik­illar los­unar koltví­sýr­ings út í and­rúms­loftið er einmitt hnatt­ræn en ekki háð ein­staka landa­mærum,“ segir í svörum Eden Mining og Eflu. „Í því sam­hengi má benda á að stór hluti þeirrar los­unar sem Ísland ber ábyrgð á í notkun sinni á bygg­ing­ar­efn­um, sam­göngu­tækj­um, og neyslu og fjár­fest­inga­vörum af ýmsu tagi á sér stað utan landamæra og kemur ekki fram í bók­haldi Íslands.“

Auglýsing

Þá megi einnig nefna að fjöldi þeirra lausna sem Íslend­ingar reiði sig á, svo sem raf­væð­ing sam­göngu­tækja, feli í sér umfangs­mikla námu­vinnslu og til­fallandi kolefn­is­spor í öðrum lönd­um. „Það getur því vart verið ásætt­an­legt við­horf út frá mark­miðum Par­ís­ar­sam­komu­lags­ins að ein­ungis sé horft til áhrifa hér inn­an­lands af fram­leiðslu sem þess­ari en ekki hnatt­ræn áhrif í loft­lags­mál­um. Það verður í það minnsta að telj­ast afar þröngt sjón­ar­horn í bar­átt­unni gegn hnatt­rænum lofts­lags­breyt­ing­um.“

Íslend­ingar vilji og muni nota sem­ent og því fylgi umhverf­is­á­hrif. „Við höfum aftur á móti hingað til látið aðrar þjóðir taka skell­inn á sig fyrir okk­ur.“

Móbergsmyndanir í Litla-Sandfelli. Móberg er fágætt á heimsvísu en algengt á Íslandi. Mynd: Úr umhverfismatsskýrslu

Ein helsta gagn­rýni umsagn­ar­að­ila á fram­kvæmd­ina er að í útreikn­ingum í mats­skýrsl­unni sé borin saman losun vegna notk­unar móbergs og sem­entsk­lin­kers, efnis sem kolaaska er þegar notuð sem stað­geng­ill fyrir í miklum mæli. Þannig sé í raun verið að tala um lofts­lags­mark­mið sem þegar hafi náðst en yrði við­hald­ið. Þá sé heldur ekki reiknað með að önnur hentug íblönd­un­ar­efni kunni að finn­ast.

„Fyrir utan kola­ösku (sem er á útleið) er fátt annað í boði sem er til í nægj­an­legu magni, hægt að vinna og afla á hag­kvæman hátt í ásætt­an­legri fjar­lægð frá mörk­uð­um, er umhverf­is­vænt og upp­fyllir allar gæða­kröf­ur, m.a. um end­ing­u,“ svarar Eden Mining. „Mó­bergið úr Litla-Sand­felli upp­fyllir öll þessi skil­yrð­i.“

Fáir eða engir á ferli

Fyrir utan námu­vinnsl­una sjálfa og efa­semdir um fram­setn­ingu lofts­lags­á­vinn­ings fram­kvæmd­ar­innar er það umferð stórra vöru­flutn­inga­bíla milli námunnar og áform­aðrar verk­smiðju Heidel­berg Mater­i­als í Þor­láks­höfn sem umsagn­ar­að­ilar beina helst sjónum sínum að.

Umhverf­is­stofnun bendir t.d. á áhrif flutn­ing­anna á loft­gæði, útblástur þeirra en einnig efn­isagnir frá sliti á bremsu­borðum og dekkj­um. Einnig myndu flutn­ing­arnir þyrla upp vegryki og stuðla þannig að auk­inni svifryks­meng­un. „Stórir bílar eru mun mik­il­virk­ari í að þyrla upp vegryki heldur en litlir bílar,“ segir stofn­un­in.

Auglýsing

Eden Mining tekur margoft fram í svörum sínum að flutn­ing­arnir til og frá námunni séu á vegum ann­ars fyr­ir­tæk­is, Heidel­berg Mater­i­als. Fyr­ir­tækið gerir þó lítið úr áhyggjum Umhverf­is­stofn­unar og segir að „fáir eða engir“ séu á ferli með­fram Þrengsla­vegi og næsta byggð sé í meira en 600 metra fjar­lægð frá veg­in­um. „Út­blástur stakra bíla og upp­þyrlun vegryks hefur því hverf­andi áhrif.“

Vilja flutn­ing­ana af Þrengsla­vegi

Sveit­ar­fé­lagið Ölf­us, sem Litla-Sand­fell er inn­an, segir að eftir að umhverf­is­mats­skýrslan var kynnt hafi komið fram hug­myndir um að flytja efnið frá námunni til Þor­láks­hafnar á sér­stökum námu­vegi og á lok­uðu færi­bandi. Þetta telur sveit­ar­fé­lagið væn­legan val­kost sem myndi minnka umhverf­is­spor og bæta umferð­ar­ör­yggi veru­lega.

Litla-Sandfell er efst á myndinni og bláa línan sýnir flutningsleiðina á vegum sem þegar eru til staðar. Mynd: Úr umhverfismatsskýrslu

Eden Mining er jarð­vinnu­verk­taki og flutn­ing­arnir yrðu ekki á þess vegum heldur Heidel­berg, ítrekar fyr­ir­tæk­ið. Hug­myndir um námu­veg og lokað færi­band hafa aftur á móti komið til umræðu af hálfu Heidel­berg. „Þar er einkum til skoð­unar hvort hægt sé að finna leiðir fyrir efn­is­flutn­inga sem færu ekki nema að litlum hluta um þjóð­vega­kerf­ið. Þá væri ekki verið að auka á núver­andi umferð­ar­magn þjóð­vega­kerf­is­ins nema að mjög litlu leyti á stuttum köflum ef áætl­anir ganga eft­ir.“

Flutn­ingur efnis að námu yrðu þannig með bílum að jaðri Þor­láks­hafnar og þaðan með færi­böndum að verk­smiðju. „Með þessu fyr­ir­komu­lagi væri unnt að tak­marka umferð í þétt­býli Þor­láks­hafn­ar.“

Þessi kostur verði skoð­aður þegar verk­smiðja Heidel­berg í Þor­láks­höfn fer í gegnum umhverf­is- og skipu­lags­ferli.

Rugl­ings­leg og ómark­viss

Heil­brigð­is­eft­ir­lit Suð­ur­lands telur umfjöllun í umhverf­is­mats­skýrsl­unni um móberg sem íauka­efni í sem­ent „rugl­ings­lega og ómark­vissa“ og vill fá á hreint hvort móberg eigi að koma í stað sem­entsk­lin­kers eða kola­ösku.

„Mó­bergið kemur í raun í stað­inn fyrir bæð­i,“ svarar Eden Mining. „Sem­entsk­lin­ker er afar meng­andi og til að minnka notkun hans er notuð kolaaska úr kola­orku­ver­um. Þegar kola­ösku nýtur ekki lengur við þarf að finna annað efni til að koma í hennar stað, ellegar nota meira af sem­entsk­lin­ker.“

Litla-Sand­fell yrði „afar lítið brot“

Heil­brigð­is­eft­ir­litið bendir enn­fremur á að ekki komi fram í umhverf­is­mats­skýrsl­unni hversu mikið af klin­ker sé fram­leitt á heims­vísu í dag né að hversu miklu leyti móberg úr Litla-Sand­felli myndi koma í stað­inn. Án slíkra upp­lýs­inga sé erfitt að átta sig á heild­ar­á­vinn­ingi fram­kvæmd­ar­inn­ar.

Þess­ari spurn­ingu svarar Eden Mining ekki beint en bendir á að heims­fram­leiðsla á sem­enti sé meira en 4 millj­arðar tonna á ári. „Efnið úr Litla-Sand­felli er því afar lítið brot af því heild­ar­magn­i.“

Auglýsing

Lítið en mik­il­vægt

En sé útgangs­punkt­ur­inn við slíkt mat að heild­ar­á­vinn­ingur sé lít­ill, af því að verk­efnið sé lítið hlut­fall af heims­fram­leiðslu, „þá hefði það að sama skapi þá þýð­ingu að lítið sem Ísland gerir í þessum málum skiptir máli vegna þess að fram­lag okkar er almennt lítið hlut­fall af heild­ar­losun mann­kyns og í alþjóða­sam­heng­i.“

Útflutn­ingur á móbergi úr Litla-Sand­felli sé braut­ryðj­enda­verk­efni sem sé mik­il­vægur liður í því að minnka kolefn­islosun sem­ents­iðn­að­ar­ins á heims­vísu og verði að skoða í því ljósi.

Aðrar þjóðir taka á sig „um­hverf­is­skell­inn“

Í umsögn Land­verndar segir að mik­il­væg­asta aðgerðin til að draga úr losun frá steypu sé að hanna og byggja með efnum sem valda sem minnstri los­un. „Margar nýjar lausnir eru við sjón­deild­ar­hring­inn þegar kemur að kolefn­is­hlut­lausum bygg­ing­um.“

Tölvuteikning sem sýnir byggingarmagn áformaðrar verksmiðju Heidelberg Matierials í Þorlákshöfn. Síló verksmiðjunnar yrðu um 40-50 metrar á hæð. Mynd: Úr kynningarbæklingi Heidelberg.

Eden Mining rifjar upp að íslensk stjórn­völd skrif­uðu nýlega undir ramma­samn­ing við Sam­band íslenskra sveit­ar­fé­laga um upp­bygg­ingu á 35.000 íbúðum næsta ára­tug­inn og allt stefni í að þær verði hefð­bundnar stein­steyptar bygg­ing­ar. „Eins og staðan er í dag er allt sem­ent sem notað er á Íslandi unnið og fram­leitt erlendis og því lít­ill hvati til að breyta til, allir virð­ast sáttir með að láta aðrar þjóðir taka á sig umhverf­is­skell­inn fyrir neyslu okk­ar,“ svara for­svars­menn fyr­ir­tæk­is­ins. „Með því að færa hluta fram­leiðslu­ferl­is­ins hingað til Íslands mun fólk sjá hluta áhrif­inna sem fylgja því að nota sem­ent og það mun von­andi leiða til fram­þró­unar í íslenskum bygg­ing­ar­iðn­að­i.“

Vinnsla jarð­efna nauð­syn­leg

„Það er óraun­hæft að öll íslensk nátt­úra verði ósnortin um aldur og ævi, svo lengi sem fram­kvæmdir og upp­bygg­ing á sér stað er vinnsla jarð­efna nauð­syn­leg, hvort sem hún er hér­lendis eða erlend­is,“ segja for­svars­menn Eden Mining og Eflu.

„Fram­leiðsla sem­ents er því miður ekki sjálf­bær, þeim mun mik­il­væg­ara er að reyna að gera hana eins kolefn­is­hlut­lausa og hægt er. Þar spilar efnið úr Litla-Sand­felli mik­il­vægt hlut­verk.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent