Tilkynnt um röskun á tíðahring yfir 800 kvenna eftir bólusetningu

Tíðahringurinn er annað hvort styttri eða lengri en vant er. Tíðum fylgir sársauki, miklar blæðingar og milliblæðingar. Þetta er meðal þess sem hundruð kvenna hafa fundið fyrir í kjölfar bólusetningar gegn COVID-19. Lyfjastofnun er að rannsaka málið.

Konur um allan heim hafa fundið fyrir röskun á tíðahring í kjölfar bólusetningar gegn COVID-19.
Konur um allan heim hafa fundið fyrir röskun á tíðahring í kjölfar bólusetningar gegn COVID-19.
Auglýsing

Þær eru allt frá því að vera tán­ingar og komnar yfir sex­tugt, kon­urnar sem fundið hafa fyrir óvenju­legum blæð­ingum eftir að þær voru bólu­settar gegn COVID-19. Sam­tals hafa til­kynn­ingar um 804 þeirra ratað til Lyfja­stofn­un­ar. Þeim hefur því fjölgað um allt að 200 frá því í byrjun mán­að­ar­ins.

Sárs­auka­fullar tíðir

Lang­flestar til­kynn­ing­arnar snúa að röskun á tíða­hring sem er með þeim hætti að tíða­hringur var í eitt skipti annað hvort styttri eða lengri en vant er en þeirrar rösk­unar hafði ekki orðið vart aft­ur, skrifar Lyfja­stofnun í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans. Ef algeng­ustu ein­kennin sem til­kynnt hafa verið eru skoðuð eru það vanda­mál tengd tíða­hring (menstrual dis­order), tíða­þraut­ir/sárs­auka­fullar tíðir vegna sam­drátta í legi (dys­men­orr­hea), miklar blæð­ingar (heavy menstrual bleed­ing), milli­blæð­ingar (intermenstrual bleed­ing) og stytt­ing tíða­hrings (polymen­orr­hoea). Einnig hafa borist til­kynn­ingar vegna blæð­inga kvenna á breyt­inga­skeiði.

Auglýsing

229 til­kynn­ingar snúa að konum á aldr­inum 16-29, 302 að 30-39 ára og 216 eru vegna kvenna á aldr­inum 40-49 ára. Þá hafa 49 til­kynn­ingar borist vegna kvenna á aldr­inum 50-59 ára og ein vegna konu á sjö­tugs­aldri.

Fjöl­margar konur um allan heim hafa upp­lifað þetta sama. Að eftir bólu­setn­ingu hafi tíðir þeirra breyst. Um 35 þús­und konur í Bret­landi hafa til­kynnt slíka rösk­un. Flestar þeirra lýsa meiri verkjum en þær eru vanar og óreglu­legri blæð­ing­um.

Tilkynningar um röskun á tíðahring tengist ekki einu bóluefni frekar en öðru. Mynd: EPA

Í byrjun ágúst til­kynnti Lyfja­stofnun um upp­haf rann­sóknar „á til­kynn­ingum vegna gruns um röskun á tíða­hring í kjöl­far bólu­setn­ingar gegn COVID-19“, í sam­starfi við land­lækni og sótt­varna­lækni. Þá hafði nokkrum sinnum verið fjallað um málið í fjöl­miðlum og konur stigið fram og m.a. lýst miklum blæð­ing­um, jafn­vel í nokkrar vik­ur, eftir að hafa fengið bólu­setn­ingu.

Sú rann­sókn stendur enn yfir en nið­ur­staðna er að vænta á næstu dög­um.

Kon­urnar ekki teknar í lækn­is­skoðun

Við rann­sókn­ina var ákveðið að rann­saka nokkur valin til­felli sem til­kynnt hafa verið Lyfja­stofn­un: Blæð­ingar eftir tíða­hvörf, alvar­legar til­kynn­ingar og langvar­andi ein­kenni, þ.e. blæð­ingar í meira en þrjár vik­ur. Meðal ann­ars er verið að skoða hvort lík­legt sé að orsaka­sam­hengi sé á milli til­fell­anna og bólu­setn­ing­ar. Það er gert með því að skoða fyr­ir­liggj­andi gögn um þá sem upp­lifðu valin ein­kenni. Hringt er í við­kom­andi og leyfis aflað til að skoða upp­lýs­ingar í sjúkra­skrám um sjúk­dóms­sögu, nýlegar fyr­ir­liggj­andi nið­ur­stöður blóðprufa þar sem það á við, sam­hliða notkun ann­arra lyfja o.s.frv. Við rann­sókn­ina var ekki talið nauð­syn­legt að kalla þá sem um ræðir til sér­stakrar lækn­is­skoð­un­ar.

Ef orsaka­sam­band er talið lík­legt milli til­fell­anna og áhrifa á tíða­hring verða sér­fræð­ing­arnir beðnir um að leggja mat á mögu­legar ástæður (e. mechan­ism). Einnig er lagt upp með að setja saman ráð­legg­ingar fyrir konur og heil­brigð­is­starfs­fólk.

Ekki enn sýnt fram á orsaka­sam­band

„Að svo stöddu hefur ekki verið sýnt fram á orsaka­sam­band milli bólu­setn­ingar og rösk­unar á tíða­hring,“ segir í svari Lyfja­stofn­unar við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um hvað erlendar rann­sóknir hafa sýnt hvað þetta varð­ar, þar sem nið­ur­staða þeirrar íslensku liggur ekki fyr­ir.

Í grein sem birt­ist í vik­unni í BMJ segir að til­kynn­ing­arn­ar, sem skipti eins og áður segi tug­þús­undum í Bret­landi, teng­ist ekki einu bólu­efni frekar en öðru. Ekk­ert bendi til að tíða­röskun hefði langvar­andi áhrif á frjó­semi og að mán­uði eftir að finna fyrir ein­kennum séu flestar kon­urnar búnar að jafna sig.

Auglýsing

Í umfjöllun The Tel­egraph um grein BMJ (Brit­ish Med­ical Journal) kemur fram að mögu­legum áhrifum bólu­setn­ingar á tíða­hring kvenna hafi lít­ill gaumur verið gef­inn fyrst í stað. Í þeim klínísku rann­sóknum sem fram fóru áður en bólu­efnin fengu mark­aðs­leyfi, þar sem marg­vís­legar auka­verk­anir voru rann­sak­aðar og skráð­ar, voru áhrif á blæð­ingar kvenna ekki rann­sökuð sér­stak­lega. Þess vegna var röskun á tíða­hring ekki skráð sem auka­verkun þegar konur fóru að til­kynna um slíkt og eru það ekki enn. „Þetta er bara til­viljun – var okkur sag­t,“ skrifar Caroline Cri­ado-Per­ez, pistla­höf­undur Tel­egraph, „að óreglu­legar blæð­ingar séu algengt vanda­mál hjá kon­um“.

Í grein BMJ segir að þrátt fyrir að trufl­anir á tíða­hring séu í flestum til­fellum ekki langvar­andi þurfi að rann­saka ræki­lega hver orsökin sé. „Tregða til bólu­setn­inga meðal ungra kvenna má að miklu leyti rekja til falskra stað­hæf­inga um að bólu­efni gegn COVID-19 geti haft áhrif á frjó­semi þeirra í fram­tíð­inni. Verði orsakir rösk­unar á tíða­hring ekki rann­sak­aðar ítar­lega mun það ýta undir frek­ari ótta.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent