1 300 manns hið minsta fórust í hörðum jarðskjálfta sem reið yfir norðurhéruð Afganistan og Pakistan í gær. Meira en 4.000 híbýli eru ónýt og erfiðlega hefur gengið að senda hjálparaðstoð vegna ótryggs ástands á þessu svæði.
2 Unnar kjörvörur á borð við skinku og pylsur geta valdið krabbameini samkvæmt skýrslu Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar.
3 Bandarískur tundurspillir silgdi nærri manngerðri eyju Kínverja í Suður-Kínahafi. Kínverjar gera tilkall til Spratly-eyjaklasans sem er gríðarlega umdeildur. Ráðamenn í Kína hafa fordæmt Bandaríkjastjórn fyrir að ógna fullveldi Kína.
4 Indónesía ætlar að taka þátt í Kyrrahafssamstarfinu sem mun verða stærsta fríverslunarsamstarf í heimi ef það verður að veruleika. Áður hafa lönd á borð við Ástralíu, Kanada, Japan, Mexíkó, Víetnam og Bandaríkin sagst ætla að taka þátt.
5 Rússar viðurkenna að hafa sent hersveitir til Sýrlands síðustu vikur til þess að styðja við bakið á stjórnvöldum í Sýrlandi og forsetanum Bashar al-Assad.
6 Svæði við Persaflóa verða að líkindum of heit fyrir mannfólk árið 2100 vegna hlýnunar loftslags. Þetta eru niðurstöður rannsóknar á áhrifum loftslagsbreytinga sem birtist í tímaritinu Nature Climate Change.
7 Barack Obama og þingflokkur Repúblikana hafa komist að samkomulagi um auknar fjárveitingar til heilbrigðistrygginga og lífeyrissjóðsins. Báðar deildir bandaríska þingsins eiga eftir að samþykkja áætlunina.
8 Helsti þrjótur Indlands, kallaður Chhota Rajan, hefur verið handsamaður eftir 20 ára flótta undan lögum og reglu. Rajan er höfuðpaur í risastórum indverskum glæpasamtökum en var í fríi á Bali í gær þegar hann var tekin fastur.
9 Varaforseti Maldíveyja hefur verið handtekin fyrir að tengsl sín við banatilræði við forsetan Abdulla Yameen í síðasta mánuði. Sprengja átti upp bát Yameen á meðan hann var um borð.
10 Bandaríska verslunarkeðjan Walmart hefur óskað eftir leyfi hjá bandarískum stjórnvöldum til að fljúga drónum í vöruafhendingar.