Tíu mikilvægustu hlutirnir í heiminum í dag

Business Insider tekur saman lista yfir mikilvægustu heimsfréttir dagsins í dag. Eftirmálar jarðskjálfta, indverskir gangsterar og viðurkenning Rússa.

Meira en 300 manns fórust í snörpum jarðskjálfta í Afganistan og Pakistan.
Meira en 300 manns fórust í snörpum jarðskjálfta í Afganistan og Pakistan.
Auglýsing

1  300 manns hið minsta fórust í hörðum jarðskjálfta sem reið yfir norðurhéruð Afganistan og Pakistan í gær. Meira en 4.000 híbýli eru ónýt og erfiðlega hefur gengið að senda hjálparaðstoð vegna ótryggs ástands á þessu svæði.

2  Unnar kjörvörur á borð við skinku og pylsur geta valdið krabbameini samkvæmt skýrslu Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar.


Auglýsing

3  Bandarískur tundurspillir silgdi nærri manngerðri eyju Kínverja í Suður-Kínahafi. Kínverjar gera tilkall til Spratly-eyjaklasans sem er gríðarlega umdeildur. Ráðamenn í Kína hafa fordæmt Bandaríkjastjórn fyrir að ógna fullveldi Kína.

4  Indónesía ætlar að taka þátt í Kyrrahafssamstarfinu sem mun verða stærsta fríverslunarsamstarf í heimi ef það verður að veruleika. Áður hafa lönd á borð við Ástralíu, Kanada, Japan, Mexíkó, Víetnam og Bandaríkin sagst ætla að taka þátt.

5  Rússar viðurkenna að hafa sent hersveitir til Sýrlands síðustu vikur til þess að styðja við bakið á stjórnvöldum í Sýrlandi og forsetanum Bashar al-Assad.

6  Svæði við Persaflóa verða að líkindum of heit fyrir mannfólk árið 2100 vegna hlýnunar loftslags. Þetta eru niðurstöður rannsóknar á áhrifum loftslagsbreytinga sem birtist í tímaritinu Nature Climate Change.

7  Barack Obama og þingflokkur Repúblikana hafa komist að samkomulagi um auknar fjárveitingar til heilbrigðistrygginga og lífeyrissjóðsins. Báðar deildir bandaríska þingsins eiga eftir að samþykkja áætlunina.

Chhota Rajan

8  Helsti þrjótur Indlands, kallaður Chhota Rajan, hefur verið handsamaður eftir 20 ára flótta undan lögum og reglu. Rajan er höfuðpaur í risastórum indverskum glæpasamtökum en var í fríi á Bali í gær þegar hann var tekin fastur.

9  Varaforseti Maldíveyja hefur verið handtekin fyrir að tengsl sín við banatilræði við forsetan Abdulla Yameen í síðasta mánuði. Sprengja átti upp bát Yameen á meðan hann var um borð.

10  Bandaríska verslunarkeðjan Walmart hefur óskað eftir leyfi hjá bandarískum stjórnvöldum til að fljúga drónum í vöruafhendingar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Til að fá að fljúga með flugfélaginu Play verða farþegar að skila inn vottorði um neikvæða niðurstöðu úr PCR-prófi eða hraðprófi.
Hafa þurft að vísa vottorðalausum farþegum frá
Flugfélagið Play hefur fengið jákvæð viðbrögð við þeirri ákvörðun að meina farþegum um flug sem ekki hafa vottorð um neikvætt COVID próf. Fyrirkomulagið verður enn í gildi hjá Play þrátt fyrir að vottorðalausum muni bjóðast sýnataka á landamærunum.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kamilla Jósefsdóttir og Alma Möller landlæknir.
Sértæk bóluefni gegn delta-afbrigði „okkar helsta von“
Frá því að fjórða bylgja faraldursins hófst hér á landi hafa sextán sjúklingar legið á Landspítala með COVID-19. Tíu eru inniliggjandi í dag, þar af tveir á gjörgæslu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kort Sóttvarnastofnunar Evrópu sem uppfært var í dag.
Ísland orðið appelsínugult á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu
Mikil fjölgun greindra smita hér á landi hefur haft það í för með sér að Ísland er ekki lengur grænt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Væru nýjustu upplýsingar um faraldurinn notaðar yrði Ísland rautt á kortinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymis almannavarna.
Smitrakningunni „sjálfhætt“ ef fjöldi smita vex gríðarlega úr þessu
Miklar annir eru nú hjá smitrakningarteymi almannavarna. Á bilinu 180-200 þúsund notendur eru með smitrakningarforrit yfirvalda í símum sínum og það gæti reynst vel ef álagið verður svo mikið að rakningarteymið hafi ekki undan. Sem gæti gerst.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Faraldur er ekki fyrirsjáanlegur
Kjarninn 29. júlí 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja.
Samherji kannar hvernig afsökunarbeiðnir leggjast í landann
Þátttakendur í viðhorfahópi Gallup fengu í vikunni sendar spurningar um Samherja. Fyrirtækið, sem baðst tvívegis afsökunar fyrr í sumar, virðist fylgjast grannt með almenningsálitinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ríkisstjórnin héldi ekki þingmeirihluta sínum ef niðurstöður kosninga yrðu í takt við nýja könnun Maskínu.
Ríkisstjórnarflokkarnir fengju einungis 30 þingmenn samkvæmt nýrri könnun Maskínu
Í nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis dalar fylgi Sjálfstæðisflokksins um tæp þrjú prósentustig. Ríkisstjórnin myndi ekki halda þingmeirihluta sínum, samkvæmt könnuninni.
Kjarninn 28. júlí 2021
Meira úr sama flokkiErlent
None