Tíu mikilvægustu hlutirnir í heiminum í dag

Business Insider tekur saman lista yfir mikilvægustu heimsfréttir dagsins í dag. Eftirmálar jarðskjálfta, indverskir gangsterar og viðurkenning Rússa.

Meira en 300 manns fórust í snörpum jarðskjálfta í Afganistan og Pakistan.
Meira en 300 manns fórust í snörpum jarðskjálfta í Afganistan og Pakistan.
Auglýsing

1  300 manns hið minsta fór­ust í hörðum jarð­skjálfta sem reið yfir norð­ur­héruð Afganistan og Pakistan í gær. Meira en 4.000 híbýli eru ónýt og erf­ið­lega hefur gengið að senda hjálp­ar­að­stoð vegna ótryggs ástands á þessu svæði.

2  Unnar kjör­vörur á borð við skinku og pylsur geta valdið krabba­meini sam­kvæmt skýrslu Alþjóða heil­brigð­is­stofn­un­ar­inn­ar.Auglýsing

3  Banda­rískur tund­ur­spillir sil­gdi nærri mann­gerðri eyju Kín­verja í Suð­ur­-Kína­hafi. Kín­verjar gera til­kall til Sprat­ly-eyja­kla­s­ans sem er gríð­ar­lega umdeild­ur. Ráða­menn í Kína hafa for­dæmt Banda­ríkja­stjórn fyrir að ógna full­veldi Kína.

4  Indónesía ætlar að taka þátt í Kyrra­hafs­sam­starf­inu sem mun verða stærsta frí­versl­un­ar­sam­starf í heimi ef það verður að veru­leika. Áður hafa lönd á borð við Ástr­al­íu, Kana­da, Jap­an, Mexíkó, Víetnam og Banda­ríkin sagst ætla að taka þátt.

5  Rússar við­ur­kenna að hafa sent her­sveitir til Sýr­lands síð­ustu vikur til þess að styðja við bakið á stjórn­völdum í Sýr­landi og for­set­anum Bashar al-Assad.

6  Svæði við Persaflóa verða að lík­indum of heit fyrir mann­fólk árið 2100 vegna hlýn­unar lofts­lags. Þetta eru nið­ur­stöður rann­sóknar á áhrifum lofts­lags­breyt­inga sem birt­ist í tíma­rit­inu Nat­ure Climate Change.

7  Barack Obama og þing­flokkur Repúblik­ana hafa kom­ist að sam­komu­lagi um auknar fjár­veit­ingar til heil­brigð­is­trygg­inga og líf­eyr­is­sjóðs­ins. Báðar deildir banda­ríska þings­ins eiga eftir að sam­þykkja áætl­un­ina.

Chhota Rajan

8  Helsti þrjótur Ind­lands, kall­aður Chhota Rajan, hefur verið hand­samaður eftir 20 ára flótta undan lögum og reglu. Rajan er höf­uð­paur í risa­stórum ind­verskum glæpa­sam­tökum en var í fríi á Bali í gær þegar hann var tekin fast­ur.

9  Vara­for­seti Maldíveyja hefur verið hand­tekin fyrir að tengsl sín við bana­til­ræði við for­setan Abdulla Yameen í síð­asta mán­uði. Sprengja átti upp bát Yameen á meðan hann var um borð.

10  Banda­ríska versl­un­ar­keðjan Wal­mart hefur óskað eftir leyfi hjá banda­rískum stjórn­völdum til að fljúga drónum í vöru­af­hend­ing­ar.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti nýja aðgerðarpakkann í dag.
Tryggingagjald lækkað og ráðist í beina styrki til fyrirtækja sem hafa orðið fyrir tekjuhruni
Ríkisstjórnin kynnti nýjan aðgerðarpakka í dag. Hann er metinn á 25 milljarða króna en sá fyrirvari settur að ekki liggi fyrir hversu vel aðgerðirnar, sem eru átta, verði nýttar.
Kjarninn 29. september 2020
Í gær voru tekin yfir 2.300 sýni.
Tveir á gjörgæslu með COVID-19 – 32 ný smit
32 ný smit af kórónuveirunni greindust í gær, mánudag, og eru 525 eru nú með COVID-19 hér á landi og í einangrun. Tveir sjúklingar eru nú á gjörgæslu.
Kjarninn 29. september 2020
Yfirmaður Økokrim hefur lýst sig vanhæfan til að fara með rannsókn á bankanum DNB. Málið verður fært til annars embættis.
Æðsti yfirmaður Økokrim segist vanhæfur til að rannsaka DNB
Nýlega ráðinn yfirmaður hjá norsku efnahagsbrotadeildinni Økokrim hefur lýst sig vanhæfan til þess að koma að rannsókn á bankanum DNB, sem fór af stað eftir umfjöllun um Samherjaskjölin í fyrra. Málið verður fært til annars embættis.
Kjarninn 29. september 2020
Verðbólgan komin upp í 3,5 prósent
Verðbólgan í september er sú hæsta sem mælst hefur á árinu og hefur nú náð svipuðum hæðum og í fyrra.
Kjarninn 29. september 2020
Fjármagnstekjur ríkustu tíundarinnar voru 100 milljarðar í fyrra
Fjármagnstekjur Íslendinga voru tæplega 142 milljarðar króna í fyrra. Skattur af þeim er umtalsvert lægri en af launatekjum. Rúmlega 70 prósent af öllum fjármagnstekjum fóru til ríkustu tíu prósents landsmanna.
Kjarninn 29. september 2020
Framboðslisti Miðflokksins í Múlaþingi. Sigurður er í aftari röð, þriðji frá vinstri, en Þröstur er í fremri röð, þriðji frá hægri..
Ósanngjarnt að „þurfa að svara fyrir fyllerísröfl Gunnars Braga Sveinssonar“
Miðflokksmenn í Múlaþingi, nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi, telja að Klausturmálið hafi spillt fyrir sér í nýafstaðinni kosningabaráttu. Oddvitinn segir vaxandi guðleysi í þjóðfélaginu leiða til aukinnar dómhörku, sem sé að verða stórvandamál.
Kjarninn 29. september 2020
Stærstu stjórnarandstöðuflokkarnir þrír mælast með meira fylgi en ríkisstjórnin
Ný könnun sýnir að Samfylking, Píratar og Viðreisn eru með meira sameiginlegt fylgi en Sjálfstæðisflokkur, Vinstri græn og Framsóknarflokkurinn. Ekki yrði hægt að mynda þriggja flokka stjórn án þess að bæði Sjálfstæðisflokkur og Samfylking sætu í henni.
Kjarninn 29. september 2020
Eftir samrunan er búist við að TM verði dótturfélag Kviku.
Samrunaviðræður Kviku og TM hafnar
Stjórnir Kviku banka og TM hafa samþykkt að hefja viðræður um sameiningu félaganna tveggja.
Kjarninn 28. september 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None