Varaformaður Vinstri grænna vill í vinstri stjórn

Umhverfis- og auðlindaráðherra telur að Vinstri græn muni ná meiri árangri í þeim málum sem flokkurinn leggur áherslu á ef hann sitji í vinstri stjórn.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, varaformaður Vinstri grænna.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, varaformaður Vinstri grænna.
Auglýsing

Guð­mundur Ingi Guð­brands­son, umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra og vara­for­maður Vinstri grænna, segir að „auð­vitað vilja vinstri menn alltaf vera í vinstri stjórn [...] Þá náum við meiri árangri í þeim málum sem við leggjum á borðið og leggjum áherslu á.“ 

Hann segir enn­fremur að stofnun hálend­is­þjóð­garðs, eitt helsta mál Vinstri grænna á kjör­tíma­bil­in­u,  hafi mætt and­stöðu innan sam­star­flokka Vinstri grænna í rík­is­stjórn, Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sókn­ar­flokks. 

Þetta er meðal þess sem fram kom í við­tali við Guð­mund á Frétta­vakt­inni á Hring­braut í gær­kvöldi

Stofnun Mið­há­lend­is­þjóð­garðs var á meðal þeirra mála sem röt­uðu inn í stjórn­ar­sátt­mála rík­is­stjórnar Katrínar Jak­obs­dótt­ur. Þar stendur orð­rétt: „stofn­aður verður þjóð­garður á mið­há­lend­inu í sam­ráði þverpóli­tískrar þing­manna­nefnd­ar, umhverf­is- og auð­linda­ráðu­neyt­is­ins, sveit­ar­fé­laga, nátt­úru­vernd­ar- og úti­vist­ar­sam­taka og ann­arra hags­muna­að­ila. Skoð­aðir verða mögu­leikar á þjóð­görðum á öðrum svæð­u­m.“

Auglýsing
Þegar málið kom fram í fyrra­haust mætti það strax mik­illi and­stöðu á meðal þing­manna sam­starfs­flokka Vinstri grænna og var á end­anum ekki afgreitt fyrir þing­lok. 

Lík­urnar á vinstri stjórn minni en þeirri sem nú situr

Miðað við núver­andi stöðu flokka í könn­unum eru lík­urnar á því að rík­is­stjórn Vinstri grænna, Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sókn­ar­flokks geti setið áfram eftir kom­andi kosn­ingar 61 pró­sent. Þetta má lesa út úr nýj­ustu kosn­inga­spá Kjarn­ans og Bald­urs Héð­ins­sonar stærð­fræð­ings. 

Lík­urnar eru fengnar með því að fram­kvæma 100 þús­und sýnd­ar­kosn­ing­ar. Í hverri sýnd­ar­kosn­ingu er vegið með­al­tal þeirra skoð­ana­kann­ana sem kosn­inga­spáin nær yfir hverju sinni lík­leg­asta nið­ur­staðan en sýnd­ar­nið­ur­staðan getur verið hærri eða lægri en þetta með­al­tal og hversu mikið byggir á sögu­legu frá­viki skoð­ana­kann­ana frá úrslitum kosn­inga.

Þá er að óbreyttu nán­ast úti­lokað að mynda þriggja flokka stjórn án aðkomu Sjálf­stæð­is­flokks. Sú sem er lík­leg­ust er stjórn Vinstri grænna, Sam­fylk­ingar og Pírata, en lík­urnar á henni eru þrjú pró­sent. 

Lík­leg­ustu fjög­urra flokka stjórn­irnar sem hægt yrði að mynda án aðkomu Sjálf­stæð­is­flokks eru ann­ars vegar rík­is­stjórn Vinstri grænna, Pírata, Sam­fylk­ingar og Fram­sókn­ar­flokks­ins, en 54 pró­sent líkur eru á því að slík stjórn, sem skil­greina mætti sem vinstri stjórn, geti náð meiri­hluta á þingi. Hins vegar eru 35 pró­sent líkur á að hægt verði að mynda rík­is­stjórn sem byggir á Reykja­vík­ur­mód­el­inu svo­kall­aða, þar sem Sam­fylk­ing, Vinstri græn, Píratar og Við­reisn starfa saman í meiri­hluta.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigrún Huld Þorgrímsdóttir
Það er líf eftir greiningu
Kjarninn 28. júní 2022
Nicola Sturgeon fyrsti ráðherra Skotlands.
Stefnir á atkvæðagreiðslu um sjálfstætt Skotland í október 2023
Nicola Sturgeon leiðtogi Skoska þjóðarflokksins stefnir á að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands á ný næsta haust – með eða án leyfis bresku ríkisstjórnarinnar.
Kjarninn 28. júní 2022
Guðmundur Andri Thorsson
Ráfað um í Keflavíkurgöngu
Kjarninn 28. júní 2022
Samkvæmt tilkynningu frá Borgarlínu er gert ráð fyrir því að vagnar Borgarlínunnar byrji að ganga á milli Hamraborgar og Háskóla Íslands árið 2025, þrátt fyrir að framkvæmdum á þeim kafla verði ekki að fullu lokið þá.
Tímalínu framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu seinkað
Endurskoðuð tímaáætlun framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu gerir ráð fyrir því að framkvæmdalok verði á árunum 2026 og 2027, en ekki 2024 eða 2025 eins og lagt var upp með. Samstilling við aðrar framkvæmdir, eins og Sæbrautarstokk, spila inn í.
Kjarninn 28. júní 2022
Það að vera kvenkyns lögmaður eykur líkur á að mál falli umbjóðandanum í vil samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kvenkyns lögmenn líklegri til að vinna mál í héraði
Kvenkyns málflytjendur skila betri árangri fyrir dómstólum og eldri dómarar eru líklegri til að dæma varnaraðila í vil en þeir sem yngri eru, samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kjarninn 28. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Þungunarrof, samkynhneigð og kynusli
Kjarninn 28. júní 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ætlar ekki að láta Seðlabankann afhenda sér gögn um ráðstöfun opinberra hagsmuna
Seðlabanki Íslands hefur ekki viljað leggja mat á hagsmuni almennings af birtingu upplýsinga um þá sem fengu að nýta sér fjárfestingaleið hans né af því að stöðugleikasamnirnir við kröfuhafa verði gerðir opinberir.
Kjarninn 28. júní 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún íhugar formannsframboð
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist „íhuga alvarlega“ að bjóða sig fram til formanns á landsfundi flokksins í október. Logi Einarsson tilkynnti um miðjan júní að hann muni ekki bjóða sig fram að nýju.
Kjarninn 28. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent