Verð á eggum hefur hækkað hratt að undanförnu í verslunum í Bandaríkjunum. Hefðbundinn eggjabakki hækkaði um 14,5 prósent í síðasta mánuði og kostar nú að meðaltali 2,94 Bandaríkjadali, að því er fram kemur á vef Quartz. Sé verðið leiðrétt fyrir verðbólgu, þá hefur verðið á eggjum ekki verið svona hátt síðan í febrúar 1984. Það þýðir að stór hluti Bandaríkjanna, eða um 42 prósent landsmanna, hefur ekki séð dýrari egg í búðum.
Ástæðuna fyrir hækkuninni má meðal annars rekja til þess að framboð á eggjum hefur stórkostlega dregist saman þar sem yfirvöld eru að reyna að ná tökum á útbreiðslu fuglaflensu hjá eggjaframleiðendum, sem hefur leikið mörg eggjabú grátt. Fimmtíu milljónir eggja voru innkölluð úr sölu í júlí, sökum þessa, og hefur það ekki gerst í meira en áratug, að innkalla hafi þurft svo mikið af eggjum.
Á sama tíma og eftirspurn eftir eggjum er stöðug í verslunum, og framboð hefur dregist skyndilega dregist saman, þá hefur afleiðing birst í hærra verði til neytenda, að sögn Quartz.