Verðbólgudraugurinn er laus í Brasilíu samkvæmt nýjum hagtölum þar í landi. Verðbólga mælist nú 9,66 prósent sem er það mesta í tólf ár. Verðbólgumarkmið seðlabankans í Brasilíu er 4,5 prósent og hefur bankinn brugðið á það ráð að hækka stýrivexti í 14,25 prósent, samkvæmt umfjöllun breska ríkisútvarpsins BBC.
Brasilía glímir nú við mikinn vanda þar sem minnkandi eftirspurn er eftir hrávörum sem framleiddar eru í landinu, og þá hefur mikil lækkun á olíu komið illa við landið enda er það olíuútflytjandi. Verðið á olíufatinu hefur lækkað úr 110 Bandaríkjadölum niður fyrir 50, á átta mánuðum.
Auglýsing