Vilja ráðningarstopp og mögulega rukka nágrannasveitarfélög fyrir félagsþjónustu

Miðflokkurinn í Reykjavík vill hraða uppbyggingu í Úlfarsárdal, Gufunesi, Geldinganesi, Keldnalandi, Kjalarnesi og víðar, fjölga mislægum gatnamótum, fækka gönguljósum og endurskoða allan rekstur borgarinnar út frá umhverfismálum.

Ómar Már Jónsson stendur í stafni fyrir lista Miðflokksins í Reykjavík.
Ómar Már Jónsson stendur í stafni fyrir lista Miðflokksins í Reykjavík.
Auglýsing

Mið­flokk­ur­inn í Reykja­vík setti á dög­unum fram áherslur flokks­ins á kosn­inga­vef sínum í Reykja­vík. Flokk­ur­inn hefur átt einn borg­ar­full­trúa á yfir­stand­andi kjör­tíma­bili, en mætir nú til leiks með nýjan odd­vita, Ómar Má Jóns­son, sem er fyrr­ver­andi sveit­ar­stjóri á Súða­vík.

Rúm 6 pró­sent atkvæða í síð­ustu borg­ar­stjórn­ar­kosn­ingnum féllu Mið­flokknum í skaut, en sam­kvæmt nýj­ustu kosn­inga­spá Kjarn­ans og Bald­urs Héð­ins­sonar mælist flokk­ur­inn nú með 1,8 pró­senta fylgi, sem myndi ekki duga til að fá mann kjör­inn.

Mál­efna­skrá flokks­ins í borg­inni er sett fram undir slag­orð­inu „Meiri borg fyrir alla“ sem einnig hefur verið útfært sem „X-­Meiri borg“ í aug­lýs­ing­um. Það er ekki úr lausu lofti grip­ið, enda vill Mið­flokk­ur­inn að flat­ar­mál borg­ar­innar stækki og segir Reykja­vík ekki skorta land­rými.

Flokk­ur­inn ætli því í hús­næð­is­málum að leggja áherslu á það byggja á óbyggðu landi og „draga úr „þétt­ingu byggð­ar“ áhersl­u­m“. Flokk­ur­inn horfir á það að „hraða upp­bygg­ingu í Úlf­arsár­dal, Gufu­nesi, Geld­inga­nesi, Keldna­landi, Kjal­ar­nesi og víð­ar“ og vill fjöl­breyttar húsa­teg­und­ir, „þ.m.t. úthlutun á ein­býl­is­húsa­lóðum sem skortur er á“.

Mið­flokk­ur­inn seg­ist borg­ina ekki hafa sinnt sumum hverfum borg­ar­innar sem skyldi. „Við ætlum að tryggja jafnan til­veru­rétt og upp­bygg­ingu allra hverfa þannig að hvert og eitt þeirra geti blómstrað,“ segir í mál­efna­skrá flokks­ins.

Ráðn­ing­ar­stopp og áætlun um lækkun skulda

Mið­flokk­ur­inn seg­ist ætla sér að stöðva skulda­söfnun og ein­falda rekstur borg­ar­innar og setja „að­hald í rekstri í for­gang“. Í því skyni ætlar flokk­ur­inn meðal ann­ars að beita sér fyrir því að „ráðn­ing­ar­stopp“ taki gildi hjá borg­inni sem eigi að leiða af sér nátt­úru­lega fækkun starfs­manna.

„Fara þarf í heild­ar­end­ur­skoðun á starfs­manna­stefnu borg­ar­innar með það að mark­miði að lækka launa­kostnað m.a. með fækkun starfs­manna í stjórn­sýsl­unni en án þess þó að skerða lög­bundna þjón­ustu borg­ar­inn­ar,“ segir í mál­efna­skrá Mið­flokks­ins.

Flokk­ur­inn vill selja fyr­ir­tæki í sam­keppn­is­rekstri eins og mal­bik­un­ar­stöð­ina Höfða og ætlar sér að gera aðgerða­á­ætlun sem miði að því að ná heild­ar­skuld­bind­ingum sam­stæðu borg­ar­innar niður fyrir 150 pró­sent fyrir lok kom­andi kjör­tíma­bils.

Nær­liggj­andi sveit­ar­fé­lög greiði borg­inni fyrir félags­þjón­ustu

Í mál­efna­skrá Mið­flokks­ins segir að höf­uð­borgin sé „að standa sig betur en mörg nágranna­sveit­ar­fé­lög­in“ þegar komi að úrræðum fyrir þau sem standa höllum fæti og m.a. er vísað til þess að það megi sjá í sam­an­burði á fjölda félags­legra íbúða á milli sveit­ar­fé­laga, sem Kjarn­inn réð­ist í á liðnu hausti.

Mið­flokk­ur­inn segir að ef nær­liggj­andi sveit­ar­fé­lög séu ekki að sinna sína lög­bundna þjón­ustu­hlut­verki handa þeim sem þurfi á félags­legu hús­næði að halda eða annarri félags­legri þjón­ustu þurfi að „jafna þá stöðu meðal sveit­ar­fé­laga þannig að nær­liggj­andi sveit­ar­fé­lög greiði þá borg­inni fyrir að taka þungan af þeim mála­flokki.“ Bendir Mið­flokk­ur­inn á for­dæmi frá Dan­mörku í þessum efn­um.

Hafna „þungri“ Borg­ar­línu og vilja fleiri mis­læg gatna­mót

Í sam­göngu­málum má lesa í mál­efna­skrá Mið­flokks­ins að hann hafni „þungri Borg­ar­línu, en flokk­ur­inn segir að leiðin til að „breyta umferð­ar­hátt­um“ sé „ekki fólgin í meiri háttar skipu­lags­breyt­ingum sem tekur a.m.k. 15 ár að fram­kvæma.“

Þess í stað seg­ist flokk­ur­inn vilja mun betri ljósa­stýr­ing­ar, setja göngu­brýr yfir stofnæðar eða und­ir­göng undir þær og fækka þannig ljósa­bún­aði fyrir gang­andi veg­far­end­ur. Auk þess vill flokk­ur­inn „koma fyrir mis­lægum gatna­mótum á umferða­mestu gatna­mót­un­unum og tryggja þannig óhindrað flæði umferðar án tafa“.

Auglýsing

„Tryggjum áfram­hald­andi opnun Lauga­vegs, Skóla­vörðu­stígar og Banka­strætis í sam­vinnu við atvinnu­líf þess svæð­is,“ segir einnig í mál­efna­skrá Mið­flokks­ins og er þar vænt­an­lega átt við „opn­un“ gatn­anna fyrir bíla­um­ferð. Flokk­ur­inn seg­ist svo ætla að „standa vörð um flug­völl­inn í Vatns­mýri“.

Reykja­vík nái lofts­lags­mark­miðum

Mið­flokk­ur­inn segir miklar sam­fé­lags­breyt­ingar vera að eiga sér stað í umhverf­is­málum og að það hafi „aldrei verið eins mik­il­vægt fyrir stjórn­völd, sveit­ar­fé­lög, íbúa og fyr­ir­tæki að taka þátt í þeirri þróun sem er að eiga sér stað.“

Í mál­efna­skrá flokks­ins er rakið að rík­is­stjórnin hafi skuld­bundið sig til að draga úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda, ná mark­miðum Par­ís­ar­samn­ings­ins og ein­sett sér að Ísland verði kolefn­is­hlut­laust árið 2040.

„Reykja­vík­ur­borg á að sýna fyr­ir­hyggju og vera í far­ar­broddi til að ná þeim mark­miðum sem henni ber í umhverf­is­málum og einnig í átt að sjálf­bærni, hvort sem það er fjár­hags­leg- eða umhverfis sjálf­bærn­i,“ segir í mál­efna­skrá flokks­ins.

Þar segir einnig að það þurfi að „end­ur­skoða allan rekstur borg­ar­innar með umhverf­is­mál að leið­ar­ljósi“ og „leggja mun meiri áherslu á umhverf­is­vænni húsa­bygg­ingar þar sem mark­miðið á að vera að kolefn­is­spor hverrar hús­ein­ingar sé sem minnst í sam­an­burði við það besta sem þekk­ist.“

Einnig segir flokk­ur­inn að til að ná mark­miðum stjórn­valda í lofts­lags­málum þurfi að stór­efla skóg­rækt í borg­ar­land­inu og að það sé for­gangs­mál að hraða orku­skiptum í sam­göngum með áherslu á bíla­flota borg­ar­innar og raf­væð­ingu hafna.

​​Mið­flokk­ur­inn seg­ist einnig ætla að „beita sér fyrir því að standa vörð um græn og opin svæði borg­ar­innar og fjölga göngu­stígum og brautum fyrir hjól­reiða­fólk“.

Kjarn­inn mun halda áfram að segja frá stefnu­málum fram­boða sem bjóða fram til borg­ar­stjórnar í Reykja­vík næstu daga.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent