Vill fá að vita af hverju upplýsingar um fjárfestingar útgerðarfélaga voru felldar út

Í lok ágúst var birt skýrsla sem átti að sýna krosseignatengsl eða ítök útgerðarfélaga í einstökum fyrirtækjum, en að mati þess þingmanns sem bað um hana gerði hún hvorugt. Síðar kom í ljós að mikilvægar upplýsingar voru felldar út fyrir birtingu.

Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, bað um skýrsluna á sínum tíma.
Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, bað um skýrsluna á sínum tíma.
Auglýsing

Hanna Katrín Frið­riks­dótt­ir, þing­maður Við­reisn­ar, hefur farið fram á svör um hvað hafi legið að baki þeirri ákvörðun að fella út upp­lýs­ingar um fjár­fest­ingar hvers útgerð­ar­fé­lags og tengdra félaga, sem finna mátti í skýrslu­drögum sem rík­is­skatt­stjóri sendi atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyt­inu í júlí sl., úr skýrslu um eign­ar­hald 20 stærstu útgerð­ar­fé­laga lands­ins í íslensku atvinnu­lífi áður en hún var lögð fyrir Alþingi?

Þetta kemur fram í fyr­ir­spurn sem hún hefur lagt fram á Alþingi og beint til Svan­dísar Svav­ars­dótt­ur, nýs sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra. Skýrslan var ekki unnin á meðan Svan­dís stýrði ráðu­neyt­inu heldur í tíð fyr­ir­renn­ara henn­ar, Krist­jáns Þórs Júl­í­us­son­ar.

Hanna Katrín fer einnig fram á að fá að vita á grund­velli hvaða ráð­gjafar Krist­ján Þór hafi talið sér óheim­ilt að birta hluta upp­lýs­ing­anna og spyr hvort Svan­dís sé sam­mála því mati. Að end­ingu vill Hanna Katrín fá skýr­ingu á því hvað hafi orsakað hinar miklu tafir sem urðu á birt­ingu skýrsl­unn­ar.

Svar­aði ekki því sem hún átti að svara

Kjarn­inn fjall­aði ítar­­lega um skýrsl­una þegar hún var loks birt 25. ágúst síð­­ast­lið­inn, átta mán­uðum eftir að beiðni um gerð hennar var sam­­þykkt. Skýrslan sýndi hvorki kross­­eign­­ar­­tengsl eða ítök útgerð­­ar­­fé­lag­anna í ein­­stökum fyr­ir­tækj­u­m. 

Auglýsing
Nið­ur­staða skýrsl­unnar er að 20 stærstu útgerðir lands­ins hafi, beint eða í gegnum tengd eign­­ar­halds­­­fé­lög og dótt­­ur­­fé­lög, átt bók­­færða eign­­ar­hluti í öðrum félögum en útgerð­­ar­­fé­lögum upp á 176,7 millj­­arða króna í árs­­lok 2019. Sú eign var bók­­færð á 137,9 millj­­arða króna árið 2016. 

Ekki var til­­­greint með neinum hætti um hvaða eignir er að ræða. 

Hanna Katrín, sem bað um skýrsl­una, sagði í sam­tali við Kjarn­ann eftir að hún var birt að skýrslan væri ekki það sem beðið hefði verið um. ​​Hún sagð­ist ekki vita hvort hún hefði átt að hlægja eða gráta þegar hún las skýrsl­una. „Ég hall­­ast frekar að því að hlægja. Það er eitt­hvað fyndið við að þetta skuli verða nið­­ur­­stað­­an. Að stjórn­­völd skuli hafa ákveðið að fara þessa leið til að forð­­ast að umbeðnar upp­­lýs­ingar kæmust fyrir augu almenn­ings fyrir kosn­­ing­­ar.“

Per­sónu­vernd gerði alvar­legar athuga­semdir

Í kjöl­far birt­ingu skýrsl­unnar sendi Per­­són­u­vernd bréf til ráðu­neyt­is­ins þar sem stofn­unin gerði alvar­­legar athuga­­semdir við svar við spurn­ingu sem finna má í skýrsl­unni þar sem því var haldið fram að per­­són­u­vernd­­ar­lög höml­uðu því að Skatt­­ur­inn, sem vann skýrsl­una, gæti birt upp­­lýs­ingar um raun­veru­­lega eig­endur félaga. Var þar meðal ann­­ars vísað í úrskurð Per­­són­u­verndar frá 15. júní síð­­ast­liðnum þar sem stofn­unin komst að þeirri nið­­ur­­stöðu að víð­tæk birt­ing heild­­ar­hlut­haf­a­lista margra stærstu fyr­ir­tækja lands­ins á vef Skatts­ins væri ekki heimil lögum sam­­kvæmt. 

Vegna þess­­arar túlk­unar skýrslu­höf­unda var ekk­ert yfir­­lit að finna yfir þau fyr­ir­tæki sem útgerð­­ar­­menn og aðilar tengdir þeim hafa keypt í óskyldum geir­­um. 

Kristján Þór Júlíusson brást ókvæða við bréfi Persónuverndar. Mynd: Bára Huld Beck

Í bréfi Per­­són­u­verndar sagði að í skýrsl­unni væru ýmsar rang­­færslur sem Per­­són­u­vernd taldi ástæðu til að leið­rétta. Þar kom meðal ann­­ars fram að úrskurð­­ur­inn frá því í júní hafi ein­ungis náð til upp­­lýs­inga um hluta­fjár­­­eign ein­stak­l­inga, ekki fyr­ir­tækja eða ann­­arra lög­­að­ila sem njóti ekki sömu vernd­­ar. Varð­andi til­­vísun Skatts­ins um að ekki væri heim­ilt að birta upp­­lýs­ingar um raun­veru­­lega eig­endur sagði Per­­són­u­vernd að hún sé ein­fald­­lega röng.

Krist­ján Þór brást ókvæða við bréf­inu og í stöðu­upp­færslu sem hann birti á Face­book sagði hann það vera ófag­­legt af Per­­són­u­vernd að saka ráðu­­neytið sem hann stýrði um að leyna upp­­lýs­ingum eða nota Per­­són­u­vernd sem skálka­­skjól. Hann vís­aði þeim ásök­unum á bug sem „hreinum róg­­burð­i“. „Ég hef óskað eftir að ráðu­­neytið boði full­­trúa Skatts­ins og Per­­són­u­verndar til fundar til að fara nánar yfir þessi atriði og ákveða næstu skref. Þau verða tekin af fag­­mennsku og virð­ingu fyrir þeim reglum sem um efnið gilda. Hér eftir sem hingað til.“

List­arnir felldir út

Dag­inn fyrir síð­ustu þing­kosn­ing­ar, 24. sept­em­ber, birti Kveikur svo frek­ari umfjöllun um skýrslu­vinn­una.

Þar kom fram að Kveikur hefði óskað eftir öllum gögnum sem tengd­ust skýrslu­skrif­unum bæði frá ráðu­neyt­inu og rík­is­skatt­stjóra. Gögnin hefðu borist frá rík­is­skatt­stjóra þennan dag en ráðu­neytið sagð­ist ekki geta svarað fyr­ir­spurn­inni fyrr en eftir helgi, þegar kosn­ing­arnar væru afstaðn­ar. 

Í svörum rík­is­skatt­stjóra kom fram að listar yfir fjár­fest­ingar útgerð­ar­fé­laga og tengdra félaga í íslensku atvinnu­lífi voru í drögum að skýrslu Krist­jáns Þórs sem stofn­unin hafði sent ráðu­neyt­inu í júlí síð­ast­liðn­um. List­arnir voru hins vegar hvorki í seinni drögum og ekki í end­an­legri skýrslu sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra til Alþing­is.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent