Olíuverð gæti haldist lágt í mörg ár til viðbótar, að því er segir í umfjöllun Wall Street Journal. Er þar einkum horft til þess að nýjar hagtölur úr heimsbúskapnum, ekki síst frá Kína, sýna minnkandi eftirspurn og efnahagslegan slaka sem þrýsti ekki á um að verðið hækki.
Á undanförnum dögum hefur verið lítillega hækkað, eða úr rúmlega 50 Bandaríkjadölum fatið í um 55 dali, en það er samt órafjarri þeim hæðum sem það var í fyrir um 10 mánuðum en þá kostaði fatið um 110 Bandaríkjadali.
Í umfjölluninni segir enn fremur að sérhæfðir fjárfestar horfi til þess að verðið þurfi að hækka, í að minnta kosti 63 dali á fatið, svo það borgi sig að auka framleiðslu á nýjan leik. Framtíðarsýn fjárfesta, eins og hún birtist í viðskiptum á markaði í augnablikinu, geri ráð fyrir að verðið muni ekki ná því marki á næstu tólf mánuðum.
Top 6 reasons oil prices are headed lower #oil #price http://t.co/Nmd4j5A8kc
— The Oil Price (@theoilprice) May 7, 2015