Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Búum við í fjölheimi?

bicep2_sjonauki.1.jpg
Auglýsing

Fyrir um 100 árum bylti Albert Ein­stein heims­mynd okk­ar. Þá setti hann fram nýja kenn­ingu um þyngd­ar­kraft­inn sem hann kall­aði almennu afstæð­is­kenn­ing­una, kenn­ingu sem lýsti eðli rúms og tíma. Kenn­ingin útskýrði ekki aðeins hegðun þyngd­ar­krafts­ins, heldur líka hvernig alheim­ur­inn gæti þró­ast. Til­raunir og mæl­ingar stað­festu fljótt spár afstæð­is­­kenn­ing­ar­innar og fóru menn þá að velta fyrir sér hvað hún segði um alheim­inn.

Árið 1927 gerði Geor­ges Lemaître, belgískur prestur og eðl­is­fræð­ing­ur, útreikn­inga sem sýndu að alheim­ur­inn gat ekki verið stöð­ug­ur, eins og við­tekna heims­myndin gerði ráð fyr­ir. Kenn­ing Ein­steins sýndi að alheim­ur­inn, eða rúmið – geim­ur­inn sjálfur – væri ann­að­hvort að þenj­ast út eða drag­ast sam­an, þ.e.a.s. alheim­ur­inn hlyti að vera að stækka eða minnka. Lemaître setti fram þá til­gátu að alheim­ur­inn ætti sér upp­haf í ein­hvers konar „frum­atómi“.

Ein­stein leist illa á þessa hug­mynd Lemaître. Hann sagði að þótt útreikn­ing­arnir væru réttir væri eðl­is­fræðin and­styggi­leg. Ein­stein taldi enda, eins og flestir aðrir á þeim tíma, að alheim­ur­inn væri stöð­ugur og óbreyt­an­leg­ur. Svo viss var hann í sinni sök að hann bætti fasta við jöfnur sínar til þess að þær lýstu örugg­lega stöð­ugum alheimi. Síðar lýsti Ein­stein fast­anum sem sínu mesta axar­skafti.

Auglýsing

Tveimur árum eftir að Lemaître vakti athygli Ein­steins og ann­arra á hug­mynd sinni um alheim í útþenslu gerði Edwin Hubble eina mestu upp­götvun vís­inda­sög­unn­ar. Mæl­ingar hans sýndu að vetr­ar­brautir voru að fjar­læg­ast hver aðra. Því fjar­læg­ari sem þær voru, þeim mun hraðar fjar­lægð­ust þær okk­ur. Alheim­ur­inn var svo sann­ar­lega að þenj­ast út!

Ef alheim­ur­inn var að þenj­ast út hlaut hann að hafa verið minni, þétt­ari og heit­ari í for­tíð­inni, eins og Lemaître hafði bent á. Alheim­ur­inn hlaut að hafa sprottið úr örsmáum punkti sem byrj­aði að þenj­ast út í því sem við köllum nú Mikla­hvell.

End­ur­ómur Mikla­hvells



Sam­kvæmt Mikla­hvells­kenn­ing­unni átti alheim­ur­inn sér heitt upp­haf. Í árdaga var alheim­ur­inn upp­fullur af heitri geislun sem kóln­aði veru­lega með tím­anum sam­hliða útþensl­unni. Útreikn­ingar sýndu að hit­inn frá Mikla­hvelli ætti enn að vera mæl­an­legur og bær­ist til okkar úr öllum áttum sem daufur örbylgju­bjarmi – svo­kall­aður örbylgjuklið­ur.

Árið 1964 fannst örbylgjuklið­ur­inn fyrir slysni og hlutu vís­inda­menn­irnir tveir, Arno Penzias og Robert Wil­son, Nóbels­verð­laun fyr­ir. Upp­götv­unin stað­festi að alheim­ur­inn átti sér heitt upp­haf og renndi enn styrk­ari stoðum undir Mikla­hvells­kenn­ing­una.

Mæl­ingar á örbylgjukliðnum sýndu að hann var ótrú­lega eins­leitur og sam­felld­ur, þ.e.a.s. nokkurn veg­inn eins, sama hvert við lít­um, eins og mynd 1 sýn­ir. Hvers vegna?

Óða­þensla til bjargar



Árið 1980 birti banda­ríski eðl­is­fræð­ing­ur­inn Alan Guth (og sam­tíma­menn hans) útreikn­inga sem sýndu að sam­kvæmt jöfnum Ein­steins getur þyngd­ar­kraft­ur­inn ekki aðeins dregið hluti sam­an, heldur líka verkað eins og frá­hrindi­kraft­ur.

cmb_1965 (1)

Guth setti fram bylt­ing­ar­kennda hug­mynd. Í frum­bernsku alheims­ins, aðeins 10-36 sek­úndum eftir upp­haf­ið, þand­ist alheim­ur­inn út 1026-falt á sek­úndu­broti. Þessi snögga útþensla hafði þau áhrif að allar orku- og efn­isó­jöfnur í alheim­inum slétt­ust út. Þannig gátu Guth og fleiri útskýrt hvers vegna alheim­ur­inn virð­ist eins­leitur í allar átt­ir.

En hvernig er hægt að stað­festa kenn­ingu um atburð sem stóð yfir í innan við sek­úndu­brot fyrir 13,8 millj­örðum ára?

Skammtaflökt



Í upp­hafi, á fyrstu sek­úndu­brot­unum þegar alheim­ur­inn var örsmár, réði skammta­fræðin ríkj­um. Orka og agnir flöktu; agnir urðu til úr orku og hurfu jafn­harð­an. Þetta skammtaflökt mynd­aði gárur í tóma­rúm­inu þannig að hita­stig varð mis­mikið milli mis­mun­andi staða í al­heim­in­um. Útreikn­ingar sýndu að hita­stigs­mun­ur­inn var reyndar mjög lít­ill, aðeins hund­rað þús­und­asti hluti úr gráðu, en hefði til­tekið mynstur yfir allan him­inn­inn.

Í lok 20. aldar og í byrjun þess­arar mældu stjörnu­fræð­ingar hita­stig örbylgjukliðs­ins með mik­illi nákvæmni sem sýndi þennan mun (sjá mynd 2). Mæl­ingar sýndu að örbylgjuklið­ur­inn er ekki full­kom­lega sam­felldur heldur gár­að­ur. Sem betur fer, því ef ekki væri fyrir þennan hita­stigs­mun milli svæða í alheim­inum hefðu stjörnur og vetr­ar­brautir (og þar af leið­andi við) aldrei orðið til!

Sam­kvæmt óða­þenslu­kenn­ing­unni þand­ist alheim­ur­inn svo hratt út (hraðar en ljósið) á fyrstu sek­úndu­brotum Mikla­hvells að skammtaflöktið mynd­aði þyngd­ar­bylgjur sem gengu um tíma­rúmið eins og gárur á vatni. Kenn­ingin spáir fyrir um að þyngd­ar­bylgj­urnar hefðu skilið eftir sig ákveðin mynstur í örbylgjukliðnum sem væru fingraför óða­þenslu. Ef slík mynstur er að finna í örbylgjukliðnum myndi það renna stoðum undir óða­þenslu­kenn­ing­una.

ilc_9yr_moll1024 (1)

Mæl­ingar frá Suð­ur­skauts­land­inu



Við fyrstu sýn kann Suð­ur­skauts­landið að virð­ast sér­kenni­legur staður fyrir stjörnu­at­hugun­ir. Suð­ur­skautið er kald­asti og þurr­asti staður ver­aldar og er því ein­stak­lega heppi­legt fyrir rann­sóknir á örbylgju­geislun sem vatns­gufa í loft­hjúpnum gleypir ann­ars.

Í þrjú ár starði lít­ill sjón­auki, BICEP2, á him­in­inn yfir Suð­ur­pólnum í leit að fingraförum óða­þensl­unnar í örbylgjukliðn­um. Í mars síð­ast­liðnum til­kynntu stjörnu­fræð­ingar við verk­efnið að þeir hefðu nú fundið þessi fingraför, sem stað­festu þar með óða­þenslu­kenn­ing­una!

Þetta er stór­kost­leg upp­götv­un, ein mesta og mik­il­væg­asta upp­gövun vís­inda­sög­unn­ar. Fyrir hana verða eflaust veitt Nóbels­verð­laun. Verði hún stað­fest.

Vís­inda­menn eru nefni­lega venju­lega fullir efa­semda þegar um bylt­ing­ar­kenndar upp­götv­anir er að ræða. Þeir vilja fá að skoða gögnin og krefj­ast þess að frek­ari mæl­ingar verði gerð­ar.

b_over_b_rect_BICEP2 (1)

Hvað var mælt?



Und­an­farnar vikur hafa nið­ur­stöð­urnar því verið skegg­ræddar og ekki eru allir sann­færð­ir. Eng­inn efast um að BICEP2 hafi mælt eitt­hvað en menn greinir á um hvað.

Lík­lega mun taka nokkur ár að sann­reyna nið­ur­stöð­urn­ar. Nokkrir aðrir sjón­aukar, þar á meðal Planck-­geim­sjón­auki Geim­stofn­unar Evr­ópu (ES­A), geta mælt þessi fingraför óða­þensl­unnar í örbylgjukliðnum og má búast við nið­ur­stöðum frá honum síðar á þessu ári.

Hvað þýða nið­ur­stöð­urn­ar?



Hvers vegna þykja þessar nið­ur­stöður svona merki­leg­ar? Í fyrsta lagi renna mæl­ing­arnar stoðum undir óða­þenslu­­kenn­ing­una. Við vitum ekki aðeins að alheim­ur­inn er að þenj­ast út, heldur höfum við nú fengið upp­lýs­ingar um hvað það var sem hratt útþensl­unni af stað og gerði efni kleift að kast­ast í kekki og mynda vetr­ar­braut­ir, stjörnur og að lokum okk­ur.

Í öðru lagi benda mæl­ing­arnar til að þyngd­ar­­kraft­ur­inn sé skammt­að­ur. Menn hafa lengi reynt að sam­ræma skammta­­kenn­ing­una og afstæð­is­kenn­ing­una í eina kenn­ingu og upp­götv­unin bendir til að þær til­raunir séu ekki með öllu til­gangs­laus­ar.

Þriðja atriðið er þó kannski einna merki­leg­ast. Eitt af því sem óða­þenslu­kenn­ingin spáir fyrir um er að óða­þenslu­sviðið sé svo öfl­ugt að það end­ur­taki sig í sífellu. Þegar einni óða­þenslu lýkur hefst önnur ann­ars staðar sem býr til annan Mikla­hvell og annan alheim. Þetta ferli end­ur­tekur sig í sífellu. Það þýðir að alheim­ur­inn okkar er aðeins einn af ótal mörgum alheimum sem mynda einn gríð­ar­­­mik­inn fjöl­heim!

Grein Sæv­ars Helga birt­ist fyrst í nýjasta Kjarn­an­um. Lestu hann hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjarnafæði
None