TM Software er rótgróið fyrirtæki sem hefur vaxið gríðarlega hratt á síðustu árum. Vendipunkturinn í rekstri fyrirtækisins til góðs var hrun íslenska fjármálakerfisins, hvorki meira né minna. Þá stóðu starfsmenn frammi fyrir miklum erfiðleikum en ákváðu að treysta á eigið ágæti og fara að þróa og selja eigin hugbúnað. Þetta hefur skilað miklum árangri og er félagið nú í örum vexti á alþjóðamörkuðum, ekki síst vegna frumkvöðlastarf starfsmanna fyrirtækisins þegar kemur að þróun nýrra vörutegunda.
Ágúst Einarsson, framkvæmdastjóri TM Software, segir fyrirtækið hafa lært að „fókus, fókus og aftur fókus“ væri gríðarlega mikilvægur þegar kæmi að því að marka sérstöðu og nýta glufur á ógnarstórum alþjóðlegum markaði. Kjarninn heimsótti höfuðstöðvar fyrirtækisins og forvitnaðist um starfsemina.
Kjarninn, Keldan og Arion banki hafa tekið höndum saman um að fjalla um frumkvöðlastarf og nýsköpun af ýmsu tagi í tengslum við Startup Reykjavík viðskiptahraðalinn sem nú fer fram í þriðja sinn.
[video width="640" height="360" mp4="http://kjarninn.s3.amazonaws.com/old/2014/04/TM_Software.mp4"][/video]