Fyrirtækið BoonMusic þróar nú nýjan samfélagsmiðil á netinu, í tengslum við Startup Reykjavík viðskiptahraðalinn, gagngert fyrir tónlistaráhugafólk. Markmið samfélagsmiðilsins er að gefa tónlistarfólki tækifæri til að vinna í sameiningu að listsköpun sinni óháð staðsetningu.
Kjarninn ræddi viðskiptahugmyndina við Karl Bragason, einn stofnanda BoonMusic, en hann segir fyrirtækið stefna hátt svo ekki verði fastar að orði kveðið.