Fyrirtækið SuitMe er eitt þeirra tíu verkefna sem nú þróa viðskiptahugmyndir sínar í tengslum við Startup Reykjavík. SuitMe vinnur að nýstárlegri hugmynd sem er til þess fallin að tengja betur saman verslanir og viðskiptavini og einfalda fatakaup á netinu, og fyrirtækið hefur í hyggju að hleypa af stokkunum mátunarklefa sem viðskiptavinir geta notað í tölvunni sinni.
Kjarninn ræðir við Emil Harðarson, framkvæmdastjóra SuitMe, í nýjasta sjónvarpsinnslaginu um Startup Reykjavík verkefnin.