Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Konur í framvarðasveit nýsköpunar

the-Skimm-founders.jpg
Auglýsing

Fjöldi kvenna miðað við karla í heimi nýsköpunar hefur ávallt verið nokkuð lítill. En það þýðir samt ekki að þær eigi minni möguleika á velgengni eða að hugmyndaauðgi þeirra sé eitthvað verri en karla.

Hjá Product Hunt hefur verið tekinn saman listi yfir vörur sem hannaðar og framleiddar eru af konum. Eru þar margar stórkostlegar hugmyndir sem maður getur vel hugsað sér að verði orðnar skyldueign allra á næstu árum. Hér að neðan fer listi yfir álitlegustu hugmyndirnar á listanum.

Þráðlaus hleðsla fyrir allt


[embed]http://www.youtube.com/watch?v=ukgnU2aXM2c[/embed]

Meredith Perry var föst á fyrirlestri í háskólanum sínum með batteríslausa fartölvu og ekkert hleðslutæki þegar hún áttaði sig á að úr svona aðstæðum mætti komast með einfaldri lausn. uBeam varð til en það losar alla undan mest óþolandi hluta nútímans: hleðslutækjum. Með úthljóðum hleður uBeam farsíma og -tölvur þráðlaust. uBeam hefur fengið 13,2 milljónir bandaríkjadala í fjármögnun.

Sjálfvirkur skipuleggjari


Hver á ekki í endalausu basli við að koma öllum verkefnum dagsins fyrir á einum degi? Clara Labs er sjálfvirkt kerfi sem virkar eins og stafrænn aðstoðarmaður þinn. Clara Labs hjálpar þér að skipuleggja fundi og flokkar póstinn þinn fyrir þig. Maran Nelson er einn stofnenda fyrirtækisins sem hefur hlotið mikið hól, þrátt fyrir að hafa enn ekki fjármagnað verkefnið að fullu.

Fullkominn brjóstahaldari


Michelle Lam er búin að finna upp hinn fullkomna brjóstahaldara. Fyrirtæki hennar True&Co býður konum upp á að fylla út spurningalista á vefsíðu sinni og að því loknu er hægt að kaupa brjóstahaldara sem passar fullkomlega. Teymi Lam hefur nefnilega búið til algrím sem reiknar út bestu stærðir og laganir brjóstahaldara fyrir hvern viðskiptavin, með því að nota gögn frá meira en milljón konum.

Auglýsing

True&Co hefur fengið sex milljónir dala í fjármögnun síðan 2012.Nýsköpun í bókhaldi


[embed]http://www.youtube.com/watch?v=KWwZmYm4CLY[/embed]

inDinero er fyrirtæki Jessica Mah sem hjálpar til við bókhald og launagreiðslur fyrir smærri fyrirtæki. Fyrirtækið hefur fengið 1,2 milljónir bandaríkjadala í þremur hlutafjáraukningum.

Wanelo


[embed]http://www.youtube.com/watch?v=fsX9WnA82xk[/embed]

Með vöru Deena Varshavskaya má versla í meira en 350.000 verslunum í gegnum eina gátt í snjallsímanum þínum. Wanelo hefur fengið 14 milljónir dala í fjármögnun frá þekktum fjárfestum.

theSkimm


Fréttakonurnar Danielle Weisberg og Carly Zakin (á mynd með frétt) stofnuðu theSkimm eftir að hafa sagt upp störfum hjá NBC-sjónvarpsstöðinni. theSkimm er daglegt fréttabréf sem berst til áskrifenda alla morgna með helstu fréttum dagsins. Þær hafa þegar aflað 1,6 milljónir dala til að fjármagna reksturinn.

Hopscotch


Jocelyn Leavitt og Samantha John stofnuðu Hopscotch árið 2011 með það fyrir augum að kenna börnum að skrifa kóða og forritunarmál án þess að það verði íþyngjandi eða erfitt. Hopscotch er einnig fyrsta forritunarmálið sem hannað er fyrir farsíma. Leavitt og John hafa fengið 1,2 milljónir dala í fjármögnun.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiKjarnafæði
None