Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Pæling dagins: Áhættudreifing Norðmanna gulls ígildi

000-Par1126486.jpg
Auglýsing

Pæl­ing dags­ins er hluti af dag­legum frétta­pósti Kjarn­ans, þar sem farið er yfir það helsta í inn­lendum og erlendum frétt­um. Í pæl­ingu dags­ins er athygl­is­verðum hlutum velt upp.

Í gær var á það bent að gengi bréfa í N1 hefði hækkað um ríf­lega 50 pró­sent frá því í júlí, og síðan til dags­ins í dag, sam­hliða verð­fall­inu á olíu á heims­mörk­uð­um. Það er þó eðli­legt að halda því til haga, að ákveðið var að lækka hlutafé félags­ins um tæp­lega fjóra millj­arða króna í októ­ber, og greiða út til hlut­hafa, eins og Kjarn­inn greindi raunar ítar­lega frá. Í því sam­hengi er ekki óeðli­legt að mark­aðsvirðið hafi hækk­að. Gagn­vart almenn­ingi, sem kannski þekkir ekki þennan bak­grunn, kann það að skjóta skökku við að gengi bréfa félags­ins hækki mikið á sama tíma og miklar hremm­ingar herja á olíu­iðn­að­inn í heim­in­um. Í Nor­egi hefur þetta sam­hengi verið nokkuð skýrt, enda olíu­iðn­að­ur­inn und­ir­stöðu­at­vinnu­vegur í land­inu. Hluta­bréf hafa fallið í land­inu að und­an­förnu, og í gær hrap­aði gengi norsku krón­unn­ar, um átta pró­sent gagn­vart evr­unni. Fyr­ir­hyggja Norð­manna þegar kemur að olíu­sjóðnum norska sannar sig ekki síst í stöðu sem þess­ari. Í gær, þegar gengi norsku krón­unnar féll gagn­vart erlendum mynt­um, þá hækk­uðu eignir olíu­sjóðs­ins um sam­bæri­legt hlut­fall mælt í norskum krón­um. Þar sem um 95 pró­sent af eignum sjóðs­ins eru bundndar í erlendum eignum og erlendum mynt­um. Þetta er áhættu­dreif­ing sem væri ósk­andi að íslenska líf­eyr­is­sjóða­kerfið byggi við. En það svo sann­ar­lega ekki raun­in, í hafta­hag­kerf­inu.

Frétta­póstur Kjarn­ans kemur í póst­hólfið þitt á hverjum morgni.

Auglýsing

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fólk lagði blóm og kerti á götu í Stokkhólmi til minningar um sænska rapparann Einar sem var skotinn til bana í október í fyrra.
Sænskir ráðherrar í læri hjá Dönum
Á meðan morðum sem framin eru með skotvopnum fækkar í mörgum Evrópulöndum fjölgar þeim í Svíþjóð. Í Danmörku fækkar slíkum morðum og nú vilja Svíar læra af Dönum hvernig hægt sé að draga úr glæpum af þessu tagi.
Kjarninn 26. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Meira úr sama flokkiKjarnafæði
None