Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Pæling dagins: Áhættudreifing Norðmanna gulls ígildi

000-Par1126486.jpg
Auglýsing

Pæl­ing dags­ins er hluti af dag­legum frétta­pósti Kjarn­ans, þar sem farið er yfir það helsta í inn­lendum og erlendum frétt­um. Í pæl­ingu dags­ins er athygl­is­verðum hlutum velt upp.

Í gær var á það bent að gengi bréfa í N1 hefði hækkað um ríf­lega 50 pró­sent frá því í júlí, og síðan til dags­ins í dag, sam­hliða verð­fall­inu á olíu á heims­mörk­uð­um. Það er þó eðli­legt að halda því til haga, að ákveðið var að lækka hlutafé félags­ins um tæp­lega fjóra millj­arða króna í októ­ber, og greiða út til hlut­hafa, eins og Kjarn­inn greindi raunar ítar­lega frá. Í því sam­hengi er ekki óeðli­legt að mark­aðsvirðið hafi hækk­að. Gagn­vart almenn­ingi, sem kannski þekkir ekki þennan bak­grunn, kann það að skjóta skökku við að gengi bréfa félags­ins hækki mikið á sama tíma og miklar hremm­ingar herja á olíu­iðn­að­inn í heim­in­um. Í Nor­egi hefur þetta sam­hengi verið nokkuð skýrt, enda olíu­iðn­að­ur­inn und­ir­stöðu­at­vinnu­vegur í land­inu. Hluta­bréf hafa fallið í land­inu að und­an­förnu, og í gær hrap­aði gengi norsku krón­unn­ar, um átta pró­sent gagn­vart evr­unni. Fyr­ir­hyggja Norð­manna þegar kemur að olíu­sjóðnum norska sannar sig ekki síst í stöðu sem þess­ari. Í gær, þegar gengi norsku krón­unnar féll gagn­vart erlendum mynt­um, þá hækk­uðu eignir olíu­sjóðs­ins um sam­bæri­legt hlut­fall mælt í norskum krón­um. Þar sem um 95 pró­sent af eignum sjóðs­ins eru bundndar í erlendum eignum og erlendum mynt­um. Þetta er áhættu­dreif­ing sem væri ósk­andi að íslenska líf­eyr­is­sjóða­kerfið byggi við. En það svo sann­ar­lega ekki raun­in, í hafta­hag­kerf­inu.

Frétta­póstur Kjarn­ans kemur í póst­hólfið þitt á hverjum morgni.

Auglýsing

Fasteignaverð hækkað lítið eitt á undanförnu ári
Fasteignamarkurðinn hefur kólnað umtalsvert, undanfarin misseri.
Kjarninn 17. september 2019
Fjögur samtök hlutu viðurkenningu Íslandsdeidlar Amnesty.
Skipuleggjendur loftslagsverkfallanna hlutu viðurkenningu Amnesty
Fjögur samtök hlutu viðurkenningu Íslandsdeildar Amnesty International fyrir forystu hérlendis í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Allsherjarverkfallsvika fyrir loftslagið hefst núna á föstudaginn.
Kjarninn 17. september 2019
Skeljungur kaupir Basko á 30 milljónir og yfirtöku skulda
Basko, fyrirtæki sem var áður stýrt af nýráðnum forstjóra Skeljungs, hefur verið selt til Skeljungs. Hlutur í Eldum Rétt verður undanskilin kaupunum.
Kjarninn 17. september 2019
Telja Jónas Jóhannsson lögmann og fyrrverandi héraðsdómara hæfastan
Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara hefur skilað umsögn sinni um umsækjendur um embætti dómara sem mun hafa starfsstöð við Héraðsdóm Reykjaness en sinna störfum við alla héraðsdómstóla.
Kjarninn 17. september 2019
Þórarinn Hjaltason
Áhrif Borgarlínu og breyttra ferðavenja á bílaumferð
Kjarninn 17. september 2019
Katrín Jakosbsdóttir, forsætsiráðherra.
Katrín: Kynjamisrétti er eitt stærsta og þrálátasta böl okkar tíma
Alþjóðleg #Metoo ráðstefna hefst í Hörpu í dag og hafa yfir 800 manns skráð sig á hana. Forsætisráðherra telur að löggjöf og forvarnarstarf sé ekki nóg heldur þurfi róttækar, menningarlegar breytingar.
Kjarninn 17. september 2019
Efling vísar kjaradeilu við Reykjavíkurborg til ríkissáttasemjara
Efling hefur vísað kjaradeilu félagsins við Reykjavíkurborg til ríkissáttasemjara. „Okkur þykir miður að hafa ekki skynjað raunverulegan samningsvilja frá borginni í þessum viðræðum,“ segir formaður Eflingar.
Kjarninn 17. september 2019
Kvikan
Kvikan
Farsi í lögreglunni, doði í stjórnmálunum og meint glimrandi góð lífskjör
Kjarninn 17. september 2019
Meira úr sama flokkiKjarnafæði
None