Pæling dagsins er hluti af daglegum fréttapósti Kjarnans, þar sem farið er yfir það helsta í innlendum og erlendum fréttum. Í pælingu dagsins er athyglisverðum hlutum velt upp.
Í vikunni var tilkynnt til kauphallar Íslands að Icelandair Group og FÍA, Félag íslenskra atvinnuflugmanna, hefðu náð samningum um kaup og kjör. Samningurinn fer nú til kynningar hjá FÍA og síðan í atkvæðagreiðslu. Í tilkynningunni til kauphallar kemur ekkert fram um hvað var samið, en bréfritari hefur heyrt það nefnt að samið hafi verið um 3,5 prósent hækkun launa, og síðan sambærilega hækkun ári síðar. Þetta er athyglisvert. Læknaverkfallið stendur enn yfir, og það verður forvitnilegt að sjá hvort þetta getur verið einhver leiðarvísir í þeirri deilu, eða jafnvel komandi kjarsamningum. Einhverra hluta vegna koma miklar efasemdir upp í hugann, um að svo geti verið...
Fréttapóstur Kjarnans kemur í pósthólfið þitt á hverjum morgni.