Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Spegill spegill herm þú mér

clement-jennifer.jpg
Auglýsing

Þor­geir Tryggva­son, Toggi, mun sinna bókaum­fjöllun fyrir Kjarn­ann fram að jólum en margar bækur eru að koma út þessa dag­ana. Jóla­bóka­flóðið nær svo hámarki í des­em­ber.

Höf­undur: Jenni­fer Clem­ent

Beðið fyrir brottnumdum

Auglýsing

Þýð­andi: Ing­unn Snæ­dal

Útgef­andi: Bjartur

Nú þurfum við að gera þig ljóta, sagði mamma. Hún flaut­aði. Hún stóð svo nálægt að munn­vatn spýtt­ist á háls­inn á mér með flaut­inu. Ég fann bjór­lykt. Ég fylgd­ist með því í spegl­inum þegar hún dró svartar kola­slóðir á and­lit mitt. Þetta er ömur­legt líf, hvísl­aði hún.

BedidFyrir_HighRes (1)Öðru hverju ber­ast okkur fréttir af óöld í Mexíkó. Enda­lausum hjaðn­inga­vígum og lög­leysu sem sækir elds­neyti í þá ótrú­legu auðs­upp­sprettu sem fíkni­efna­smygl yfir norð­ur­landa­mærin hefur reyn­st, þrátt fyrir hið enda­lausa „stríð gegn fíkni­efn­um“. Töl­fræði um ástandið gerir það t.d. að minnsta kosti álíka mann­skætt og kostn­að­ar­samt og mörg þau átök sem krefjast, og fá, fulla athygli og mis­gagn­leg afskipti Vest­ur­veld­anna.

Á meðan fæð­ast van­sköpuð börn í fátækum sveitum kyn­slóð eftir kyn­slóð vegna eit­urs sem á að úða yfir val­múa­akrana, en endar á íbú­unum sam­kvæmt sam­komu­lagi úðar­anna og fíkni­bar­ón­anna.

Og stúlku­börn sem eru svo óheppin að fæð­ast fal­leg eru falin í holum og/eða snoðuð og tann­dregin svo þau freisti ekki glæpon­anna og fylli flokk hinna brottnumdu.

Um þetta brotna og furðu­lega sam­fé­lag skrifar amer­íski rit­höf­und­ur­inn Jenni­fer Clem­ent þessa áhrifa­ríku bók um stúlk­una Ladydi, skap­bráða og drykk­fellda móður henn­ar, fólkið umhverfis þær og sam­fé­lagið umhverfis þau öll. Sögu sem er kannski ekk­ert bók­mennta­legt þrek­virki en er fyrst og fremst ætlað að opin­bera hörmu­legar hlið­ar­afleið­ingar nútíma­geggj­un­ar­inn­ar.

Þetta er kvenna­heim­ur, gerður nán­ast óbyggi­legur vegna græðgi og sið­leysi karl­anna sem stýra und­ir­heimunum og ves­al­mennsku hinna, sem und­an­tekn­inga­laust eru stungnir af norð­ur­fyrir landa­mærin og hættir að senda pen­inga til fram­færslu barna sinna. Sið­ferð­is­skurnin er ekki alltaf mjög þykk og öðru hverju vellur bræðin og örvænt­ingin fram, en merki­lega oft er sam­hjálp­ar­hvötin nægi­lega sterk hjá þessum kon­um, ekki síst í kvenna­fang­els­inu sem þó er lýst sem hinum versta stað.

Bókin hefur verið sögð sverja sig í ætt við aðrar “heim­il­da­grunn­að­ar” skáld­sög­ur, In Cold Blood eftir Truman Capote, t.d. Það er ekki út í hött. Þrúgur reið­innar kemur líka upp í hug­ann. Ekki fyrir það að Beðið fyrir brottnumdum jafn­ist á við þessar af stíl­snilld eða stærð. Það gerir hún ekki. En drif­kraft­ur­inn, erind­ið, er af sama toga: Að bera vitni um eitt­hvað sem hefur ger­st, er að ger­ast, má ekki ger­ast.

Þetta er göfug hefð og góð bók. Hún kemur út í hinum metn­að­ar­fulla Neon-­flokki Bjarts, sem er góður vett­vangur til að kynna sér nýjar erlendar bók­menntir sem svo auð­veld­lega gætu farið fram­hjá manni. Ég veit heldur enga mein­bugi á þýð­ingu Ing­unnar Snæ­dal.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Notkun tölva gegnir sífellt stærra hlutverki í leik og starfi hjá flestum. Á síðustu misserum hefur margföldun orðið í tilraunum til netsvindls.
Sjö ráð til að koma í veg fyrir netsvindl
Margföldun hefur orðið á tilraunum til netsvindls og reglulega eru fluttar fréttir af nýjum svikapóstum í umferð. Framkvæmdastjóri CERT-IS segir mikilvægt að huga vel að netöryggi og að margar einfaldar lausnir séu í boði í þeim efnum.
Kjarninn 3. júlí 2022
Bryndís Friðriksdóttir svæðisstjóri höfuðborgarsvæðisins og Arndís Ósk Ólafsdóttir Arnalds forstöðumaður verkefnastofu Borgarlínu.
Áskorun að tryggja flæði á meðan það verður grafið og byggt
Á næstu árum fara í hönd miklar samgönguframkvæmdir víða á höfuðborgarsvæðinu. Kjarninn ræddi við svæðisstjóra Vegagerðarinnar og forstöðumann verkefnastofu Borgarlínu um stóru verkefnin sem eru á döfinni og hvernig á að láta umferðina ganga upp á meðan.
Kjarninn 3. júlí 2022
Herlufsholmen var áður munkaklaustur en í aldir var þar rekinn skóli.
Uppnám í elítuskólanum og prinsinn hættur
Herlufsholmskólinn á Sjálandi hefur verið talinn fyrirmynd annarra skóla í Danmörku, skóli hinna útvöldu og ríku. Ný heimildamynd svipti hins vegar hulunni af ýmsu sem tíðkast hefur í skólanum og nú er skólastarfið í uppnámi.
Kjarninn 3. júlí 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fylgi Vinstri grænna hefur aldrei mælst minna í könnun Gallup – 7,2 prósent styðja flokkinn
Píratar hafa næstum því tvöfaldað fylgi sitt frá síðustu kosningum og Samfylkingin hefur aukið sitt fylgi um tæplega 40 prósent. Sjálfstæðisflokkur mælist undir kjörfylgi en Framsókn siglir lygnan sjó.
Kjarninn 2. júlí 2022
Það sem er sérstakt við spjöld þessi er að í stað þess að á þeim séu myndir og upplýsingar um landsliðsmenn í knattspyrnu eru þar að finna sögur verkafólks sem látist hafa við undirbúning mótsins.
Gefa út „fótboltaspil“ með verkafólki sem látist hefur við undirbúninginn í Katar
Þúsunda farandsverkamanna er minnst í átaki sænsku rannsóknarblaðamannasamtakanna Blankspot til að vekja athygli á mannlega kostnaðnum við Heimsmeistaramótið sem hefst í nóvember.
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls fóru 0,0002% af fjármagni í COVID-viðbragðsáætlunum í að uppræta kynbundið ofbeldi
Ríki sem eiga sterka femíníska hreyfingu hafa verið talsvert líklegri til að taka tillit til kynjasjónamiða í COVID-19 áætlunum sínum en þau ríki þar sem engin eða veik femínísk hreyfing er við lýði, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Heimili eru talin ábyrg fyrir tonnum á tonn ofan af matvælum sem fara í ruslið.
Svona spornar þú við sóun í sumarfríinu
Það vill enginn koma heim í ýldulykt eftir gott frí. Þá vilja eflaust flestir ekki umturnast í umhverfissóða á ferðalaginu. Hér eru nokkur ráð til njóta sumarleyfisins langþráða án þess að koma heim í fýlu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Partíið er búið
Kjarninn 2. júlí 2022
Meira úr sama flokkiKjarnafæði
None