Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Spegill spegill herm þú mér

clement-jennifer.jpg
Auglýsing

Þor­geir Tryggva­son, Toggi, mun sinna bókaum­fjöllun fyrir Kjarn­ann fram að jólum en margar bækur eru að koma út þessa dag­ana. Jóla­bóka­flóðið nær svo hámarki í des­em­ber.

Höf­undur: Jenni­fer Clem­ent

Beðið fyrir brottnumdum

Auglýsing

Þýð­andi: Ing­unn Snæ­dal

Útgef­andi: Bjartur

Nú þurfum við að gera þig ljóta, sagði mamma. Hún flaut­aði. Hún stóð svo nálægt að munn­vatn spýtt­ist á háls­inn á mér með flaut­inu. Ég fann bjór­lykt. Ég fylgd­ist með því í spegl­inum þegar hún dró svartar kola­slóðir á and­lit mitt. Þetta er ömur­legt líf, hvísl­aði hún.

BedidFyrir_HighRes (1)Öðru hverju ber­ast okkur fréttir af óöld í Mexíkó. Enda­lausum hjaðn­inga­vígum og lög­leysu sem sækir elds­neyti í þá ótrú­legu auðs­upp­sprettu sem fíkni­efna­smygl yfir norð­ur­landa­mærin hefur reyn­st, þrátt fyrir hið enda­lausa „stríð gegn fíkni­efn­um“. Töl­fræði um ástandið gerir það t.d. að minnsta kosti álíka mann­skætt og kostn­að­ar­samt og mörg þau átök sem krefjast, og fá, fulla athygli og mis­gagn­leg afskipti Vest­ur­veld­anna.

Á meðan fæð­ast van­sköpuð börn í fátækum sveitum kyn­slóð eftir kyn­slóð vegna eit­urs sem á að úða yfir val­múa­akrana, en endar á íbú­unum sam­kvæmt sam­komu­lagi úðar­anna og fíkni­bar­ón­anna.

Og stúlku­börn sem eru svo óheppin að fæð­ast fal­leg eru falin í holum og/eða snoðuð og tann­dregin svo þau freisti ekki glæpon­anna og fylli flokk hinna brottnumdu.

Um þetta brotna og furðu­lega sam­fé­lag skrifar amer­íski rit­höf­und­ur­inn Jenni­fer Clem­ent þessa áhrifa­ríku bók um stúlk­una Ladydi, skap­bráða og drykk­fellda móður henn­ar, fólkið umhverfis þær og sam­fé­lagið umhverfis þau öll. Sögu sem er kannski ekk­ert bók­mennta­legt þrek­virki en er fyrst og fremst ætlað að opin­bera hörmu­legar hlið­ar­afleið­ingar nútíma­geggj­un­ar­inn­ar.

Þetta er kvenna­heim­ur, gerður nán­ast óbyggi­legur vegna græðgi og sið­leysi karl­anna sem stýra und­ir­heimunum og ves­al­mennsku hinna, sem und­an­tekn­inga­laust eru stungnir af norð­ur­fyrir landa­mærin og hættir að senda pen­inga til fram­færslu barna sinna. Sið­ferð­is­skurnin er ekki alltaf mjög þykk og öðru hverju vellur bræðin og örvænt­ingin fram, en merki­lega oft er sam­hjálp­ar­hvötin nægi­lega sterk hjá þessum kon­um, ekki síst í kvenna­fang­els­inu sem þó er lýst sem hinum versta stað.

Bókin hefur verið sögð sverja sig í ætt við aðrar “heim­il­da­grunn­að­ar” skáld­sög­ur, In Cold Blood eftir Truman Capote, t.d. Það er ekki út í hött. Þrúgur reið­innar kemur líka upp í hug­ann. Ekki fyrir það að Beðið fyrir brottnumdum jafn­ist á við þessar af stíl­snilld eða stærð. Það gerir hún ekki. En drif­kraft­ur­inn, erind­ið, er af sama toga: Að bera vitni um eitt­hvað sem hefur ger­st, er að ger­ast, má ekki ger­ast.

Þetta er göfug hefð og góð bók. Hún kemur út í hinum metn­að­ar­fulla Neon-­flokki Bjarts, sem er góður vett­vangur til að kynna sér nýjar erlendar bók­menntir sem svo auð­veld­lega gætu farið fram­hjá manni. Ég veit heldur enga mein­bugi á þýð­ingu Ing­unnar Snæ­dal.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Skrítið ef „enginn staður á Íslandi kæmi til greina fyrir vindorku“
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir að tvöfalda þurfi orkuframleiðslu á Íslandi „hið minnsta“ til að ná fram orkuskiptum. Íslendingar séu langt á eftir öðrum þegar komið að vindorkunni.
Kjarninn 2. desember 2022
Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar.
Samfylkingin mælist með yfir 20 prósent fylgi og hefur ekki mælst stærri í áratug
Fylgi Samfylkingarinnar hefur rúmlega tvöfaldast frá því að kosið var síðasta fyrir rúmu ári síðan. Flokkurinn mælist nú með 21,1 prósent fylgi hjá Gallup. Framsókn hefur ekki mælst minni á kjörtímabilinu og Vinstri græn eru í miklum öldudal.
Kjarninn 1. desember 2022
Esjan á vetrardegi. Félagið Esjuferja ehf. vill reisa kláf upp á fjallið.
Hugmyndir um kláf upp á Esjuna verða teknar til skoðunar á ný
Félagið Esjuferja hefur óskað eftir því við borgina að fá lóðir leigðar undir farþegakláf upp á Esjubrún. Borgarráð samþykkti í dag að leggja mat á raunhæfni hugmyndanna, sem eru ekki nýjar af nálinni.
Kjarninn 1. desember 2022
Jón Ólafur Ísberg
Nýr þjóðhátíðardagur
Kjarninn 1. desember 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - „Það er enginn að fara hakka mig”
Kjarninn 1. desember 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Sýndu þakklæti í verki 感恩图报
Kjarninn 1. desember 2022
Kísilverksmiðjan í Helguvík verður líklega flutt, eða fundið nýtt hlutverk, samkvæmt tilkynningu Arion banka.
„Allt útlit fyrir“ að kísilverið í Helguvík verði ekki gangsett á ný
Arion banki og PCC hafa slitið viðræðum um möguleg kaup PCC á kísilverksmiðjunni í Helguvík. Einnig hefur Arion sagt upp raforkusamningi við Landsvirkjun, þar sem framleiðsla kísils var forsenda samningsins.
Kjarninn 1. desember 2022
Dagur B. Eggertsson er sem stendur borgarstjóri í Reykjavík. Einar Þorsteinsson mun taka við því embætti síðar á kjörtímabilinu.
Sá hluti Reykjavíkurborgar sem rekinn er fyrir skattfé tapaði 11,1 milljarði á níu mánuðum
Vaxtakostnaður samstæðu Reykjavíkurborgar var 12,1 milljarði króna hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir á fyrstu níu mánuðum ársins. Samstæðan skilar hagnaði, en einungis vegna þess að matsvirði félagslegs húsnæðis hækkaði um 20,5 milljarða króna.
Kjarninn 1. desember 2022
Meira úr sama flokkiKjarnafæði
None