Pæling dagsins er hluti af daglegum fréttapósti Kjarnans, þar sem farið er yfir það helsta í innlendum og erlendum fréttum. Í pælingu dagsins er athyglisverðum hlutum velt upp.
Svonefnd hashtög eru notuð mikið og stýra umræðu á samfélagsmiðlum oft á tíðum. Þá er umræða eyrnamerkt ákveðnu sviði með því að setja # merki fyrir fram orðið. Seinnipartinn í gær var greint frá þeim ánægjulegu fréttum að íslenska fyrirtækið Datamarket hefði verið selt félaginu Qlik, fyrir allt að 13,5 milljónir Bandaríkjadala, eða um 1,6 milljarða króna. Hluthafar félagsins njóta góðs af þessu og ávöxtuðu sitt fé vel, en starfsemin hér á landi verður efld enn frekar eftir því sem fram kom í tilkynningu vegna viðskiptanna. Á Facebook og Twitter voru býsna margir sem lýstu ánægju með þessi viðskipti og hnýttu í stjórnvöld í leiðinni með því að nota hashtög eins og #áburðaverksmiðjaneitakk #eitthvaðannað... Blessað hugvitið. Það toppar það ekkert!
Fréttapóstur Kjarnans kemur í pósthólfið þitt á hverjum morgni.