Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Pæling dagsins: Ætli stjórnmálamenn muni ræða ábyrgð sína?

Motm--lendur-vi---Al--ingish--si---1.jpg
Auglýsing

Pæl­ing dags­ins er hluti af dag­legum frétta­pósti Kjarn­ans, þar sem farið er yfir það helsta í inn­lendum og erlendum frétt­um. Í pæl­ingu dags­ins er athygl­is­verðum hlutum velt upp.

Móðir allra leið­rétt­inga verður að veru­leika ef lán­veit­endur þurfa að greiða lán­tak­endum mörg hund­ruð millj­arða, jafn­vel þús­und millj­arða, til baka vegna þess að ekki var heim­ild til þess að miða við 0 pró­sent verð­bólgu við útreikn­ing á heild­ar­lán­töku­kostn­aði verð­tryggðra lána, líkt og álit EFTA segir til um. Í versta falli getur íslenska ríkið farið á haus­inn. Hæsti­réttur á síð­asta orð­ið, og best að segja sem minnst á þessum tíma­punkti. Það er hins vegar umhugs­un­ar­efni, hvernig mál hafa þró­ast hér á landi á und­an­förnum árum og ára­tugum og hvaða sann­leika dóm­stólar hafa leitt í ljós með dómum sín­um. Að mati bréf­rit­ara blasir við hversu mátt­laust og óvandað reglu­verkið hefur verið á íslenskum fjár­mála­mark­aði á löngu tíma­bili, frá því löngu fyrir hrun­ið. Dæmin blasa við. Geng­is­trygg­ingin var dæmd ólög­mæt, og fengu geng­is­tryggðar lán­veit­ingar í krónum að við­gang­ast árum saman án þess að nokkur lyfti litla fingri. Þær sköp­uðu stór­hættu fyrir þjóð­ar­bú­skap­inn. Það sama á nú við um útreikn­ing á heild­ar­lán­töku­kostn­aði þegar kemur að verð­tryggðum lán­um. Árum, jafn­vel ára­tug­um, saman hefur verk­lag sem ekki stenst lög, ef álit EFTA er haft til hlið­sjón­ar, fengið að við­gang­ast. Hvernig stendur á þessu? Stjórn­mála­menn bera á þessu mikla ábyrgð. Þeir búa til leik­regl­urn­ar, lögin í land­inu og eft­ir­lits­stofn­anir starfa í umboði þeirra. Ætli þeir muni ræða um ábyrgð sína á þess­ari stöðu? Það verður áhuga­vert að fylgj­ast með fram­hald­in­u...

Frétta­póstur Kjarn­ans kemur í póst­hólfið þitt á hverjum morgni.

Auglýsing

Höfuðstöðvar Vísis í Grindavík.
Vísir og Þorbjörn ræða sameiningu
Tvö sjávarútvegsfyrirtæki í Grindavík vilja sameinast. Gangi áformin eftir mun hið sameinaða fyrirtæki vera með um 16 milljarða króna í veltu á ári.
Kjarninn 20. september 2019
Ferðamenn eyddu minna en áður var haldið fram í ágúst síðastliðnum.
Hagstofan leiðréttir tölur í þriðja sinn á nokkrum vikum
Eyðsla útlendinga á greiðslukortum í ágúst 2019 var minni en í ágúst 2018, ekki meiri líkt og Hagstofa Íslands hélt fram fyrir viku síðan. Þetta er í þriðja sinn á örfáum vikum sem Hagstofan reiknar vitlaust.
Kjarninn 20. september 2019
Guðrún Svava, nemandi í bifvélavirkjun.
Enn eykst kynjabilið í starfsnámi á framhaldsskólastigi
Aðeins þrír af hverjum tíu nemendum á framhaldsskólastigi er í starfsnámi hér á landi. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, segir að það þurfi samstillt þjóðarátak til að fjölga starfsnámsnemum.
Kjarninn 20. september 2019
Hvað er það við Icelandair sem stjórnmálamenn eiga að hafa áhyggjur af?
Prófessor í hagfræði hvatti stjórnmálamenn til að fylgjast með eiginfjárstöðu Icelandair á fundi í gær. Forstjóri Icelandair sagði ummælin ógætileg. Það sem veldur þessum áhyggjum er að eiginfjárhlutfall Icelandair hefur farið hríðlækkandi undanfarið.
Kjarninn 20. september 2019
Molar
Molar
Molar – Mikilvægt að koma vel fram við innflytjendur
Kjarninn 20. september 2019
Bankahöllin sem eigandinn vill ekki en er samt að rísa
Þegar íslensku bankarnir voru endurreistir úr ösku þeirra sem féllu í hruninu var lögð höfuðáhersla á að stjórnmálamenn gætu ekki haft puttanna í þeim.
Kjarninn 20. september 2019
Hrun fuglastofna í Norður-Ameríku vekur upp spurningar
Ný grein í Science greinir frá niðurstöðum viðamikilla rannsókna á fuglalífi í Norður-Ameríku.
Kjarninn 20. september 2019
Amazon lagði inn pöntun fyrir 100 þúsund rafmagns sendibíla
Nýsköpunarfyrirtækið Rivian sem er með höfuðstöðvar í Michigan er heldur betur að hrista upp í sendibílamarkaðnum.
Kjarninn 19. september 2019
Meira úr sama flokkiKjarnafæði
None