Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Pæling dagsins: Ætli stjórnmálamenn muni ræða ábyrgð sína?

Motm--lendur-vi---Al--ingish--si---1.jpg
Auglýsing

Pæling dagsins er hluti af daglegum fréttapósti Kjarnans, þar sem farið er yfir það helsta í innlendum og erlendum fréttum. Í pælingu dagsins er athyglisverðum hlutum velt upp.

Móðir allra leiðréttinga verður að veruleika ef lánveitendur þurfa að greiða lántakendum mörg hundruð milljarða, jafnvel þúsund milljarða, til baka vegna þess að ekki var heimild til þess að miða við 0 prósent verðbólgu við útreikning á heildarlántökukostnaði verðtryggðra lána, líkt og álit EFTA segir til um. Í versta falli getur íslenska ríkið farið á hausinn. Hæstiréttur á síðasta orðið, og best að segja sem minnst á þessum tímapunkti. Það er hins vegar umhugsunarefni, hvernig mál hafa þróast hér á landi á undanförnum árum og áratugum og hvaða sannleika dómstólar hafa leitt í ljós með dómum sínum. Að mati bréfritara blasir við hversu máttlaust og óvandað regluverkið hefur verið á íslenskum fjármálamarkaði á löngu tímabili, frá því löngu fyrir hrunið. Dæmin blasa við. Gengistryggingin var dæmd ólögmæt, og fengu gengistryggðar lánveitingar í krónum að viðgangast árum saman án þess að nokkur lyfti litla fingri. Þær sköpuðu stórhættu fyrir þjóðarbúskapinn. Það sama á nú við um útreikning á heildarlántökukostnaði þegar kemur að verðtryggðum lánum. Árum, jafnvel áratugum, saman hefur verklag sem ekki stenst lög, ef álit EFTA er haft til hliðsjónar, fengið að viðgangast. Hvernig stendur á þessu? Stjórnmálamenn bera á þessu mikla ábyrgð. Þeir búa til leikreglurnar, lögin í landinu og eftirlitsstofnanir starfa í umboði þeirra. Ætli þeir muni ræða um ábyrgð sína á þessari stöðu? Það verður áhugavert að fylgjast með framhaldinu...

Fréttapóstur Kjarnans kemur í pósthólfið þitt á hverjum morgni.

Auglýsing

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorkell Sigurlaugsson og Sigmar Vilhjálmsson sitja báðir í undirbúningsnefnd hins nýja félags.
Unnið að stofnun nýrra hagsmunasamtaka lítilla og meðalstórra fyrirtækja
Atvinnufjélaginu er ætlað að vera málsvari fyrir hagsmuni einyrkja og lítilla og meðalstórra fyrirtækja í íslensku atvinnulífi. Þörfin á slíkum samtökum atvinnurekenda er sögð mikil af hálfu stofnenda.
Kjarninn 16. september 2021
Tryggvi Rúnar Brynjarsson
Í Dal hinna föllnu
Kjarninn 16. september 2021
Sif Sigmarsdóttir
Hvernig viljum við lifa?
Kjarninn 16. september 2021
Arnhildur Hálfdánardóttir fékk fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins í fyrra fyrir þáttaröðina Loftslagsþerapían. Hún er þar með síðasti handhafi þeirra verðlauna.
Hætta að veita fjölmiðlaverðlaun á degi íslenskrar náttúru
Algjör sprenging hefur orðið í umfjöllun fjölmiðla um loftslags- og umhverfismál og því telur umhverfis- og auðlindaráðuneytið ekki lengur þörf á að verðlauna miðla sérstaklega fyrir slíkan fréttaflutning.
Kjarninn 16. september 2021
Sif Konráðsdóttir
Áratugur Árósasamnings
Kjarninn 16. september 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í Forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Framlög til barnabótakerfisins aukin og fleiri fá þær, en raunvirði bóta hefur lítið hækkað
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Katrínar Jakobsdóttur um að ríkisstjórn hennar hafi aukið við barnabótakerfið og tryggt að það nái til fleiri en það gerði fyrir fjórum árum síðan.
Kjarninn 15. september 2021
Bjarni Benediktsson og Katrín Jakobsdóttir.
Rúm 40 prósent vilja að Katrín verði áfram forsætisráðherra
Í niðurstöðum könnunar á vegum ÍSKOS kemur í ljós að langflestir vilja að Katrín Jakobsdóttir verði áfram forsætisráðherra. Athygli vekur að Bjarni Benediktsson nýtur minni stuðnings í embættið en Sjálfstæðisflokkurinn nýtur í könnunum.
Kjarninn 15. september 2021
Eyþór Eðvarðsson
Rétturinn til að deyja
Kjarninn 15. september 2021
Meira úr sama flokkiKjarnafæði
None