Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Allt sem þig hefur alltaf langað að vita um alls konar - og bjór

bjor12.jpg
Auglýsing

Þor­geir Tryggva­son, Toggi, mun sinna bókaum­fjöllun fyrir Kjarn­ann fram að jólum en margar bækur eru að koma út þessa dag­ana. Jóla­bóka­flóðið nær svo hámarki í des­em­ber.

Höf­und­ar: Hösk­uldur Sæmunds­son, Stefán Páls­son og Rán Flygenring

Bjór

Auglýsing

Útgef­andi: Crymogea

Bjor kapa frontEf við myndum ákveða á morgun að hætta með krón­una og taka upp Tri­via - fánýtan fróð­leik - sem gjald­miðil yrði Stefán Páls­son rík­asti maður lands­ins. Eða eins og hann myndi vafa­laust orða það, Bill Gates sinnar kyn­slóð­ar.

Góðu heilli er það trívíunör­dinn en ekki bjór­gorm­ur­inn sem skrifar þessa fal­legu og massívu bók í félagi við félaga sinn úr Bjór­skól­an­um, Hösk­uld Sæmund­son. Lykt- og bragð­kjaftæði er afgreitt í einni línu yfir­leitt, af þeirri opnu sem helguð er hverri þeirra 120 bjór­teg­unda sem fjallað er um. Stundum er mælt með föstu fæði sem passar við við­kom­andi teg­und. Ann­ars er bara stuð í stað­reynda­landi með bjór sem miðju en ekki alfa og ómega.

Þannig fræð­ist maður um The Great­ful Dead (bls.45), blóð­berg (bls. 57), hina sígildu bíó­mynd Cool Runn­ings og tengsl hennar við ein­kenn­is­bjór Jamaíku­manna (bls. 137), Mídas kon­ung (bls. 69) og hin illu áhrif flökku­sagna (bls. 205).

Skemmti­leg­astur þykir mér text­inn á bls. 213 þar sem fléttað er saman fróð­leik um lista­mann­inn Prince og bjór­inn frá České Budějovice á snilld­ar­legan hátt, og senni­lega er þetta líka skemmti­legt fyrir það skrítna fólk sem ekki þekkir góða dát­ann Svejk.

Sú hrein­rækt­aða „bjór­stað­reynd“ sem situr fast­ast í mér er svo tví­mæla­laust sú að 40% af Guinness-­neyslu heims­ins fari fram í Afr­íku.

Á móti text­unum er stillt upp myndum Ránar Flygenring. Hún hefur skemmti­legan teiknistíl en því miður er þetta of sjaldan snjallt. Mynd­inar gera lítið annað en að „illústrera“ text­ann, oft með hjálp frá útskýr­inga­textum sem virkar alltaf eins og hálf­gerð þrauta­lend­ing.

Bók­inni er mjög skemmti­lega kafla­skipt, og bjór­teg­und­irnar flokk­aðar eftir heima­til­búnu þema­kerfi, stundum út frá nöfn­um, stundum út frá lit, stundum vel­gengni. Það hefði samt ekki verið úr vegi að splæsa í ein­hvers­konar milli­síður til að greina kafl­ana að, í stað þess að fela kafla­heitin með smáu letri á mynda­síð­un­um. Eitt­hvað er óhjá­kvæmi­lega um end­ur­tekn­ing­ar, sem og að sami hlut­ur­inn er útskýrður oft. Verra að það er stundum ítar­leg­ast þegar hann kemur síð­ast við sögu. Þannig er oft minnst á Trappista-munka­regl­una en upp­runi hennar loks­ins tíund­aður á blað­síðu 253.

Að vanda er hönnun og frá­gangur til sóma hjá Crymogeu. Því meira stinga í augun prent­villur sem leyn­ast þarna nokkr­ar. Já og svo er alveg bannað að fara rangt með til­vitn­anir í sjón­varps­þætt­ina Fame!

Heilt yfir er þetta samt fal­leg og eigu­leg bók, fjör­lega skrifuð og stút­full af nær­ing­ar­ríku stað­reyndasmælki um allt milli him­ins og jarð­ar. Og bjór. Örugg­lega samt betri til að dreypa á í hófi en að svolgra í sig í heilu lagi eins og óhjá­kvæmi­lega er hlut­skipti rýn­is. Þannig neytt trúi ég að hún gleðji manns­ins hjarta.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Mynd frá Hiroshima í Japan, tekin nokkrum mánuðum eftir að kjarnorkusprengju var varpað á borgina árið 1945.
Áttatíu og sex prósent vilja að Ísland fullgildi samning um bann við kjarnorkuvopnum
Samkvæmt nýrri könnun frá YouGov eru einungis þrjú prósent Íslendinga fylgjandi þeirri stefnu íslenskra stjórnvalda að fylgja stefnu NATÓ um að skrifa ekki undir samning Sameinuðu þjóðanna um bann gegn kjarnorkuvopnum. Samningurinn tekur gildi í dag.
Kjarninn 22. janúar 2021
Jón Ásgeir Jóhannesson.
Segir peningamarkaðssjóði ekki svikamyllu heldur form af skammtímafjármögnun
Fyrrverandi aðaleigandi Glitnis neitar því að peningamarkaðssjóðir bankanna hafi verið notaðir til að „redda“ eigendum þeirra fyrir hrun. Ríkisbankar þurftu að setja 130 milljarða króna inn í sjóðina en samt tapaði venjulegt fólk stórum fjárhæðum.
Kjarninn 21. janúar 2021
Jón Ásgeir segir Guðlaug Þór hafa tekið á sig sök í styrkjamálinu
Stjórnendur FL Group tóku ákvörðun um að veita háan styrk til Sjálfstæðisflokksins í lok árs 2006 og kvittun fyrir greiðslunni var gefin út eftir á. Þetta segir Jón Ásgeir Jóhannesson. Hann telur Geir H. Haarde hafa staðið á bakvið málið.
Kjarninn 21. janúar 2021
Norðurlöndin og Eystrasaltslöndin biðja AGS um að meta áhættu á peningaþvætti
Ríkisstjórn Íslands, ásamt ríkisstjórnum hinna Norður- og Eystrasaltslandanna, hefur beðið Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um að greina ógnir og veikleika í tengslum við peningaþvætti í löndunum.
Kjarninn 21. janúar 2021
Stórt hlutfall lána í frystingu er líkleg útskýring lágs hlutfalls fólks á vanskilaskrá
Vanskil aldrei verið minni en í fyrra
Samkvæmt Creditinfo voru vanskil með minnsta móti í fyrra. Líklegt er að það sé vegna fjölda greiðslufresta á lánum í kjölfar faraldursins.
Kjarninn 21. janúar 2021
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Telur greinargerð ráðherra og kynningar á bankasölu ekki standast stjórnsýslulög
Stjórnarþingmenn í fjárlaganefnd taka undir með félögum sínum í efnahags- og viðskiptanefnd og vilja selja allt að 35 prósent í Íslandsbanka. Formaður Flokks fólksins segir að verið sé að einkavæða gróðann eftir að tapið var þjóðnýtt.
Kjarninn 21. janúar 2021
Um 60 prósent Garðbæinga geta ekki nefnt að minnsta kosti þrjá bæjarfulltrúa á nafn
Um 20 prósent íbúa Garðabæjar telja að ákvarðanir við stjórn sveitarfélagsins séu teknar ólýðræðislega. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 60 prósent fylgi í sveitarfélaginu en ánægja með meirihluta hans og bæjarstjóra er minni.
Kjarninn 21. janúar 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 31. þáttur: Keisari undirheimanna
Kjarninn 21. janúar 2021
Meira úr sama flokkiKjarnafæði
None