Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Allt sem þig hefur alltaf langað að vita um alls konar - og bjór

bjor12.jpg
Auglýsing

Þor­geir Tryggva­son, Toggi, mun sinna bókaum­fjöllun fyrir Kjarn­ann fram að jólum en margar bækur eru að koma út þessa dag­ana. Jóla­bóka­flóðið nær svo hámarki í des­em­ber.

Höf­und­ar: Hösk­uldur Sæmunds­son, Stefán Páls­son og Rán Flygenring

Bjór

Auglýsing

Útgef­andi: Crymogea

Bjor kapa frontEf við myndum ákveða á morgun að hætta með krón­una og taka upp Tri­via - fánýtan fróð­leik - sem gjald­miðil yrði Stefán Páls­son rík­asti maður lands­ins. Eða eins og hann myndi vafa­laust orða það, Bill Gates sinnar kyn­slóð­ar.

Góðu heilli er það trívíunör­dinn en ekki bjór­gorm­ur­inn sem skrifar þessa fal­legu og massívu bók í félagi við félaga sinn úr Bjór­skól­an­um, Hösk­uld Sæmund­son. Lykt- og bragð­kjaftæði er afgreitt í einni línu yfir­leitt, af þeirri opnu sem helguð er hverri þeirra 120 bjór­teg­unda sem fjallað er um. Stundum er mælt með föstu fæði sem passar við við­kom­andi teg­und. Ann­ars er bara stuð í stað­reynda­landi með bjór sem miðju en ekki alfa og ómega.

Þannig fræð­ist maður um The Great­ful Dead (bls.45), blóð­berg (bls. 57), hina sígildu bíó­mynd Cool Runn­ings og tengsl hennar við ein­kenn­is­bjór Jamaíku­manna (bls. 137), Mídas kon­ung (bls. 69) og hin illu áhrif flökku­sagna (bls. 205).

Skemmti­leg­astur þykir mér text­inn á bls. 213 þar sem fléttað er saman fróð­leik um lista­mann­inn Prince og bjór­inn frá České Budějovice á snilld­ar­legan hátt, og senni­lega er þetta líka skemmti­legt fyrir það skrítna fólk sem ekki þekkir góða dát­ann Svejk.

Sú hrein­rækt­aða „bjór­stað­reynd“ sem situr fast­ast í mér er svo tví­mæla­laust sú að 40% af Guinness-­neyslu heims­ins fari fram í Afr­íku.

Á móti text­unum er stillt upp myndum Ránar Flygenring. Hún hefur skemmti­legan teiknistíl en því miður er þetta of sjaldan snjallt. Mynd­inar gera lítið annað en að „illústrera“ text­ann, oft með hjálp frá útskýr­inga­textum sem virkar alltaf eins og hálf­gerð þrauta­lend­ing.

Bók­inni er mjög skemmti­lega kafla­skipt, og bjór­teg­und­irnar flokk­aðar eftir heima­til­búnu þema­kerfi, stundum út frá nöfn­um, stundum út frá lit, stundum vel­gengni. Það hefði samt ekki verið úr vegi að splæsa í ein­hvers­konar milli­síður til að greina kafl­ana að, í stað þess að fela kafla­heitin með smáu letri á mynda­síð­un­um. Eitt­hvað er óhjá­kvæmi­lega um end­ur­tekn­ing­ar, sem og að sami hlut­ur­inn er útskýrður oft. Verra að það er stundum ítar­leg­ast þegar hann kemur síð­ast við sögu. Þannig er oft minnst á Trappista-munka­regl­una en upp­runi hennar loks­ins tíund­aður á blað­síðu 253.

Að vanda er hönnun og frá­gangur til sóma hjá Crymogeu. Því meira stinga í augun prent­villur sem leyn­ast þarna nokkr­ar. Já og svo er alveg bannað að fara rangt með til­vitn­anir í sjón­varps­þætt­ina Fame!

Heilt yfir er þetta samt fal­leg og eigu­leg bók, fjör­lega skrifuð og stút­full af nær­ing­ar­ríku stað­reyndasmælki um allt milli him­ins og jarð­ar. Og bjór. Örugg­lega samt betri til að dreypa á í hófi en að svolgra í sig í heilu lagi eins og óhjá­kvæmi­lega er hlut­skipti rýn­is. Þannig neytt trúi ég að hún gleðji manns­ins hjarta.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Ráðherra segir að pakkaferðafrumvarp hennar hafi ekki meirihluta á þingi
Frumvarp Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur um að heimila ferðaskrifstofum að borga neytendum í inneignarnótum í stað peninga mun ekki verða afgreitt á Alþingi. Hluti stjórnarþingmanna styður það ekki.
Kjarninn 4. júní 2020
Jón Baldvin Hannibalsson
Varist hræðsluáróður – Handbók um endurheimt þjóðareignar
Kjarninn 4. júní 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Hálfur milljarður í þróun á bóluefni frá Íslandi
Framlag Íslands skiptist þannig að 250 milljónir króna fara til bólusetningarbandalagsins Gavi og sama upphæð til CEPI sem er samstarfsvettvangur fyrirtækja og opinberra aðila um viðbúnað gegn farsóttum.
Kjarninn 4. júní 2020
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Hverjir eru þínir bakverðir?
Kjarninn 4. júní 2020
Fosshótel Hellnar er hluti af Íslandshótelum.
722 samtals sagt upp hjá tveimur hótelum og Bláa lóninu
Samtals var 722 starfsmönnum sagt upp í þremur stærstu hópuppsögnum maímánaðar; hjá Bláa lóninu, Flugleiðahóteli og Íslandshóteli. Vinnumálastofnun bárust 23 tilkynningar um hópuppsagnir í maí.
Kjarninn 4. júní 2020
Reynt að brjótast inn í tölvukerfi Reiknistofu bankanna
Brotist var inn í ysta netlag og eru engar vísbendingar um að komist hafi verið inn í kerfi Reiknistofu bankanna og viðskiptavina.
Kjarninn 4. júní 2020
Kristbjörn Árnason
Núverandi ríkisstjórn er ein alvarlegustu mistök stjórnmálanna hin síðustu ár
Leslistinn 4. júní 2020
Kóralrifið mikla hefur fölnað mikið á undanförnum árum.
Kóralrifið mikla heldur áfram að fölna
Fölnun Kóralrifsins mikla í mars síðastliðnum er sú umfangsmesta hingað til. Febrúar síðastliðinn var heitasti mánuður á svæðinu síðan mælingar hófust.
Kjarninn 4. júní 2020
Meira úr sama flokkiKjarnafæði
None