Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Allt sem þig hefur alltaf langað að vita um alls konar - og bjór

bjor12.jpg
Auglýsing

Þor­geir Tryggva­son, Toggi, mun sinna bókaum­fjöllun fyrir Kjarn­ann fram að jólum en margar bækur eru að koma út þessa dag­ana. Jóla­bóka­flóðið nær svo hámarki í des­em­ber.

Höf­und­ar: Hösk­uldur Sæmunds­son, Stefán Páls­son og Rán Flygenring

Bjór

Auglýsing

Útgef­andi: Crymogea

Bjor kapa frontEf við myndum ákveða á morgun að hætta með krón­una og taka upp Tri­via - fánýtan fróð­leik - sem gjald­miðil yrði Stefán Páls­son rík­asti maður lands­ins. Eða eins og hann myndi vafa­laust orða það, Bill Gates sinnar kyn­slóð­ar.

Góðu heilli er það trívíunör­dinn en ekki bjór­gorm­ur­inn sem skrifar þessa fal­legu og massívu bók í félagi við félaga sinn úr Bjór­skól­an­um, Hösk­uld Sæmund­son. Lykt- og bragð­kjaftæði er afgreitt í einni línu yfir­leitt, af þeirri opnu sem helguð er hverri þeirra 120 bjór­teg­unda sem fjallað er um. Stundum er mælt með föstu fæði sem passar við við­kom­andi teg­und. Ann­ars er bara stuð í stað­reynda­landi með bjór sem miðju en ekki alfa og ómega.

Þannig fræð­ist maður um The Great­ful Dead (bls.45), blóð­berg (bls. 57), hina sígildu bíó­mynd Cool Runn­ings og tengsl hennar við ein­kenn­is­bjór Jamaíku­manna (bls. 137), Mídas kon­ung (bls. 69) og hin illu áhrif flökku­sagna (bls. 205).

Skemmti­leg­astur þykir mér text­inn á bls. 213 þar sem fléttað er saman fróð­leik um lista­mann­inn Prince og bjór­inn frá České Budějovice á snilld­ar­legan hátt, og senni­lega er þetta líka skemmti­legt fyrir það skrítna fólk sem ekki þekkir góða dát­ann Svejk.

Sú hrein­rækt­aða „bjór­stað­reynd“ sem situr fast­ast í mér er svo tví­mæla­laust sú að 40% af Guinness-­neyslu heims­ins fari fram í Afr­íku.

Á móti text­unum er stillt upp myndum Ránar Flygenring. Hún hefur skemmti­legan teiknistíl en því miður er þetta of sjaldan snjallt. Mynd­inar gera lítið annað en að „illústrera“ text­ann, oft með hjálp frá útskýr­inga­textum sem virkar alltaf eins og hálf­gerð þrauta­lend­ing.

Bók­inni er mjög skemmti­lega kafla­skipt, og bjór­teg­und­irnar flokk­aðar eftir heima­til­búnu þema­kerfi, stundum út frá nöfn­um, stundum út frá lit, stundum vel­gengni. Það hefði samt ekki verið úr vegi að splæsa í ein­hvers­konar milli­síður til að greina kafl­ana að, í stað þess að fela kafla­heitin með smáu letri á mynda­síð­un­um. Eitt­hvað er óhjá­kvæmi­lega um end­ur­tekn­ing­ar, sem og að sami hlut­ur­inn er útskýrður oft. Verra að það er stundum ítar­leg­ast þegar hann kemur síð­ast við sögu. Þannig er oft minnst á Trappista-munka­regl­una en upp­runi hennar loks­ins tíund­aður á blað­síðu 253.

Að vanda er hönnun og frá­gangur til sóma hjá Crymogeu. Því meira stinga í augun prent­villur sem leyn­ast þarna nokkr­ar. Já og svo er alveg bannað að fara rangt með til­vitn­anir í sjón­varps­þætt­ina Fame!

Heilt yfir er þetta samt fal­leg og eigu­leg bók, fjör­lega skrifuð og stút­full af nær­ing­ar­ríku stað­reyndasmælki um allt milli him­ins og jarð­ar. Og bjór. Örugg­lega samt betri til að dreypa á í hófi en að svolgra í sig í heilu lagi eins og óhjá­kvæmi­lega er hlut­skipti rýn­is. Þannig neytt trúi ég að hún gleðji manns­ins hjarta.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Mosfellsbær heldur áfram að stækka
Íbúum Mosfellsbæjar hefur fjölgað gríðarlega á síðasta áratug sem og nýjum íbúðum. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar býst við áframhaldandi fjölgun íbúa á næsta ári.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Haukur Arnþórsson
Hugleiðingar um tengsl stjórnmála og sjávarútvegs
Kjarninn 14. nóvember 2019
Svæðið sem um ræðir
Steypuvinna vegna Landsbankabyggingarinnar – Reikna með að fara 190 ferðir á einum degi
Botnplata nýju Landsbankabyggingarinnar á Austurbakka 2 verður steypt laugardaginn næstkomandi. Meðan unnið er þarf að loka hægri akrein Kalkofnsvegar í átt að Lækjargötu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Inga Sæland
„Ætlar utanríkisráðherra að láta þetta viðgangast?“
Formaður Flokks fólksins setur spurningarmerki við það að stjórnarformaður Íslandsstofu taki við embætti formanns Samherja.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Bjarni Benediktsson og Logi Einarsson.
Ekki sammála um að Ísland sé spillingarbæli
Fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Samfylkingarinnar deildu ekki sömu sýn á Ísland á Alþingi í dag.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Leikhúsið
Leikhúsið
Leikhúsið - Mamma Klikk
Kjarninn 14. nóvember 2019
Hvernig slátrum við … og hvers vegna?
Davíð Hörgdal Stefánsson gefur nú út sína fjórðu ljóðabók, en hún ber titilinn Heimaslátrun og aðrar vögguvísur.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Norskum stjórnvöldum kunnugt um Samherjamálið
Þátt­ur norska rík­is­bank­ans DNB í bankaviðskipt­um Sam­herja í Namib­íu er til skoðunar innan bankans. Norsk stjórnvöld hafa jafnframt verið látin vita af málinu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiKjarnafæði
None