Pæling dagsins er hluti af daglegum fréttapósti Kjarnans, þar sem farið er yfir það helsta í innlendum og erlendum fréttum. Í pælingu dagsins er athyglisverðum hlutum velt upp.
Tíu hagsmunasamtök á landsbyggðinni, frá Vestfjörðum til Austfjarða, sendu frá sér tilkynningu um daginn þar sem athygli var vakin á mikilvægi þess að efla alþjóðaflugsamgöngur á landsbyggðinni. Hið ágæta orð, eingáttastefna, er það sem nær utan um þá stefnu sem nú er, sem er að mestu fólgin í því að byggja upp allt alþjóðaflug á Ísland frá flugvellinum í Keflavík. Bréfritara, sem er hlýtt til landsbyggðarinnar, finnst þetta áhugaverðar hugmyndir hjá samtökunum. Sérstaklega þegar kemur að því að efla og styrkja millilandaflug frá Akureyri og Egilsstöðum. En hvað er til bragðs að taka? Einn möguleikinn væri að auka sjálfsstjórn yfir flugvöllunum í heimahéraði. Afla jafnvel fjár sérstaklega fyrir þessa flugvelli, markaðssetja þessa lendingarstaði fyrir erlenda ferðamenn sjálfstætt og auka þannig möguleikana, undir stjórn fólks í heimahéraði. Allt kostar þetta peninga, mikla peninga. En það þarf að hugsa fram í tímann þegar að þessu kemur. Eingáttastefnan er fljót að komast að endastöð, og verða til takmörkunar fyrir ferðaþjónustuna þegar fram í sækir, ef aukningin í ferðaþjónustu verður áframhaldandi. Vonandi tekst að koma þessu máli í góðan umræðufarveg...
Fréttapóstur Kjarnans kemur í pósthólfið þitt á hverjum morgni.