Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Bibbi bloggar úr Evróputúr Skálmaldar: Eindhoven

DSCF3969-copy.jpg
Auglýsing

Skálmöld er nú á tæplega 7 vikna túr um Evrópu. Dagarnir eru afskaplega viðburðaríkir og aðstæður oft afskaplega skemmtilegar. Snæbjörn, bassaleikari og textahöfundur sveitarinnar, heldur úti daglegu bloggi á vef Kjarnans þar sem hann lýsir hinu goðsagnakennda rokkaralífi. Táfýla, blóð, sviti, tár og auðvitað rokk & ról beint í æð.

Við tókum auðvitað bara svoldið duglega á því í gær. Ég man ekki nákvæmlega hver kojuröðin var en við Böbbi gerðum þetta best og fórum í koddann um hálf7. Þá vorum við búnir að hluta á allskonar tónlist og almennt leysa lífsgáturnar allar. Við vorum ekki á bíl, svo mikið er víst. Við vorum vissulega í bíl en alls ekki við stýrið. Þetta var gott kvöld.

Og svo vaknaði ég bara hérna í Eindhoven seinnipartinn í dag. Eins og venjulega drattaðist ég bara út á plan og tók miðið á eitthvað sem gæti verið tónleikastaðurinn. Sem það reyndar var. En hvílíkur tónleikastaður. Hús á 6 hæðum og allskonar allskonar um allt. Ég reyndar fann Böbba strax í andyrinu þar sem hann var samviskusamlega í viðtali. Ég fékk vitanlega smá móral, búinn að sofa allt af mér meðan æskuvinur minn og drykkjufélagi sinnti skyldunum. En svo voru bara fleiri viðtöl, við Böbbi tókum tvö til viðbótar og Jón og Baldur allavega eitt. Skemmtilegt fólk Hollendingarnir. Það er eitthvað við þá sem maður tengir við.

Auglýsing

Halló! Við sjáum þig! Halló! Við sjáum þig!

Ég held að helvítið hann Þrási hafi farið út að hlaupa í dag. Það lætur okkur hina líta verr út. Baldur vill reyndar meina að hlaupadótið hans skili sér til hans í Köln. Það verður gaman að sjá hvort þeir halda eitthvað í við ofurmennið Robert. Og Halli, hann er strax búinn að lýsa því yfir að hann muni hlaupa líka. Gott að menn eru brattir svona í upphafi. Sjáum til.

Við fengum fréttir frá Belganum sem hvarf. Eftir giggið í Bochum var hann á bak og burt og bíllinn hans líka. Sá hafði samband við Baldur í gær eða dag og gekkst við því að hafa keyrt af stað heim. En svo varð hann bensínlítill og keyrði, ofurölvi, inn á bensínstöð. Og þar tók löggan hann. Það var nú gott. Og auðvitað pínu fyndið. En samt meira gott. Maður á ekki að keyra fullur.

Eftir viðtölin hófst leitin mikla. Þetta er glæsilegt tónleikahús en það var ekki viðlit að vita hvar maður átti að fara til að komast þangað sem maður vildi. Matsalur á fjórðu hæð, búningsherbergi á fimmtu og tónleikasalurinn að ég held á þriðju. Allt saman algerlega glæsilegt og til fyrirmyndar vissulega en þetta var svolítið eins og að vera skilinn einn eftir fjögurra ára gamall í Borgarkringlunni. En já, hér var allt gott. Salurinn sá glæsilegasti sem við höfum spilað í á túrnum, starfsfólkið ekki bara starfi sínu vaxið heldur líka jákvætt og drífandi, maturinn góður og búningsherbergið okkar alveg frábært. Ég drakk, notaði internet, kúkaði og fór í sturtu, allt í þessu sama herbergi. Og allt ofangreint gekk sérlega vel.

Þetta var fyrsti dagurinn hans Halla. Hann vaknaði merkilega hress eftir Rússa-útreiðina og bar sig frekar vel í dag. Sándtékkið var ótrúlega tíðindalaust, sérstaklega miðað við að vera með nýjan meðlim innanborðs, og allir gengu til sinna verka. Og svo þetta venjulega við, í grútskítugan gigggallann, setja í sig tvoþrjá bjóra og koma sér í gírinn. Ég veit ekki fyrir hversu marga við spiluðum en ég ætla að giska á þúsund manns. Þetta var rooosalegt gigg. Strax frá fyrsta lagi negldum við hvert einasta mannsbarn í salnum og slepptum þeim ekki lausum fyrr en eftir þrjú korter. Heddbang, samsöngur, hnefabarningur og grjótharður pyttur. Svona á þetta að vera.

Við vorum með nýjan mann á sviðinu. Ég var mest hissa á hversu litlu það munaði en það segir væntanlega meira um Halla en okkur hina. Þetta heitir prófessjónalismi. Og þetta eru stórir skór að fylla. Magnað að gera leyst hlutina svona og þurfa ekki að leita lengra frá sér.

Og þannig var það. Giggið frábært og allt saman til fyrirmyndar. Við þrifum okkur og gerðum það sem maður gerir eftir gigg, hlóðum draslinu í kerruna með dyggri hjálp frá frábæru fólki á venjúinu. Klukkan er 22.32 og við sitjum allir á rútu á leið til Köln. Þangað er ekki langur akstur, kannski tveir tímar á að giska, og það gleður mig meira en venjulega. Þar bíða okkar konur. Ekki bara hvað konur sem er, og reyndar bíða þær meira eftir sumum en hinum. Vera hans Baldurs og Agnes mín flugu út í morgun til að heimsækja okkur. Við eigum frídag á morgun og ég sé fram á tvær nætur á hótelherbergi. Það ætla ég að sinna hlutum. Allskonar hlutum.

Og núna sitjum við bara allir hér frammi í rútunni, passlega góðglaðir og allir brosandi. Þetta heldur bara áfram og við förum fram úr okkar eigin vonum á hverjum degi. Söluvarningurinn sem við tókum með okkur er allur búinn og túrinn rétt rúmlega hálfnaður. Við erum þó með bakplön í þeim efnum og fáum meira strax á þriðjudaginn. Móttökurnar eru frábærar, mórallinn enn betri og allt sérlega gott.

Ég get líka lekið fréttum fyrst ég er byrjaður á þessu. Eluveitie halda á Suður-Evróputúr núna í febrúar sem mun taka tvær vikur. Og þar verður Skálmöld líka. Við fengum fyrirspurn um þetta tæpum tveimur vikum eftir að þessi túr hófst, að vera aðalupphitunarbandið fyrir þau á þessum túr. Og við sögðum já. Auðvitað sögðum við já. Þetta er bæði upphefð og skref upp á við fyrir okkur. En einhverju verður að fórna og við finnum út úr því jafnóðum. Fyrir mína parta er nokkuð ljóst að Agnes verður ekkert minna ólétt í febrúar. Þetta verður ekki mjög löng meðganga hjá mér. Á hverjum degi þakka ég fyrir að hafa náð að raða svona góðu fólki kringum mig í lífinu.

Og nú bíðum við bara eftir að komast til Kölnar. Ég er hreinn og strokinn, tannburstaður með kókósolíuna hans Jóns í skegginu. Þetta ilmar skemmtilega. Ég er ekki viss um að ég verði til mikilla verka þegar til Kölnar kemur en við því býst svo sem enginn af mér. Sofa kjurr, það verður sérstakt.

Nú ætla ég að opna einn belgískan bjór enn og spjalla við samferðamenn mína. Andinn er góður og vegurinn breiður. Við hugsum hlýlega heim til Gunna sem lenti í sínu rúmi í dag. Þetta breytir ýmsu en þó ekki nokkrum sköpuðum hlut í stóra samhenginu.

Meistaralegt dagsins: Frábært venjú og gott gigg.

Sköll dagsins: Flexi tók við Juventus í dag. Liðið er í henglum.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinar Frímannsson
Einkarekstur í forgrunni – Umhverfisstefna Sjálfstæðisflokksins
Kjarninn 19. september 2021
Magnús Gottfreðsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands.
Segir gæði vísindastarfs á Landspítala hafa hrakað á síðustu árum
Prófessor við læknadeild Háskóla Íslands segir að öfugþróun hafi átt sér stað í vísindastarfi á Landspítala eftir að hann var gerður að háskólasjúkrahúsi árið 2000, og að ekkert skilgreint fjármagn hafi fengist til að sinna því.
Kjarninn 19. september 2021
Jean-Rémi Chareyre
VG og loftslagsmálin: Að hugsa lengra en þjóðarnefið nær
Kjarninn 19. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd í aðdraganda alþingiskosninganna 2021 – Hluti I
Kjarninn 19. september 2021
Bjarni Jónsson
Stjórnmálaflokkarnir og dánaraðstoð
Kjarninn 19. september 2021
Soffía Sigurðardóttir
Samvinna til árangurs
Kjarninn 19. september 2021
Lesendum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins fækkað um 20 prósent frá miðju ári 2019
Lestur Fréttablaðsins hefur helmingast á rúmum áratug og minnkað um 20 prósent frá því nýir eigendur keyptu blaðið um mitt ár 2019. Þróun á lesendahópi Morgunblaðsins er nánast sú sama. Mikið tap er á rekstri beggja dagblaða.
Kjarninn 19. september 2021
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Meira úr sama flokkiKjarnafæði
None