Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Pæling dagsins: Einkaframtakið áhrifamesta byggðastefnan

hotelsiglo.jpg
Auglýsing

Pæling dagsins er hluti af daglegum fréttapósti Kjarnans, þar sem farið er yfir það helsta í innlendum og erlendum fréttum. Í pælingu dagsins er athyglisverðum hlutum velt upp.

Á undanförnum árum hefur Róbert Guðfinnsson, athafnamaður og fjárfestir, staðið fyrir stórkostlegri uppbyggingu á Siglufirði, eins og greint hefur verið frá reglulega í fjölmiðlum. Nú er uppbygging á glæsilegu hóteli, Sigló Hótel, í gangi en það er ekki ólíklegt að eitthvað annað fylgi fljótlega á eftir, sé mið tekið af reynslu síðustu ára. Þessi jákvæða innspýting Róberts og annarra sem að þessu koma, dregur athyglina að því, hversu sjaldgæft það er að efnamenn geri þetta sama og Róbert hefur gert á Siglufirði. Það er að nýta peningana til uppbyggingar á stöðum á landsbyggðinni sem hafa verið í mikilli vörn, og veðja á að uppbyggingin geti átt sér stað á þessum stöðum, og skilað ávöxtun til framtíðar litið. Augljósast er að horfa til ferðaþjónustu í þessum efnum, en það má líka hugsa sér aðra atvinnuvegi, t.d. upplýsingatækni og hönnun. Nokkur góð dæmi eru um vel heppnaðan rekstur á þessum sviðum á litlum stöðum víða um land, meðal annars hið magnaða fyrirtæki Dressupgames á Ísafirði, sem Inga María Guðmundsdóttir stofnaði og rekur. Það hefur hagnast um meira en 100 milljónir á ári, mörg síðastliðin ár og verið á meðal hæstu greiðenda opinberra gjalda á Vestfjörðum. Það er lifandi dæmi um að svo til allt sé hægt. Stundum þarf ekki alltaf að horfa til opinberra starfa, þegar rætt er um byggðastefnu. Einkaframtakið er yfirleitt langasamlega áhrifamest, en til þess að það geti orðið að veruleika þurfa fjárfestar að horfa meira út fyrir höfuðborgarsvæðið og veðja á að góðir hlutir geti gerst.

Fréttapóstur Kjarnans kemur í pósthólfið þitt á hverjum morgni.

Auglýsing

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svona eru líkur frambjóðenda á að komast á þing
Sitjandi þingmenn, og einn flokksformaður, eru í mikilli hættu á að missa þingsæti sitt í komandi kosningum. Mikil endurnýjun er í kortunum en alls 27 frambjóðendur sem sitja ekki á þingi eru líklegir til að ná þingsæti.
Kjarninn 16. september 2021
Tómas A. Tómasson og Kolbrún Baldursdóttir
Aðalsmenn og almenningur á Íslandi
Kjarninn 16. september 2021
Þorkell Sigurlaugsson og Sigmar Vilhjálmsson sitja báðir í undirbúningsnefnd hins nýja félags.
Unnið að stofnun nýrra hagsmunasamtaka lítilla og meðalstórra fyrirtækja
Atvinnufjélaginu er ætlað að vera málsvari fyrir hagsmuni einyrkja og lítilla og meðalstórra fyrirtækja í íslensku atvinnulífi. Þörfin á slíkum samtökum atvinnurekenda er sögð mikil af hálfu stofnenda.
Kjarninn 16. september 2021
Tryggvi Rúnar Brynjarsson
Í Dal hinna föllnu
Kjarninn 16. september 2021
Sif Sigmarsdóttir
Hvernig viljum við lifa?
Kjarninn 16. september 2021
Arnhildur Hálfdánardóttir fékk fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins í fyrra fyrir þáttaröðina Loftslagsþerapían. Hún er þar með síðasti handhafi þeirra verðlauna.
Hætta að veita fjölmiðlaverðlaun á degi íslenskrar náttúru
Algjör sprenging hefur orðið í umfjöllun fjölmiðla um loftslags- og umhverfismál og því telur umhverfis- og auðlindaráðuneytið ekki lengur þörf á að verðlauna miðla sérstaklega fyrir slíkan fréttaflutning.
Kjarninn 16. september 2021
Sif Konráðsdóttir
Áratugur Árósasamnings
Kjarninn 16. september 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í Forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Framlög til barnabótakerfisins aukin og fleiri fá þær, en raunvirði bóta hefur lítið hækkað
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Katrínar Jakobsdóttur um að ríkisstjórn hennar hafi aukið við barnabótakerfið og tryggt að það nái til fleiri en það gerði fyrir fjórum árum síðan.
Kjarninn 15. september 2021
Meira úr sama flokkiKjarnafæði
None