Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Pæling dagsins: Engin auðmýkt þrátt fyrir lekalögbrotin

9951399013-d1d9280f9b-o.jpg
Auglýsing

Pæling dagsins er hluti af daglegum fréttapósti Kjarnans, þar sem farið er yfir það helsta í innlendum og erlendum fréttum. Í pælingu dagsins er athyglisverðum hlutum velt upp.

Ummæli forsætisráðherra, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, í Kryddsíldinni á gamlársdag, þess efnis að leki úr stjórnsýslunni á upplýsingum um persónulega hagi fólks hafi verið algengur í gegnum tíðina, hafa eðlilega vakið athygli. Sigmundur Davíð tjáði sig um þessi ummæli áBylgunni í gær, án þess að færa fram efnisleg rök fyrir máli sínu, nefna dæmi. Áður hafði Jóhannes Þór Skúlason, einn aðstoðarmanna forsætisráðherra, reynt að skýra málið í stuttu viðtali við mbl.is, en allt var það án nokkurra dæma um eitt eða neitt. Einungis ábendingar, sem virtust vera eftiráskýringar, til þess að lágmarka skaðann af þessum ummælum forsætirsráðherra. Það merkilega við þessi dæmalausu ummæli er að þau féllu í beinu samhengi við þann stóra pólitíska skandal, þegar persónuupplýsingum var lekið úr innanríkisráðuneytinu af aðstoðarmanni innanríkisráðherra, sem fagleg lögreglurannsókn staðfesti, og hann fékk síðan dóm fyrir að lokum, eftir játningu á lögbrotinu. Hanna Birna Kristjánsdóttir sagði af sér vegna þessa, og öll kurl eru ekki komin til grafar enn í málinu þar sem vitað er að Hanna Birna hafði bein afskipti af rannsókn málsins, sem er dæmalaust og hugsanlega varðar það við lög um misbeitingu valds, ef rétt reynist. Allt gerðist þetta hjá ráðherra í ríkisstjórn Sigmundar Davíðs. Enginn veit ennþá hvað Sigmundur Davíð er að tala um, og það er mikil þörf á því að hann skýri mál sitt frekar, í stað þess að skilja starfsfólk íslensku stjórnsýslunnar eftir í lausu lofti undir þeim ásökunum að vera að leka upplýsingum um persónulega hagi fólks í tíma og ótíma. Sigmundur Davíð mætti svo sannarlega vera auðmýkri gagnvart nákvæmlegu þessu atriði, það er leka á upplýsingum um persónulega hagi fólks, í ljósi hins fordæmalausa skandals sem hinn ólöglegi leki úr innanríkisráðuneytinu er fyrir ríkisstjórn hans.

Fréttapóstur Kjarnans kemur í pósthólfið þitt á hverjum morgni.

Auglýsing

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Við mölunina eru notuð tæki sem eru búin hnífum eða löngum plastþráðum sem snúast hratt og sjálfvirkt. Afköstin skulu vera, að því er fram kemur í svari MAST við fyrirspurn Kjarnans, nægilega mikil til að tryggja að öll dýrin séu deydd samstundis.
Mölun karlkyns hænuunga „er hryllileg iðja“
Á Íslandi er heimilt að beita tveimur aðferðum við aflífun hænuunga; gösun og mölun. Báðum aðferðum er beitt á tugþúsundir unga á ári. „Allir karlkyns ungar sem fæðast í eggjaiðnaði eru drepnir eftir að þeir klekjast út,“ segir formaður Samtaka grænkera.
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiKjarnafæði
None