Pæling dagsins er hluti af daglegum fréttapósti Kjarnans, þar sem farið er yfir það helsta í innlendum og erlendum fréttum. Í pælingu dagsins er athyglisverðum hlutum velt upp.
Árið 2014 var metár í íslenskri ferðaþjónustu, og útlit er fyrir áframhaldandi vöxt á komandi árum. Vöxturinn hefur raunar verið ævintýri líkastur undanfarinn áratug. Árið 2003 komu 308 þúsund erlendir ferðamenn til Íslands en árið 2013 voru þeir 781 þúsund, samkvæmt tölum Ferðamálastofu. Lokatalan fyrir árið 2014 verður líklega í kringum eina milljón. Mikil umræða hefur verið um gjaldtöku við ferðamannastaði, og hvernig eigi að tryggja fjármögnun í nauðsynlegar innviðaframkvæmdari. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, er sannfærð um að náttúrupassi svokallaður sé rétta lausnin. Bréfritari er ekki svo viss um það, en telur að lykillinn að árangri í þessu séu að fara sér ekki of hratt í þessa gjaldtöku, og einangra fyrstu skrefin við raunhæfa staði. Fyrst það er verið að velja þessa leið, þá koma fyrst og síðast þjóðgarðarnir upp í hugann og vinsælir ferðamannastaðir innan þeirra. Er ekki hægt að byrja bara á þeim og sleppu öllum hinum stöðunum?
Fréttapóstur Kjarnans kemur í pósthólfið þitt á hverjum morgni.