Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Pæling dagsins: Neita að horfast í augu við staðreyndir

kronur_vef.jpg
Auglýsing

Pæling dagsins er hluti af daglegum fréttapósti Kjarnans, þar sem farið er yfir það helsta í innlendum og erlendum fréttum. Í pælingu dagsins er athyglisverðum hlutum velt upp.

Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður Framsóknarflokksins, skrifaði grein á vef Kjarnans í gær þar sem hann lítur um öxl, og leggur mat á stöðu mála. Þetta var að mörgu leyti ágæt grein hjá Sigurði Inga, hófstillt og hans persónulega mat komst ágætlega til skila. Síðan getur fólk deilt um það. Bréfritari er sammála Sigurði Inga um það, að mörg jákvæð teikn eru á lofti, en vill meina að þau séu ekki stjórnmálamönnum að þakka nema að litlu leyti, heldur helst litlum og meðalstórum fyrirtækjum sem hafa verið að rétta úr kútnum eftir endurskipulagningu og erfiðleika. Nokkur atriði vöktu bréfritara til umhugsunar sem snéru meðal annars að hinni svokölluðu leiðréttingu annars vegar og síðan tugmilljarða vaxtagreiðslum ríkissjóðs hins vegar, sem Sigurður Ingi kallar blóðpeninga.

Sigurður Ingi er í hópi þeirra sem hefur hundsað tölulegar staðreyndir um áhrif hinnar svokölluðu leiðréttingar, og hvernig hún fer með 80 milljarða úr ríkissjóði, sem annars hefðu getað farið í lækka skuldir ríkissjóðs og minnkað „blóðpeningagreiðslurnar“. Oddgeir Ottesen, hagfræðidoktor og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, er búinn að tæta aðgerðina niður með tölulegum staðreyndum og hagfræðilegum greiningum sem enginn hefur getað hrakið, þar sem útkoman er sú að hin svokallaða leiðrétting á verðtryggðum húsnæðisskuldum, sem er það alls ekki, sé glórulaus aðgerð, og að í henni felist kærulaus og óábyrgð meðferð á fé úr ríkissjóði. Oddgeir er enginn Samfylkingarmaður, eins og bloggher Framsóknar segir alltaf strax um þá sem reyna að ræða málefnalega um þetta. Hann er það alls ekki. Hann er rödd úr Sjálfstæðisflokknum, sem beygði sig fyrir þessari umfangsmestu þjóðnýtingu á einkaskuldum sem dæmi eru um í Íslandssögunni á síðari tímum.  Það er hins vegar hárrétt hjá Sigurði Inga að taka hraustlega til orða og kalla tugmilljarða vaxtagreiðslur ríkissjóðs blóðpeninga. Einmitt þess vegna er það oft erfitt fyrir stjórnmálamenn að horfast í augu við það, að það þarf að greiða skuldirnar niður, þó það sé kannski ekki til skammtímavinsælda fallið eins og hin svokallaða leiðrétting.

Auglýsing

Fréttapóstur Kjarnans kemur í pósthólfið þitt á hverjum morgni.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinar Frímannsson
Einkarekstur í forgrunni – Umhverfisstefna Sjálfstæðisflokksins
Kjarninn 19. september 2021
Magnús Gottfreðsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands.
Segir gæði vísindastarfs á Landspítala hafa hrakað á síðustu árum
Prófessor við læknadeild Háskóla Íslands segir að öfugþróun hafi átt sér stað í vísindastarfi á Landspítala eftir að hann var gerður að háskólasjúkrahúsi árið 2000, og að ekkert skilgreint fjármagn hafi fengist til að sinna því.
Kjarninn 19. september 2021
Jean-Rémi Chareyre
VG og loftslagsmálin: Að hugsa lengra en þjóðarnefið nær
Kjarninn 19. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd í aðdraganda alþingiskosninganna 2021 – Hluti I
Kjarninn 19. september 2021
Bjarni Jónsson
Stjórnmálaflokkarnir og dánaraðstoð
Kjarninn 19. september 2021
Soffía Sigurðardóttir
Samvinna til árangurs
Kjarninn 19. september 2021
Lesendum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins fækkað um 20 prósent frá miðju ári 2019
Lestur Fréttablaðsins hefur helmingast á rúmum áratug og minnkað um 20 prósent frá því nýir eigendur keyptu blaðið um mitt ár 2019. Þróun á lesendahópi Morgunblaðsins er nánast sú sama. Mikið tap er á rekstri beggja dagblaða.
Kjarninn 19. september 2021
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Meira úr sama flokkiKjarnafæði
None