Pæling dagsins er hluti af daglegum fréttapósti Kjarnans, þar sem farið er yfir það helsta í innlendum og erlendum fréttum. Í pælingu dagsins er athyglisverðum hlutum velt upp.
Það er tilefni til þess að hrósa Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra, Ólafi Ragnari Grímssyni forseta og Degi B. Eggertssyni, borgarstjóra í Reykjavík. Samúðarkveðjurnar sem þeir sendu Frökkum og Parísarbúum, vegna árásarinnar á ritstjórnarskrifstofu Charlie Hebdo, voru fallegar og í þeim komu fram mikilvæg skilaboð. Það var gott hjá Sigmundi Davíð að minnast á það, að árásin væri „grimmúðleg og gróf atlaga að tjáningar- og prentfrelsi, sem eru grundvallargildi og mannréttindi sem brýnt er að stand vörð um.“ Góð og mikilvæg skilaboð, samhliða samúðarkveðjum til Frakklands. Gott hjá ráðamönnum þjóðarinnar að koma þessum mikilvægu skilaboðum á framfæri við frönsku þjóðina. Lifi tjáningarfrelsið og frjáls fjölmiðlun.
Fréttapóstur Kjarnans kemur í pósthólfið þitt á hverjum morgni.