Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Pæling dagsins: Hægt að umbylta stjórnsýslunni með netinu

Al--ingi.jpg
Auglýsing

Pæl­ing dags­ins er hluti af dag­legum frétta­pósti Kjarn­ans, þar sem farið er yfir það helsta í inn­lendum og erlendum frétt­um. Í pæl­ingu dags­ins er athygl­is­verðum hlutum velt upp.

Mikil tæki­færi fel­ast í sífellt meiri áhrifum inter­nets­ins á líf okk­ar, í gegnum síma og sam­fé­lags­miðla ekki síst. Mich­ael Jos­eph Gross, blaða­mað­ur, skrif­aði afar áhuga­verða grein um inter­netið í hið metn­að­ar­fulla tíma­rit Vanity Fair fyrir um tveimur og hálfu ári síð­an, þar sem þessir merki­legu staf­rænu tímar eru nokkuð vel greind­ir. Yfir­skrift­in, World War 3.0, segir sína sögu um hversu stórt mál þetta er. Ýmsar hættur eru fyrir hendi, sem geta leitt til stórra vanda­mála. En tæki­fær­in, ekki síst fyrir smærri sam­fé­lög, eru mik­il. Staðan á Íslandi, þegar kemur að inter­net­inu, er um það bil svona: Næstum allir eru með gott aðgengi að net­inu og næstum allir með góðar tölvur og síma. Þá er tengi­kerfið í byggð með þeim betri í heim­in­um. Stjórn­sýslan íslenska gerir ekki ráð fyrir þessum veru­leika nema að litlu leyti. Full ástæða er til þess að gjör­bylta stjórn­sýsl­unni og laga hana mun hraðar að nýjum veru­leika. Miklir pen­ingar ættu að geta spar­ast með auk­inni sjálf­virkni og aðgengi að upp­lýs­ingum ætti einnig að verða betra, og styrkja ákvörð­una­töku, bæði almenn­ings og stjórn­mála­manna. Reynsla Breta af Gov.Uk verk­efn­inu sýnir að það er vel hægt að nýta netið betur til þess að miðla upp­lýs­ingum til almenn­ings, styrkja opin­bera þjón­ustu og spara pen­ing.

Frétta­póstur Kjarn­ans kemur í póst­hólfið þitt á hverjum morgni.

Auglýsing

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Charles Michel, formaður leiðtogaráðs ESB, á blaðamannafundi síðasta föstudag.
Erfiðar viðræður um björgunarpakka ESB framundan
Aðildarríki Evrópusambandsins munu reyna að sammælast um björgunarpakka vegna efnahagslegra afleiðinga COVID-19 faraldursins næsta föstudag. Búist er við erfiðum viðræðum þar sem mikill ágreiningur ríkir milli landa um stærð og eðli útgjaldanna.
Kjarninn 12. júlí 2020
Stíflurnar loka fyrir flæði sjávar úr Adríahafi inn í Feneyjalónið.
Feneyingar prófa flóðavarnir sem beðið hefur verið eftir
Framkvæmdir við flóðavarnakerfi Feneyinga hafa staðið yfir frá því 2003. Verkefnið er langt á eftir áætlun og kostnaður við það hefur margfaldast.
Kjarninn 12. júlí 2020
Meiri áhugi virðist vera á íbúðum utan höfuðborgarsvæðisins.
Fleiri kaupa utan Reykjavíkur
Talið er að vaxtalækkanir Seðlabankans hafi komið í veg fyrir mikla niðursveiflu á íbúðamarkaðnum, sem tekið hefur við sér að nokkru leyti á síðustu mánuðum. Fleiri kjósa þó að kaupa íbúð utan höfuðborgarsvæðisins heldur en innan þess.
Kjarninn 12. júlí 2020
Trump stígur í vænginn við Færeyinga
Bandaríkjamenn hafa mikinn áhuga á aukinni samvinnu við Færeyinga. Þótt í orði kveðnu snúist sá áhugi ekki um hernaðarsamvinnu dylst engum hvað að baki býr.
Kjarninn 12. júlí 2020
Fé á leið til slátrunar.
Bændum á Íslandi heimilt að aflífa dýr utan sláturhúsa með ýmsum aðferðum
Yrði sláturhús á Íslandi óstarfhæft vegna hópsmits yrði fyrsti kosturinn sá að senda dýr til slátrunar í annað sláturhús. Ef aflífa þarf dýr utan sláturhúsa mega bændur beita til þess ýmsum aðferðum, m.a. gösun, höfuðhöggi og pinnabyssu.
Kjarninn 12. júlí 2020
Þriðjungsfjölgun í Siðmennt á rúmu einu og hálfu ári
Af trúfélögum bætti Stofnun múslima á Íslandi við sig hlutfallslega flestum meðlimum á síðustu mánuðum. Meðlimum þjóðkirkjunnar heldur áfram að fækka en hlutfallslega var mesta fækkunin hjá Zúistum.
Kjarninn 11. júlí 2020
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri Hveragerðis.
„Við þurfum fleiri ferðamenn“
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur nauðsynlegt að fleiri ferðamenn komi til Íslands sem fyrst og vill breytingar á fyrirkomulagi skimana á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 11. júlí 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Frekju og yfirgangi Ísraels engin takmörk sett
Kjarninn 11. júlí 2020
Meira úr sama flokkiKjarnafæði
None