Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Pæling dagsins: Hægt að umbylta stjórnsýslunni með netinu

Al--ingi.jpg
Auglýsing

Pæling dagsins er hluti af daglegum fréttapósti Kjarnans, þar sem farið er yfir það helsta í innlendum og erlendum fréttum. Í pælingu dagsins er athyglisverðum hlutum velt upp.

Mikil tækifæri felast í sífellt meiri áhrifum internetsins á líf okkar, í gegnum síma og samfélagsmiðla ekki síst. Michael Joseph Gross, blaðamaður, skrifaði afar áhugaverða grein um internetið í hið metnaðarfulla tímarit Vanity Fair fyrir um tveimur og hálfu ári síðan, þar sem þessir merkilegu stafrænu tímar eru nokkuð vel greindir. Yfirskriftin, World War 3.0, segir sína sögu um hversu stórt mál þetta er. Ýmsar hættur eru fyrir hendi, sem geta leitt til stórra vandamála. En tækifærin, ekki síst fyrir smærri samfélög, eru mikil. Staðan á Íslandi, þegar kemur að internetinu, er um það bil svona: Næstum allir eru með gott aðgengi að netinu og næstum allir með góðar tölvur og síma. Þá er tengikerfið í byggð með þeim betri í heiminum. Stjórnsýslan íslenska gerir ekki ráð fyrir þessum veruleika nema að litlu leyti. Full ástæða er til þess að gjörbylta stjórnsýslunni og laga hana mun hraðar að nýjum veruleika. Miklir peningar ættu að geta sparast með aukinni sjálfvirkni og aðgengi að upplýsingum ætti einnig að verða betra, og styrkja ákvörðunatöku, bæði almennings og stjórnmálamanna. Reynsla Breta af Gov.Uk verkefninu sýnir að það er vel hægt að nýta netið betur til þess að miðla upplýsingum til almennings, styrkja opinbera þjónustu og spara pening.

Fréttapóstur Kjarnans kemur í pósthólfið þitt á hverjum morgni.

Auglýsing

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Við mölunina eru notuð tæki sem eru búin hnífum eða löngum plastþráðum sem snúast hratt og sjálfvirkt. Afköstin skulu vera, að því er fram kemur í svari MAST við fyrirspurn Kjarnans, nægilega mikil til að tryggja að öll dýrin séu deydd samstundis.
Mölun karlkyns hænuunga „er hryllileg iðja“
Á Íslandi er heimilt að beita tveimur aðferðum við aflífun hænuunga; gösun og mölun. Báðum aðferðum er beitt á tugþúsundir unga á ári. „Allir karlkyns ungar sem fæðast í eggjaiðnaði eru drepnir eftir að þeir klekjast út,“ segir formaður Samtaka grænkera.
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiKjarnafæði
None