Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Rómverjar eru klikk

a--ena.jpg
Auglýsing

Þor­geir Tryggva­son, Toggi, mun sinna bókaum­fjöllun fyrir Kjarn­ann fram að jólum en margar bækur eru að koma út þessa dag­ana. Jóla­bóka­flóðið nær svo hámarki í des­em­ber.

Höf­und­ur: Karl Ágúst Úlfs­son

Aþena, Ohio

Auglýsing

Útgef­andi: Undur og stór­merki

Karl Ágúst Úlfsson. Karl Ágúst Úlfs­son.

Þegar vera á fynd­inn, alla­vega svona í umtals­verðu magni, er væn­legt að beina grín­inu að tölu­verðu leyti að sjálfu sér. Það er auð­vitað ekk­ert sem Karl Ágúst Úlfs­son veit ekki um þá list, svo hann er vissu­lega aðal­skot­spónn­inn í þessum  skyndi­mynd­um, örsögum úr lífi hans og fjöl­skyld­unnar í tveggja ára dvöl í „Hinni sönnu Amer­ík­u“, fjarri solli og menn­ingu stór­borg­anna á strönd­inni.

Eða kannski ekki hann, heldur hann sem ÍSLEND­ING­UR­INN, þessi sem hefur gleypt allar klisjur um ágæti eigin lands, menn­ingar og siða hráar og reynir af kappi að inn­leiða þær eða í það allraminnsta óskap­ast yfir þeim frá­vikum sem hann sér á sinni menn­ingu og (ó)­menn­ingu umhverf­is­ins. Matar­æði, sam­skipta­hætt­ir, hátíð­is­dag­ar, veð­ur. Allt verður kver­úlant­inum að yrk­is­efni. Hann lætur eins og hann sé að skamm­ast yfir hin­um, en svo er það hann sem situr eftir sem vit­leys­ing­ur­inn.

Því þetta fer vita­skuld nán­ast aldrei vel. Þver­haus­inn sem Karl hefur skapað (og er alveg örugg­lega ekki hann sjálfur svo neinu nemi) þarf und­an­tekn­ing­ar­lítið að éta ofan í sig for­dómana og vit­leysuna, stundum án þess að taka eftir því. Þetta er iðul­lega mjög fynd­ið. Karl er á heima­velli í kver­úlöntum eins og Spaug­stofu­á­horf­endur (les: íslend­ing­ar) vita, hvort sem það eru bess­ervissar með ald­ar­fjórð­ungs­reynslu af leigu­bíla­akstri, útsmognir prútt­meist­arar eða önugir fönd­ur­kenn­ar­ar. Eða svona landar á þurru landi.

Eftir því sem líður á bók­ina víkur „for­múlan“ sífellt meira fyrir fjöl­breytt­ari nálg­un. Gaman er að lesa pistla um mál­efni rit­un­ar­tím­ans (1992–4) – langt síðan þær stöllur Nancy Kerrigan og Tonya Harding hafa komið nálægt með­vit­und manns, svo ekki sé minnst á Ros­eanne Barr og Tom Arnold og heim­il­isógæfu Clint­on-hjón­anna.

Gaman hvað Karli er upp­sigað við mark­aðs- og aug­lýs­inga­skrum­menn­ingu Amer­íku, þó lýs­ing­arnar á yfir­geng­leik­anum megi sífellt betur heim­færa á okkur hér. Og langt er síðan ein­hver hefur skrifað jafn æsing­ar­lausa hneykslan á tungu­mál­send­ur­sköp­un­inni sem var að fara í gang þessi árin í nafni „póli­tískrar rétt­hugs­un­ar“.

Undir lokin tekur það síðan yfir, barnið sem kemur undir og síðar í heim­inn á rit­un­ar­tím­an­um. Þannig á það að vera.

Text­arnir eru skrif­aðir sem útvarps­pistl­ar, sem­sagt ekki ætl­ast til að þeir séu gleyptir í einu lagi, og eftir að hafa gert nákvæm­lega það þá verð ég að segja að ég mæli ekki með þannig neyslu. Til þess eru þeir of keim­líkir í upp­bygg­ingu og inni­haldi. Á hinn bóg­inn er skammta­stærðin þannig að þetta er kjör­gripur til að hafa á nátt­borð­inu og jafn­vel enn afvikn­ari stöð­um, þar sem áreynslu­laust og gleði­vekj­andi les­efni á borð við Aþena, Ohio kemur í góðar þarf­ir.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Frekju og yfirgangi Ísraels engin takmörk sett
Kjarninn 11. júlí 2020
Sjávarútvegurinn hefur bætt við sig störfum á meðan hart hefur verið í ári hjá ferðaþjónustunni.
Ferðaþjónustan skreppur saman en sjávarútvegurinn er í sókn
Rúmlega helmingi færri störfuðu í ferðaþjónustu á síðasta ársfjórðungi miðað við árið á undan. Störfum í sjávarútvegi hefur hins vegar fjölgað um helming.
Kjarninn 11. júlí 2020
„Þegar dætrum mínum var ógnað, náðu þeir mér“
Þegar Guðrún Jónsdóttir gekk inn í Kvennaathvarfið árið 1988 til að taka sína fyrstu vakt mætti henni kasólétt kona með glóðarauga. Hún hafði gengið inn í heim sem hafði fram til þessa verið henni gjörsamlega hulinn. „Ég grét í heilan sólarhring.“
Kjarninn 11. júlí 2020
Eldishús með Aviary Pro 10 varpkerfi frá Hellmann sambærilegt kerfum sem verða í notkun að Vallá.
Stjörnuegg vill fjölga fuglum í allt að 95 þúsund að Vallá
Fyrirtækið Stjörnuegg hf. áformar breytingar á eldishúsum sínum að Vallá á Kjalarnesi sem yrðu til þess að hægt væri að koma þar fyrir 95 þúsund fuglum í stað 50 þúsund nú. Slíkum fjölda fylgja um 3.500 tonn af hænsnaskít á ári.
Kjarninn 11. júlí 2020
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kvótaþak óbreytt í tillögum – sem og hvað aðilar þurfi að eiga hvor í öðrum til að teljast tengdir
Lokaskýrsla verkefnastjórnar um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni hefur litið dagsins ljós og hefur hún verið afhent Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegsráðherra. Einn stjórnarmeðlimur setur sérstakan fyrirvara við skýrsluna.
Kjarninn 10. júlí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 39. þáttur: Naumlega sloppið!
Kjarninn 10. júlí 2020
Ingimundur Bergmann
Hótelhald, búfjárhald og pólitík
Kjarninn 10. júlí 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.
„Allir eru á dekki“ við að tryggja áfram landamæraskimun
Starfsfólk Landspítalans hefur brugðist við „af ótrúlegri snerpu og atorku“ með það að markmiði að tryggja að skimun á landamærum geti haldið áfram eftir 13. júlí. „Allir eru á dekki,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri spítalans.
Kjarninn 10. júlí 2020
Meira úr sama flokkiKjarnafæði
None