Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Pæling dagsins: Sigur fyrir sjálfstæði Seðlabankans

10000krsedillMarogBjarni.jpg
Auglýsing

Pæl­ing dags­ins er hluti af dag­legum frétta­pósti Kjarn­ans, þar sem farið er yfir það helsta í inn­lendum og erlendum frétt­um. Í pæl­ingu dags­ins er athygl­is­verðum hlutum velt upp.

Veit­ing Seðla­banka Íslands, í sam­ráði við efna­hags- og fjár­mála­ráðu­neyti Bjarna Bene­dikts­son­ar, á und­an­þágu handa LBI hf. vegna greiðslu til for­gangs­kröfu­hafa upp á 400 millj­arða, er áhuga­verð fyrir margra hluta sak­ir. Í fyrsta lagi er þetta mik­il­vægt skref í átt að því að rýmka fjár­magns­höftin eða afnema þau með tím­an­um. Í öðru lagi er þetta afar mik­il­vægt fyrir Lands­bank­ann og leysir fyr­ir­sjá­an­legan vanda hans, þar sem sam­hliða þessu er verið að lengja í skuld bank­ans við LBI og þar með draga úr áhættu fyrir þjóð­ar­bú­ið. Í þriðja lagi er þetta einnig mik­il­vægt fyrir Seðla­banka Íslands og sjálf­stæði bank­ans undir stjórn Más Guð­munds­son­ar. Það er vitað mál að ýmis­legt gekk á bak við tjöld­in, og hart var deilt um hvort yfir höfuð  ætti að heim­ila greiðslu til for­gangs­kröfu­hafa og lengja í skuld­inni, eins og fram hefur komið í frétt­um, ekki síst í ágætum frétta­skýr­ingum Harðar Ægis­sonar í Morg­un­blað­inu. Að lokum tókst Seðla­bank­anum og efna­hags- og fjár­mála­ráðu­neyt­inu að loka mál­inu. Það er ekki endi­lega víst að allir hafi verið sáttir með þetta, t.d. ekki allir Fram­sókn­ar­menn og ýmsir fylgi­sveinar þeirra í fjár­mála­kerf­inu.

Frétta­póstur Kjarn­ans kemur í póst­hólfið þitt á hverjum morgni.

Auglýsing

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiKjarnafæði
None