Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Bibbi bloggar úr Evróputúr Skálmaldar: Heidelberg

DSCF3958.jpg
Auglýsing

Skálmöld er nú á tæp­lega 7 vikna túr um Evr­ópu. Dag­arnir eru afskap­lega við­burða­ríkir og aðstæður oft afskap­lega skemmti­leg­ar. Snæ­björn, bassa­leik­ari og texta­höf­undur sveit­ar­inn­ar, heldur úti dag­legu bloggi á vef Kjarn­ans þar sem hann lýsir hinu goð­sagna­kennda rokk­ara­lífi. Táfýla, blóð, sviti, tár og auð­vitað rokk & ról beint í æð.

Frí­dagur í gær og við eyddum honum í Berlín. Eftir bug­un­ina dag­inn áður og stuttan svefn vökn­uðum við snemma og héldum niður í bæ með lest­inni. Þegar mið­svæðis kom skildum við við Þrá­inn sem hélt upp í reisu til Heidel­berg á undan okkur en hér á hann alls­konar fólk sem hann heim­sótti sem svo aftur kom á tón­leik­ana í kvöld. Hann skil­aði sér svo bara hreinn, strok­inn, sof­inn og vel ilm­andi með hreint lín í tösku í sánd­tékk í dag. Lúx­us.

Við byrj­uðum þetta á því að fá okkur árbít á ein­hverjum gervi­-Star­bucks. Það var svona líka ljóm­andi og hollt. Svo bara röltum við um í skíta­kulda og skoð­uðum þetta helsta í Berlín. Ég kemst betur og betur að því að ég veit ekki rass­gat um sögu ver­ald­ar­inn­ar. Hér er allt fullt af stórum hliðum og veggjum sem ég veit ekk­ert um. Mér er hætt að vera alveg sama. Ég hafði engan áhuga á svona dóti fyrir nokkrum árum en það er að breyt­ast. Ég þarf að lesa sögu heims­ins. Kannski er það verk­efnið fyrir næsta túr. Þetta var frekar stefnu­laust hjá okkur og eng­inn asi á neinu. Seinni­part­inn end­uðum við svo á ein­hverjum Mexík­ó­veit­inga­stað sem  var alveg sér­lega ljóm­andi ljóm­andi. Síð­asta verk­efni fyrir brott­för var svo að finna hljóð­færa­búð og kaupa hljóm­borðs­sta­tíf. Það gekk sem betur fer, en mátti engu muna. Statífið sem okkur vant­aði var ekki til en góði mað­ur­inn í búð­inni lét sig ekki muna um að púsla þessu saman úr alls­konar hlutum og við end­uðum með nákvæm­lega það sem þurfti. Einu vanda­mál­inu færra og Halli getur þá tekið rétta stöðu á ný. Við tókum svo bara lest­ar­kerfið í rút­una og lögðum af stað. Mikið var nú gott að drulla sér örlítið í menn­ing­una og slæp­ast, fá loft í lungun og aðeins horfa upp úr klof­inu á sér. Mjög mik­il­vægt.

Auglýsing

Ég blogg­aði þarna í gær og þá var klukkan sirka hálf8. Böbbi stakk upp á einum bjór sem ég tók vel í. Þá voru hinir svona að kíkja í og úr koj­um, flestir tóku smá kríu þar sem við höfðum jú sofið frekar lítið og farið snemma af stað. Þegar ég var kom­inn niður í hálfan bjór hugs­aði ég með mér að ég ætti nú senni­lega bara að fara í koj­una og láta hrein­lega ráð­ast hvað gerð­ist næst. Þá stopp­aði Robert í sjoppu. Tólf tímum síðar fór ég að sofa.

Á þessum tólf tímum tókst mér að drekka alveg voða­legt magn af alls­konar sem var bæði gott og gam­an. Í fyrsta skipti á túrnum tókum við fram spila­stokk og spil­uðum Kana í erg og gríð. Ég var léleg­astur af okkur fjórum, en með mér spil­uðu Halli, Böbbi og Flex. Það fór minna í taug­arnar á mér en ætla mætti. Ég er góður í Kana. En í gær var ég of ákaf­ur. Ég sagði of oft og of mik­ið. Ég fer fram á rímadds í kvöld. Gaman að spila Kana.

Ég man nú ekki alveg í hvaða röð menn fóru til svefns en við komum á leið­ar­enda kannski svona fimm. Held ég. Og þá var Robert alveg til í bjór. Og svo drukkum við viskí. Og spjöll­uðum tveir um öll heims­ins mál til sirka hálf8. Þá fór ég að sofa. Og svaf til fimm, vakn­aði merki­lega óþunnur og drull­aði mér inn á tón­leika­stað­inn hér í Heidel­berg.

Upp­haf­lega áttu tón­leik­arnir að vera í Darm­stadt sem hlýtur þá að vera hér skammt frá, en sökum góðrar miða­sölu voru þeir fluttir hing­að. Þetta er nú eig­in­lega ekki tón­leika­stað­ur. Hér er allt í hálf­fok­heldum skemm­um, gas­hitarar og hrá­leik­inn alls­ráð­andi. En hér er nú allt til alls svo sem pláss og alveg sér­lega geðs­legur mat­ur. Laxa-la­sagne er eitt­hvað sem maður hefði kannski ekki veðjað á að væri gott en var svona djöf­ull mikið ágætt. Ég hef kosið að kalla þennan rétt laxagne. Eitt­hvað sem and­meist­ara­kokk­ur­inn ég bið aðra um að elda fyrir mig þegar ég kem heim. Sánd­tékkið var alveg stór­kost­lega venju­legt, sviðið með­al­stórt og tækja­kostur í ljóma. Ein­hver hljóð­draugur elti okkur þó á svið­inu og allt varð voða­lega þungt og graut­að. Eitt­hvað sem við erum samt vanir að tækla.

Svo gerðum við okkur klára og gerðum það sem maður ger­ir. Ég er fyrir löngu búinn að missa sjónar af Mana­ger-­mönn­um. Ég man að Böbbi er að brill­era með Dort­mund, Halli var rek­inn held ég þrisvar á fyrsta tíma­bili sínu, Þrási dólar þetta af öryggi með Manchester United, Flex er svo hel­sjúkur að hann er með tvo leiki í gangi í einu, annan í spjald­inu og hinn í sím­anum og Jón gerir held ég bara eitt­hvað. Partýin eru oft frekar súr en þetta styttir stund­ir. Ég er svo oft­ast bara að keyra tví­víðan bíl frá vinstri til hægri og Baldur fann sér ein­hvern fugla­leik. En já, í gall­ann og á svið.

„Þjóðverjar. Óttalega eru þeir þýskir,“ skrifar Bibbi. „Þjóð­verj­ar. Ótta­lega eru þeir þýskir,“ skrifar Bibb­i.

Þjóð­verj­ar. Ótta­lega eru þeir þýsk­ir. Sal­ur­inn var ljóm­andi stór og allt eins og best verður á kos­ið. Mjög margir mættir að sjá og heyra og útlit fyrir frá­bært gigg. En svo bara stóðu þau. Alveg graf. Þeim fannst alveg gaman og brostu og klöpp­uðu og svo­leiðis en þetta var svoldið eins og kamm­er­tón­leika­stemn­ing. Ég náði nú alveg að klúðra einu all­harka­lega. Til að stilla bass­ann er ég með þar til gert tæki, í dag­legu tali nefnt tjúner, sem ég kveiki á með fæt­in­um, slæ á streng­ina og þá fæ ég upp­lýs­ingar um hvort allt sé í lagi eða hverju ég þurfi að breyta, hífa eða slaka. Tækið rýfur í leið­inni hljóð­merkið svo áhorf­endur þurfi ekki að hlusta á þessa leið­in­legu aðgerð. Þegar maður gleymir að kveikja aftur fyrir lag hefur maður klunn­að. Þegar maður er staddur á sviði þar sem maður heyrir ekki neitt í neinu og fattar ekki neitt fyrr en eftir heilt lag hefur maður klunnað miklu meira. Með fuglum en án bassa. Þetta var bara eitt af þessum gigg­um, Flexi eitt­hvað örlítið ósáttur við sína frammi­stöðu og allt hálf­þungt. En þetta slapp allt fyrir horn þótt erfitt sé að öskra á fólk sem öskrar ekki til baka.

Núna er klukkan 23.23, ég er í rútu og horfi kringum mig á allan þann djöf­ul­dóm af tusku­dýrum sem Baldur er búinn að safna að sér smám saman og gefa Robert. Þetta verða bráðum tíu kvik­indi. Flestir eru bara fyndnir og krútt­legir en risa­bangs­inn sem situr hér í örygg­is­belti gerir ekk­ert annað en taka pláss. Voða­legt er þetta.

Ég er búinn að vera að þessu bloggi í örugg­lega einn og hálfan tíma, með hléum þó því hér náum við smá inter­neti. Smá búinn að spjalla heim og bara slæp­ast. Ég er þreytt­ur, ég ætla ekki að ljúga öðru. Ég ætla bara að láta það ráð­ast hvað gerst næst. Á morgun spilum við í Lúx­em­búrg og þangað hef ég aldrei kom­ið. Akst­ur­inn ku víst stuttur og við leggjum í hann senni­lega um fimm, jafn­vel síð­ar.

Meist­ara­legt dags­ins: Laxagne.

Sköll dags­ins: Án bassa.

Gjaldtaka vegna fiskeldis dugar ekki fyrir kostnaði við bætta stjórnsýslu og eftirlit
Þeir fjármunir sem rekstraraðilar fiskeldis eiga að greiða fyrir afnot af hafsvæðum í íslenskri lögsögu á næsta ári eru minni en það sem ríkissjóður ætlar að setja í bætta stjórnsýslu og eftirlit með fiskeldi.
Kjarninn 19. september 2019
Seðlabanki Bandaríkjanna lækkar vexti og segir óvissu í heimsbúskapnum
Þetta er önnur lækkunin á skömmum tíma, en þar áður höfðu vextir ekki lækkað í áratug.
Kjarninn 18. september 2019
Innlendar eignir nú 72 prósent af eignum lífeyrissjóða
Lífeyrissjóðir landsmanna hafa stækkaðir mikið í eignum talið, á undanförnum árum. Innlán sjóðanna nema tæplega 170 milljörðum.
Kjarninn 18. september 2019
Bergþór Ólason orðinn nefndarformaður á ný
Nýr formaður umhverfis- og samgöngunefndar var kjörinn í dag með tveimur atkvæðum.
Kjarninn 18. september 2019
Íslendingar endurvinna minnst á Norðurlöndunum
Magn heimilisúrgangs á hvern íbúa hér á landi hefur aukist með hverju ári frá hruni og náði magnið nýju hámarki árið 2017 með rúmlega 650 kílóum á hvern íbúa. Jafnframt endurvinna Íslendingar minnst af heimilissorpi af öllum Norðurlöndunum.
Kjarninn 18. september 2019
Takmarka þarf notkun á reiðufé í spilakössum til að stöðva peningaþvætti
Í aðgerðaráætlun gegn peningaþvætti er lagt til að lögum verði breytt þannig að nafnlausir spilarar í spilakössum geti ekki sett háar fjárhæðir í þá, tekið þær síðan út sem vinninga og látið leggja þær inn á sig sem löglega vinninga.
Kjarninn 18. september 2019
Leggj­a enn og aftur fram frum­­varp um refs­ing­ar við tálm­un
Umdeilt tálmunarfrumvarp hefur verið lagt fram á ný á Alþingi.
Kjarninn 18. september 2019
Kristbjörn Árnason
Pantaðar pólitískar tillögur frá OECD og AGS
Leslistinn 18. september 2019
Meira úr sama flokkiKjarnafæði
None