Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Bibbi bloggar úr Evróputúr Skálmaldar: Heidelberg

DSCF3958.jpg
Auglýsing

Skálmöld er nú á tæp­lega 7 vikna túr um Evr­ópu. Dag­arnir eru afskap­lega við­burða­ríkir og aðstæður oft afskap­lega skemmti­leg­ar. Snæ­björn, bassa­leik­ari og texta­höf­undur sveit­ar­inn­ar, heldur úti dag­legu bloggi á vef Kjarn­ans þar sem hann lýsir hinu goð­sagna­kennda rokk­ara­lífi. Táfýla, blóð, sviti, tár og auð­vitað rokk & ról beint í æð.

Frí­dagur í gær og við eyddum honum í Berlín. Eftir bug­un­ina dag­inn áður og stuttan svefn vökn­uðum við snemma og héldum niður í bæ með lest­inni. Þegar mið­svæðis kom skildum við við Þrá­inn sem hélt upp í reisu til Heidel­berg á undan okkur en hér á hann alls­konar fólk sem hann heim­sótti sem svo aftur kom á tón­leik­ana í kvöld. Hann skil­aði sér svo bara hreinn, strok­inn, sof­inn og vel ilm­andi með hreint lín í tösku í sánd­tékk í dag. Lúx­us.

Við byrj­uðum þetta á því að fá okkur árbít á ein­hverjum gervi­-Star­bucks. Það var svona líka ljóm­andi og hollt. Svo bara röltum við um í skíta­kulda og skoð­uðum þetta helsta í Berlín. Ég kemst betur og betur að því að ég veit ekki rass­gat um sögu ver­ald­ar­inn­ar. Hér er allt fullt af stórum hliðum og veggjum sem ég veit ekk­ert um. Mér er hætt að vera alveg sama. Ég hafði engan áhuga á svona dóti fyrir nokkrum árum en það er að breyt­ast. Ég þarf að lesa sögu heims­ins. Kannski er það verk­efnið fyrir næsta túr. Þetta var frekar stefnu­laust hjá okkur og eng­inn asi á neinu. Seinni­part­inn end­uðum við svo á ein­hverjum Mexík­ó­veit­inga­stað sem  var alveg sér­lega ljóm­andi ljóm­andi. Síð­asta verk­efni fyrir brott­för var svo að finna hljóð­færa­búð og kaupa hljóm­borðs­sta­tíf. Það gekk sem betur fer, en mátti engu muna. Statífið sem okkur vant­aði var ekki til en góði mað­ur­inn í búð­inni lét sig ekki muna um að púsla þessu saman úr alls­konar hlutum og við end­uðum með nákvæm­lega það sem þurfti. Einu vanda­mál­inu færra og Halli getur þá tekið rétta stöðu á ný. Við tókum svo bara lest­ar­kerfið í rút­una og lögðum af stað. Mikið var nú gott að drulla sér örlítið í menn­ing­una og slæp­ast, fá loft í lungun og aðeins horfa upp úr klof­inu á sér. Mjög mik­il­vægt.

Auglýsing

Ég blogg­aði þarna í gær og þá var klukkan sirka hálf8. Böbbi stakk upp á einum bjór sem ég tók vel í. Þá voru hinir svona að kíkja í og úr koj­um, flestir tóku smá kríu þar sem við höfðum jú sofið frekar lítið og farið snemma af stað. Þegar ég var kom­inn niður í hálfan bjór hugs­aði ég með mér að ég ætti nú senni­lega bara að fara í koj­una og láta hrein­lega ráð­ast hvað gerð­ist næst. Þá stopp­aði Robert í sjoppu. Tólf tímum síðar fór ég að sofa.

Á þessum tólf tímum tókst mér að drekka alveg voða­legt magn af alls­konar sem var bæði gott og gam­an. Í fyrsta skipti á túrnum tókum við fram spila­stokk og spil­uðum Kana í erg og gríð. Ég var léleg­astur af okkur fjórum, en með mér spil­uðu Halli, Böbbi og Flex. Það fór minna í taug­arnar á mér en ætla mætti. Ég er góður í Kana. En í gær var ég of ákaf­ur. Ég sagði of oft og of mik­ið. Ég fer fram á rímadds í kvöld. Gaman að spila Kana.

Ég man nú ekki alveg í hvaða röð menn fóru til svefns en við komum á leið­ar­enda kannski svona fimm. Held ég. Og þá var Robert alveg til í bjór. Og svo drukkum við viskí. Og spjöll­uðum tveir um öll heims­ins mál til sirka hálf8. Þá fór ég að sofa. Og svaf til fimm, vakn­aði merki­lega óþunnur og drull­aði mér inn á tón­leika­stað­inn hér í Heidel­berg.

Upp­haf­lega áttu tón­leik­arnir að vera í Darm­stadt sem hlýtur þá að vera hér skammt frá, en sökum góðrar miða­sölu voru þeir fluttir hing­að. Þetta er nú eig­in­lega ekki tón­leika­stað­ur. Hér er allt í hálf­fok­heldum skemm­um, gas­hitarar og hrá­leik­inn alls­ráð­andi. En hér er nú allt til alls svo sem pláss og alveg sér­lega geðs­legur mat­ur. Laxa-la­sagne er eitt­hvað sem maður hefði kannski ekki veðjað á að væri gott en var svona djöf­ull mikið ágætt. Ég hef kosið að kalla þennan rétt laxagne. Eitt­hvað sem and­meist­ara­kokk­ur­inn ég bið aðra um að elda fyrir mig þegar ég kem heim. Sánd­tékkið var alveg stór­kost­lega venju­legt, sviðið með­al­stórt og tækja­kostur í ljóma. Ein­hver hljóð­draugur elti okkur þó á svið­inu og allt varð voða­lega þungt og graut­að. Eitt­hvað sem við erum samt vanir að tækla.

Svo gerðum við okkur klára og gerðum það sem maður ger­ir. Ég er fyrir löngu búinn að missa sjónar af Mana­ger-­mönn­um. Ég man að Böbbi er að brill­era með Dort­mund, Halli var rek­inn held ég þrisvar á fyrsta tíma­bili sínu, Þrási dólar þetta af öryggi með Manchester United, Flex er svo hel­sjúkur að hann er með tvo leiki í gangi í einu, annan í spjald­inu og hinn í sím­anum og Jón gerir held ég bara eitt­hvað. Partýin eru oft frekar súr en þetta styttir stund­ir. Ég er svo oft­ast bara að keyra tví­víðan bíl frá vinstri til hægri og Baldur fann sér ein­hvern fugla­leik. En já, í gall­ann og á svið.

„Þjóðverjar. Óttalega eru þeir þýskir,“ skrifar Bibbi. „Þjóð­verj­ar. Ótta­lega eru þeir þýskir,“ skrifar Bibb­i.

Þjóð­verj­ar. Ótta­lega eru þeir þýsk­ir. Sal­ur­inn var ljóm­andi stór og allt eins og best verður á kos­ið. Mjög margir mættir að sjá og heyra og útlit fyrir frá­bært gigg. En svo bara stóðu þau. Alveg graf. Þeim fannst alveg gaman og brostu og klöpp­uðu og svo­leiðis en þetta var svoldið eins og kamm­er­tón­leika­stemn­ing. Ég náði nú alveg að klúðra einu all­harka­lega. Til að stilla bass­ann er ég með þar til gert tæki, í dag­legu tali nefnt tjúner, sem ég kveiki á með fæt­in­um, slæ á streng­ina og þá fæ ég upp­lýs­ingar um hvort allt sé í lagi eða hverju ég þurfi að breyta, hífa eða slaka. Tækið rýfur í leið­inni hljóð­merkið svo áhorf­endur þurfi ekki að hlusta á þessa leið­in­legu aðgerð. Þegar maður gleymir að kveikja aftur fyrir lag hefur maður klunn­að. Þegar maður er staddur á sviði þar sem maður heyrir ekki neitt í neinu og fattar ekki neitt fyrr en eftir heilt lag hefur maður klunnað miklu meira. Með fuglum en án bassa. Þetta var bara eitt af þessum gigg­um, Flexi eitt­hvað örlítið ósáttur við sína frammi­stöðu og allt hálf­þungt. En þetta slapp allt fyrir horn þótt erfitt sé að öskra á fólk sem öskrar ekki til baka.

Núna er klukkan 23.23, ég er í rútu og horfi kringum mig á allan þann djöf­ul­dóm af tusku­dýrum sem Baldur er búinn að safna að sér smám saman og gefa Robert. Þetta verða bráðum tíu kvik­indi. Flestir eru bara fyndnir og krútt­legir en risa­bangs­inn sem situr hér í örygg­is­belti gerir ekk­ert annað en taka pláss. Voða­legt er þetta.

Ég er búinn að vera að þessu bloggi í örugg­lega einn og hálfan tíma, með hléum þó því hér náum við smá inter­neti. Smá búinn að spjalla heim og bara slæp­ast. Ég er þreytt­ur, ég ætla ekki að ljúga öðru. Ég ætla bara að láta það ráð­ast hvað gerst næst. Á morgun spilum við í Lúx­em­búrg og þangað hef ég aldrei kom­ið. Akst­ur­inn ku víst stuttur og við leggjum í hann senni­lega um fimm, jafn­vel síð­ar.

Meist­ara­legt dags­ins: Laxagne.

Sköll dags­ins: Án bassa.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Icelandair Group er efst á lista, enda með meira en eitt og hálft prósent íslenska vinnumarkaðarins í hlutastarfi í mars og apríl.
Fyrirtækin sem fengu mest út úr hlutabótaleiðinni í mars og apríl
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um hlutabótaleiðina má finna niðurbrot á því hversu mikið fé rann frá Vinnumálastofnun til starfsmanna fyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina í mars og apríl. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. maí 2020
Samkeppniseftirlitið sektar Símann um 500 milljónir
Samkvæmt Samkeppniseftirlitinu hefur Síminn brotið gegn skilyrðum í sáttum sem fyrirtækið hefur á undanförnum árum gert við eftirlitið. Það telur að brotin séu alvarleg og sektar Símann vegna þessa um 500 milljónir króna. Síminn ætlar að áfrýja.
Kjarninn 28. maí 2020
Skúli Eggert Þórðarson er ríkisendurskoðandi.
Talin hafa breytt launaseðlum til að ná hærri greiðslum úr ríkissjóði vegna hlutabótaleiðar
Ríkisendurskoðun telur að leiða megi líkum að því að ákveðinn hópur sem nýtti sér hlutabótaleiðina hafi breytt áður uppgefnum launum til hækkunar svo þeir myndu fá hærri greiðslur úr ríkissjóði. Hækkunin í heild nemur 114 milljónum króna.
Kjarninn 28. maí 2020
Oddný G. Harðardóttir vill að uppsagnarstyrkjum verði breytt.
Vill banna þeim sem átt hafa í fjárhagslegum tengslum við skattaskjól að fá uppsagnarstyrk
Oddný G. Harðardóttir hefur lagt fram breytingartillögu við frumvarp um stuðning úr ríkissjóði vegna greiðslu launakostnaðar í uppsagnarfresti. Kallar eftir aðgerðum fyrirtækja í loftslagsmálum, endurgreiðslu styrkja og þaki á laun stjórnenda.
Kjarninn 28. maí 2020
Svört skýrsla um hlutabótaleiðina sýnir grun um misnotkun
Ríkisendurskoðun gagnrýnir framkvæmd hlutabótaleiðarinnar harðlega í skýrslu sem hún hefur unnið. Of margir sem áttu ekki í bráðum rekstrarvanda hafi nýtt sér hana til að sækja fjármuni í ríkissjóð og misbrestur hafi verið á eftirliti.
Kjarninn 28. maí 2020
Smári McCarthy, þingmaður Pírata.
Hægt sé að lesa á milli línanna og sjá hvaða fyrirtæki uppsagnarstyrkir séu hugsaðir fyrir
Þingmaður Pírata telur líklegt að sagan muni dæma frumvarp um að greiða 27 milljarða króna í styrkti til fyrirtækja til að hjálpa þeim að segja upp fólki, sem mistök. Stöðugleika þorra launamanna sé fórnað fyrir hagsmuni nokkurra fyrirtækjaeigenda.
Kjarninn 28. maí 2020
Framhaldsskólinn var styttur úr fjórum árum í þrjú.
Vísbendingar um lægri meðaleinkunn í HÍ eftir styttingu framhaldsskólanáms
Andlegri heilsu nemenda, aðallega stúlkna, hefur hrakað frá því að framhaldsskólanámið var stytt um eitt ár. Sú þróun hófst þó talsvert fyrr en námstímanum var breytt, segir í skýrslu menntamálaráðherra um áhrif styttingarinnar á ýmsa þætti.
Kjarninn 28. maí 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Apple gleraugu á leiðinni
Kjarninn 28. maí 2020
Meira úr sama flokkiKjarnafæði
None