Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Karolina Fund: Einleiksfantasíur og þörfin fyrir að skapa

0616bf98450389ce6ad4c54b11a730c9.jpg
Auglýsing

Mel­korka Ólafs­dóttir lærði á flautu í Tón­skóla Sig­ur­sveins, Tón­list­ar­skóla Reykja­víkur og Lista­há­skóla Íslands, þar sem aðal­kenn­ari hennar var Bern­harður S. Wilk­in­son. Síðar nam hún við Konservator­íin í Amster­dam og í Haag, Guild­hall School of Music and Drama í London og í École Nationale de Musique et Dans í Par­ís, þar sem hún kláraði Premier Prix og Prix Per­fect­ion­mente með hæstu ein­kunn.

Mel­korka er að safna fyrir útgáfu geisla­disks með­ ein­leiks­fantasíum Georgs Phil­ipp Tel­em­ann. Hún, og verk­efnið hennar, eru Karol­ina Fund-verk­efni vik­unnar hér á Kjarn­an­um.

Melkorka Ólafsdóttir lærði meðal annars á flautu við Konservatoríin í Amsterdam og í Haag, Guildhall School of Music and Drama í London og í École Nationale de Musique et Dans í París, þar sem hún kláraði Premier Prix og Prix Perfectionmente með hæstu einkunn. Mel­korka Ólafs­dóttir lærði meðal ann­ars á flautu við Konservator­íin í Amster­dam og í Haag, Guild­hall School of Music and Drama í London og í École Nationale de Musique et Dans í Par­ís, þar sem hún kláraði Premier Prix og Prix Per­fect­ion­mente með hæstu ein­kunn.

Auglýsing

Ótelj­andi leiðir til að skapaGetur þú sagt okkur frá tón­list­inni þinni. Hvað drífur þig áfram í tón­list­ar­sköpun hvernig þró­að­ist hún?

„Já, ég held að það hafi allir þörf fyrir að skapa. Hvort sem það er eitt­hvað sem fólk er með­vitað um eða ekki. Það er hægt að fara svo ótelj­andi margar leiðir í því, sumir leggja eitt­hvað list­form fyrir sig, aðrir nostra við áhuga­mál, enn aðrir eru mjög skap­andi í störfum sem telj­ast kannski ekki aug­ljós­lega bjóða upp á slíka hugs­un.

Í raun­inni skiptir kannski ekki rosa­lega miklu máli hvaða miðil fólk velur sér fyrir hana eða að hvaða marki maður skil­greinir sjálfan sig eftir henni. Það er frekar að það snú­ist, með­vitað eða ómeð­vit­að, um val, um það hvort maður ákveði að leita að ein­hvers­konar stærra sam­hengi í líf­inu en því sem liggur beint fyrir framan mann. Hvort maður leiti hugs­an­lega að ein­hverju and­legu ríki­dæmi frekar en ver­ald­legu. Þá er list og sköpun leið til að kom­ast þang­að, en það eru líka ótelj­andi aðrar leið­ir.

Melkorka Ólafsdóttir. Mel­korka Ólafs­dótt­ir.

 

Þetta er aðal­lega spurn­ing um að vera opinn fyrir því að undrast, að sjá hlut­ina á annan veg en þann aug­ljósa og að fest­ast ekki í ein­verri einni leið. Þegar maður fest­ist er sjón­deild­ar­hring­ur­inn of tak­mark­að­ur, það tekur frá manni svo stóran hluta af því sem lífið hefur upp á að bjóða. Fyrir mér er sköp­un­ar­þörfin ein­hver algjör grunn­þörf og ef ég næri hana ekki þá finn ég fyrir því. Tón­list­in, eða hvaða lista­form sem er, er leið til þess að opna. Til að opna augu og huga og hjörtu fólks. Líka til að minna á hvað við erum tengd.

Þar af leið­andi er listin líka óum­ræð­an­lega mann­bæt­andi. Kannski finnst þér ég ekki alveg vera að svara spurn­ing­unn­i......en samt er þetta svar­ið; það er þessi þörf sem drífur mig áfram, og þessi sama þörf hefur líka leitt til þess að tón­list­ar­sköp­unin þró­ast. Því ef maður er alltaf að setja sig í stell­ingar til að spyrja og sjá hlut­ina í nýju ljósi, þá er maður líka alltaf að ýta sjálfum sér út í óviss­una og leita á ný mið. Þannig vex mað­ur, með því að prófa sig áfram og gera til­raunir og skora sjálfan sig á hólm. Það krefst þess að taka áhætt­ur, en maður kemst líka ekk­ert áfram nema að taka áhætt­ur. Ég var mús­íkalskt barn, en mér fannst líka gaman að teikna og skrifa ljóð. Kannski var það ein­hvers­konar til­viljun að ég lagði tón­list­ina fyrir mér en ekki eitt­hvað ann­að. En tón­listin hefur verið minn besti vinur og styrk­ur. Það getur vel verið að sköp­un­ar­þörfin leiði mig eitt­hvað annað ein­hvern­tíma, þá er líka bara að vera opin fyrir því."

 Fantasí­urnar eiga sér­stakan staðHvað er á döf­inni næst hjá þér? Mun verk­efnið lifa áfram eða tekur næsta við?

„Disk­ur­inn sem ég er að gefa út núna er frekar mik­il­vægur og stórt skref fyrir mig. Ég er svaka­lega feimin í svona hlut­um, að koma mér á fram­færi, meira en þú gætir ímyndað þér. Ég lærði hjá kenn­ara í París sem var algjör gúru fyrir mér, við fórum í gegnum allar Tel­em­ann Fantasí­urnar sam­an. Fantasí­urnar eiga alveg sér­stakan stað hjá mér og ég veit eig­in­lega ekki um betri tón­list fyrir flautu.

Ég tók frekar stóra ákvörðun á síð­asta ári, að flytja heim til Íslands þrátt fyrir að vita að hér myndi verða erfitt fyrir mig að lifa á því að spila tón­list.

Ég tók frekar stóra ákvörðun á síð­asta ári, að flytja heim til Íslands þrátt fyrir að vita að hér myndi verða erfitt fyrir mig að lifa á því að spila tón­list. Ísland er mjög lítið land, en ég var komin á stað þar sem mig lang­aði hvergi ann­ars staðar að vera. Svo ég ákvað að taka að mér ann­ars konar vinnu, verk­efna­stjórn í Hörpu. Starfið er mjög tengt mínu sér­sviði en þó ólíkt. Þess vegna fannst mér að ég yrði að skilja eitt­hvað eftir mig, eftir þessi rúmu 20 ár sem ég hef varið í sér­hæf­ing­una. Svo að vissu leiti er Tel­em­ann disk­ur­inn kveðju­söngur fyrir ákveðið tíma­bil, án þess þó að það þurfi að vera of dramat­ískt. Ég held áfram að spila, eða a.m.k. að skapa, þörfin stjórnar mér en ég ekki henni. Ég er alveg búin að átta mig á því að ég ræð minnstu um þetta sjálf. Því ber að fagna, þannig vil ég lifa líf­in­u."

Útgáfu­hóf plöt­unnar verður haldið í Mengi 16. des­em­ber kl 17:00

Hér er hægt að skoða verk­efnið og styðja Mel­korku í hennar veg­ferð.Sagt verður frá völdu verk­efni sem leitað hefur að fjár­mögnun í gegnum Karol­ina Fund á hverjum laug­ar­degi á Kjarn­an­um.

 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hygge
Hvað þýðir danska hugtakið hygge? Er það stig sem nær hærra en bara að hafa það kósí? Nær eitthvað íslenskt orð yfir það? Eða er um að ræða sérstaka danska heimspeki?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægsta tekjuhópnum ná ekki að leggja neitt fyrir, ganga á sparnað eða safna skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiKjarnafæði
None