Pæling dagsins er hluti af daglegum fréttapósti Kjarnans, þar sem farið er yfir það helsta í innlendum og erlendum fréttum. Í pælingu dagsins er athyglisverðum hlutum velt upp.
Nýtt ár gekk í garð með sprengingum og látum. Það er ekkert nýtt, en þó eru alltaf þúsundir manna hér á landi sem upplifa áramótin íslensku í fyrsta skipti. Fyrir þeim er þetta nýtt og spennandi. Erlendir ferðamenn hafa fyllt hótel á höfuðborgarsvæðinu yfir áramótin undanfarin ár, og það var engin undantekning á því í þetta skiptið. Þessi siður, að kveðja árið með jafn miklum spreningum og raun ber vitni, er svo til alveg séríslenskur og það er magnað að sjá hvað erlendum ferðamönnum þykir þetta tilkomumikil flugeldasýning. Þeir gapa upp í loftið, furðu lostnir! Það er vel hægt að hugsa sér að margar íslenskar venjur séu stórmerkilegar í huga erlendra ferðamanna. Kannski finnst þeim þorrablótin alveg magnað og einstakt fyrirbæri. Kannski væri hægt að draga hingað til lands ferðamenn yfir vetrartímann til þess að upplifa sanna íslenska matar- og skemmtihátíð? Eða kannski er það fullmikil bjartsýni...
Fréttapóstur Kjarnans kemur í pósthólfið þitt á hverjum morgni.