Pæling dagsins er hluti af daglegum fréttapósti Kjarnans, þar sem farið er yfir það helsta í innlendum og erlendum fréttum. Í pælingu dagsins er athyglisverðum hlutum velt upp.
Tölur yfir fjölda látinna í flóðbylgjunni sem skall á ströndum Tælands, Indónesíu og eyjaklasans í næsta nágrenni, á öðrum degi jóla árið 2004, eru enn á reiki. Í gær voru tíu ár frá þessum ótrúlegu og óhugnalegu náttúruhamförum. Í það minnsta er talið að 200 þúsund manns hafi látið lífið, en einnig hafa verið nefndar tölur upp að allt að 250 þúsund. Ástæðan fyrir þessum mismunandi upplýsingum er meðal annars ekki nægilega áreiðanlegar upplýsingar um íbúafjölda á þessum svæðum þegar þetta gerðist. Upplýsingasöfnunin er sums staðar ekki nægilega skilvirk og vönduð. Það er öllum hollt að hugsa til fólksins sem upplifði þessar hamfarir á eigin skinni og missti ástvini sína á þessum tímum. Þvílíkar hörmungar. Um eitt þúsund íbúar Norðurlanda dóu í flóðinu, þar af ríflega 500 Svíar, sem sýnir hvað þetta var í reynd nærri okkur Íslendingum. En hugurinn leitar ekki síst til íbúa á svæðinu, sem unnu þrekvirki við björgunarstarf áður en alþjóðleg hjálp barst á svæðið, og síðan einnig í samstarfi við alþjóðleg björgunarlið marga mánuði eftir flóðin.
https://www.youtube.com/watch?v=ikq0P7U0x4Q
Fréttapóstur Kjarnans kemur í pósthólfið þitt á hverjum morgni.