Pæling dagsins er hluti af daglegum fréttapósti Kjarnans, þar sem farið er yfir það helsta í innlendum og erlendum fréttum. Í pælingu dagsins er athyglisverðum hlutum velt upp.
Það er alltaf aðdáunarvert þegar mikill metnaður er lagður í verslun og þjónustu inn í íbúahverfum. Mörg dæmi eru um metnaðarfullar búðir víða um land sem ekki eru hluti af risavöxnum smásölufyrirtækjum og stórmörkuðum. Eitt fyrirtæki er gott dæmi um þetta. Það er Pylsumeistarinn Hrísateigi 47, við Laugalæk. Vörurnar þar, pylsur af ýmsu tagi þar sem nostrað hefur verið við framleiðslu og kjötvinnslu, eru hreinasta lostæti. Þá er þjónustan afbragðsgóð, vörumerkið "kúl" og bréfpokaumbúðir um pylsurnar eitursnjallt sérkenni. Stundum er gaman að pæla í litlu hlutunum líka en ekki aðeins stjórnmálunum og ganginum í efnahagsmálum. Það er þakkarvert að fólk sé tilbúið að bjóða upp á afbragðsþjónustu í litlum og meðalstórum fyrirtækjum í nærumhverfinu, með nostri og mikilli fagmennsku. Pylsumeistarinn er gott dæmi um þetta.
Fréttapóstur Kjarnans kemur í pósthólfið þitt á hverjum morgni.