Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Bibbi bloggar úr Evróputúr Skálmaldar: Treviso

DSCF3193-copy.jpg
Auglýsing

Skálmöld er nú á tæplega 7 vikna túr um Evrópu. Dagarnir eru afskaplega viðburðaríkir og aðstæður oft afskaplega skemmtilegar. Snæbjörn, bassaleikari og textahöfundur sveitarinnar, heldur úti daglegu bloggi á vef Kjarnans þar sem hann lýsir hinu goðsagnakennda rokkaralífi. Táfýla, blóð, sviti, tár og auðvitað rokk & ról beint í æð.

Treviso


Ítalía. Ég get sagt með mjög sannfærandi röddu að ég hef aldrei spilað gigg á Ítalíu þar sem allt er í orden. Og heldur ekki í kvöld.

Eftir Feneyjaferðina rúlluðum við hér upp að tónleikastaðnum í Treviso. Fyrstu mómentin fóru í að hitta fólk. Við rákumst mjög fljótlega á Rússana í Arkona. Við túruðum með þeim 2011 og þekkjum þau því ágætlega. Þetta er allt saman alveg ágætis fólk en þau eru alveg óskaplega rússnesk. Þeim hefur þó farið heldur fram er kemur að enskukunnáttu og talsvert auðveldara að eiga samskipti við þau nú en þá. En hversu veltalandi sem Rússarnir verða þá einkennist hreimurinn af þessu undarlega kokblásturs-h-hljóði sem er eitthvað svo kómískt. En já, það var gaman að hitta þau aftur. Og svo hittum við vitanlega hitt bandið, stóra bandið á túrnum, sem kallar sig Eluveitie. Þau eru frá Sviss og spila keltneskan þjóðlagametal. Þetta band er alveg talsvert stórt og við erum vitanlega að hanga í rassinum á þeim. Það gerir okkur kleift að spila á stærri stöðum og fyrir fleira fólk, en að sjálfsögðu erum við litla bandið á túrnum.

DSCF3185 copy Björgvin Sigurðsson, Böbbi, söngvari Skálmaldar.

Auglýsing

Við hefjum alla tónleika, minnst er fyrir okkur haft í alla staði og við höfum mest að sanna. Sem svo aftur hendar okkur ágætlega. Fljótt á litið eru þau alveg óskaplega almennileg, þetta Eluveitie-fólk. Þau eru átta talsins og til viðbótar við hefðbundin rokkhljóðfæri spila þau á allskonar skondin instrúment, flautur og fiðlur og sekkjapípur, bouzouki og hurdy gurdy, já og örugglega eitthvað fleira sem ég kann ekki að nefna. Útkoman er svona Eurovision-þungarokk, afskaplega vel framkvæmt og afgreitt. Við höfðum hitt einn meðliminn áður, Patrick, sem heilsaði upp á okkur í Barcelona þegar við vorum á túr með Finntroll og Tý í fyrra. Patrick er óskaplega ágætur maður, og í ljós kom að þau hin eru það svo sannarlega líka. Fyrstu kynni voru hreint ágæt sem gleður óskaplega. Við hittum líka Marci sem við túruðum með 2011. Hann er partur af krúinu og þar fer eðalmenni sem gerir mónitormix eins og enginn annar. Já, í stutt máli urðu þetta fagnaðarfundir, bæði með gömlum vinum og nýjum.

Back Droppið skilaði sér. Við fengum pakkann afhentan um leið og við komum í hús og það kom svolítið á óvart. Síðar kom svo í ljós að fleiri höfðu fengið pakka sendan hingað í dag sem átti eftir að draga heilmikið á eftir sér. Sviðið á tónleikastaðnum var hinsvegar svo agnarsmátt að við höfum ekki fyrir því að hengja þennan nýja fána upp. Ítalía. Hér virkar ekkert.

Eluveitie hefur ákveðið að ferðast með risastóran trommupall í þetta skiptið. Hann er á að giska 2,5x4 metrar og alveg mittishár. Merlin, trymbill þeirra Svisslendinga, er ekki mikið fyrir að deila og því fáum við ekki að nota trommusettið sem ofan á þessum palli er. Við og Arkona deilum trommusetti og það þarf að staðsetjast fyrir framan þennan óskapnað sem pallurinn er. Það verður sjálfsagt ekki mikið mál í flestum tilfellum, en þegar sviðið er jafnlítið og í dag er þetta algerlega fáránlegt. Við brugðum það ráð að hafa settið úti í væng sviðshægri og hljómborðið á hinum endanum. Við fjórir sem eftir vorum stokkuðum okkur svo bara þar á milli og reyndum að grennast eins og við gátum í dag til að komast fyrir. Giggið var þröngt. En já, spólum aðeins til baka.

DSCF3117 Stund milli stríða við rútuna, Axel hljóðmaður (til vinstri) og Jón Geir trommari.

Tónleikahaldarar í Evrópu eru skyldugir til að fæða listamenn sem spila á stöðunum þeirra. Þessi daglegi matur getur verið alveg gríðarlega misjafnlega góður og í dag var hann eiginlega hálfgert ógeð. Vonbrigðin voru þau að hann leit alveg ágætlega út, en djöfull sem þetta var nú allt ógeðslegt. En það er svona, maður lætur sig bara hafa það. Sándtékkið fór svo auðvitað út um þúfur. Hálflasinn tækjakostur og algerlega áhugalausir starfsmenn hússins sáu til þess að allt dróst von úr viti. Við hljóðprufum síðastir og förum fyrstir á við. Þetta fyrirkomulag er alþekkt í tónlistarheiminum. Í dag hafði allt skolast svo óskaplega til að við fengum óþolandi stuttan tíma. Hljóðið á okkur var því allt annað en tilbúið þegar hleypt var inn í húsið. Við tókum þessu af ró og spiluðum út reynsluspilinu. Við erum líka rólegri í þessum efnum en oft áður því í fyrsta skipti túrum við núna erlendis með okkar eigin hljóðmann, hann Flex, sem hefur tekið upp allar plötur Skálmaldar og fylgt okkur frá upphafi. Við höfum því bandamann á tækjunum, en ekki bara einhvern slembivalinn óvita sem húsið skaffar. Það er ómetanlegt. Og alveg sérstaklega á Ítalíu. Við fórum því bara í rútuna og skiptum um föt. Og nei, við fengum ekki búningsherbergi. Við erum á Ítalíu muniði.

Við létum mótlætið egna okkur og spiluðum algerlega frábært gigg. Allt var sirka eins og verst verður á kosið, utan þess að salurinn var þéttfullur af fólki þegar við hófum leika. Við náum að rífa upp stemninguna á stuttum tíma og þegar upp var staðið urðu þetta afskaplega skemmtilegir tónleikar, þrátt fyrir allskonar uppákomur og tækniörðuleika. Það setur svo sannarlega tóninn fyrir þessar vikur sem framundan eru. Um þetta snýst leikurinn, spila alltaf í það minnsta 7% yfir getu. Kvöldið fór svo í að skoða hin böndin, drekka pínu bjór og í sig nýjar aðstæður. Arkona og Eluveitie hljómuðu bara ágætlega í kvöld.

Eftir tónleikana fór svo allt á hliðina. Við erum sum sé á okkar bíl, Arkona á svipuðum, nema gluggalausum og heldur minni, en Eluveitie og tækniliðið fyllir stóra rútu. Aftan í öllum þessum bílum hanga svo kerrur undir dót. Eðli málsins samkvæmt túrar Eluveitie með óhemju magn af drasli og dóti. Þegar þau komu hingað í morgun var kerran full, en hingað höfðu þau svo látið senda áður umræddan trommupall, sem og varning, boli, peysur og fullt af öðru góssi. Þannig varð það ekki flókin stærðfræði að draslið komst alls ekki allt í kerruna þeirra.

DSCF3157 copy Baldur Ragnarsson, gítarleikari, er myndasmiður. Þessi mynd af hundi í Treviso er nokkuð góð.

Fararstjórinn heitir Tibor. Ég veit ekki mikið meira um hann, nema að hann er með skegg og gerði sér það að leik að vera frekar leiðinlegur í dag, var allt annað en hjálplegur við sándtékkið og var almennt með dólg. Hann var hinsvegar alls ekki jafnleiðinlegur nú í kvöld þegar í ljós kom að við hefðum laust pláss í okkar kerru. Hann var eiginlega bara mjög almennilegur. Já eða sleikjulegur jafnvel. Mér fannst það nú bara gaman, og ég lét hann biðja fallega. Þannig endaði með því að kerran okkar er nú stappfull af bolum og tækjum og tólum frá Eluveitie, því annars hefði ekki verið mögulegt að koma þessu öllu milli staða. Ruglið virðist liggja hjá fyrirtækinu sem átti að skaffa þeim kerru en kerran sem skilaði sér var víst miklu minni en sú sem pöntuð var.

Sama fyrirtæki á einmitt að sjá um að prenta út leiðarbækurnar fyrir þá sem eru á túrnum. Við höfum ekkert svoleiðis fengið. Ég veit bara að við spilum aftur á Ítalíu á morgun og á tónleikastað sem við sóttum í fyrra en ég man ekkert hvað borgin/bærinn/þorpið heitir. Ég man þó að umrætt venjú er algerlega ógeðslegt, lélegt, skítugt og illa mannað. Ég heyrði einhvern segja áðan að þangað væru milli 4 og 500 kílómetrar.

Klukkan er rúmlega fjögur og Robert er að skríða úr koju, enda búinn að hóta brottför um þetta leyti. Það er best að ég muni eftir að segja honum að kerran er smekkfull af málmþungu dóti. Strákarnir eru fyrir löngu skriðnir í koju, fyrir utan Baldur sem var rétt í þessu að velta inn í bílinn. Ég er búinn að fá mér smá, hann talsvert meira.

Og þá er Robert vaknaður. Við keyrum af stað eftir smá. Þetta er byrjað.

Meistaralegt dagsins: Þetta er byrjað. Það osom!

Sköll dagsins: Ógeðslegt venjú og matur sem ég myndi ekki einu sinni bjóða kettinum mínum.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiKjarnafæði
None