Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Bibbi bloggar úr Evróputúr Skálmaldar: Treviso

DSCF3193-copy.jpg
Auglýsing

Skálmöld er nú á tæp­lega 7 vikna túr um Evr­ópu. Dag­arnir eru afskap­lega við­burða­ríkir og aðstæður oft afskap­lega skemmti­leg­ar. Snæ­björn, bassa­leik­ari og texta­höf­undur sveit­ar­inn­ar, heldur úti dag­legu bloggi á vef Kjarn­ans þar sem hann lýsir hinu goð­sagna­kennda rokk­ara­lífi. Táfýla, blóð, sviti, tár og auð­vitað rokk & ról beint í æð.



Treviso



Ítal­ía. Ég get sagt með mjög sann­fær­andi röddu að ég hef aldrei spilað gigg á Ítalíu þar sem allt er í orden. Og heldur ekki í kvöld.

Eftir Fen­eyja­ferð­ina rúll­uðum við hér upp að tón­leika­staðnum í Treviso. Fyrstu mómentin fóru í að hitta fólk. Við rák­umst mjög fljót­lega á Rúss­ana í Arkona. Við túruðum með þeim 2011 og þekkjum þau því ágæt­lega. Þetta er allt saman alveg ágætis fólk en þau eru alveg óskap­lega rúss­nesk. Þeim hefur þó farið heldur fram er kemur að ensku­kunn­áttu og tals­vert auð­veld­ara að eiga sam­skipti við þau nú en þá. En hversu veltalandi sem Rúss­arnir verða þá ein­kenn­ist hreim­ur­inn af þessu und­ar­lega kok­blást­ur­s-h-hljóði sem er eitt­hvað svo kómískt. En já, það var gaman að hitta þau aft­ur. Og svo hittum við vit­an­lega hitt band­ið, stóra bandið á túrn­um, sem kallar sig Elu­veitie. Þau eru frá Sviss og spila kelt­neskan þjóð­laga­metal. Þetta band er alveg tals­vert stórt og við erum vit­an­lega að hanga í rass­inum á þeim. Það gerir okkur kleift að spila á stærri stöðum og fyrir fleira fólk, en að sjálf­sögðu erum við litla bandið á túrn­um.

DSCF3185 copy Björg­vin Sig­urðs­son, Böbbi, söngv­ari Skálmald­ar­.

Auglýsing

Við hefjum alla tón­leika, minnst er fyrir okkur haft í alla staði og við höfum mest að sanna. Sem svo aftur hendar okkur ágæt­lega. Fljótt á litið eru þau alveg óskap­lega almenni­leg, þetta Elu­veiti­e-­fólk. Þau eru átta tals­ins og til við­bótar við hefð­bundin rokk­hljóð­færi spila þau á alls­konar skondin instrú­m­ent, flautur og fiðlur og sekkja­píp­ur, bouzouki og hurdy gur­dy, já og örugg­lega eitt­hvað fleira sem ég kann ekki að nefna. Útkoman er svona Eurovision-þung­arokk, afskap­lega vel fram­kvæmt og afgreitt. Við höfðum hitt einn með­lim­inn áður, Pat­rick, sem heils­aði upp á okkur í Barcelona þegar við vorum á túr með Finn­troll og Tý í fyrra. Pat­rick er óskap­lega ágætur mað­ur, og í ljós kom að þau hin eru það svo sann­ar­lega líka. Fyrstu kynni voru hreint ágæt sem gleður óskap­lega. Við hittum líka Marci sem við túruðum með 2011. Hann er partur af krúinu og þar fer eðal­menni sem gerir mónitormix eins og eng­inn ann­ar. Já, í stutt máli urðu þetta fagn­að­ar­fund­ir, bæði með gömlum vinum og nýj­um.

Back Droppið skil­aði sér. Við fengum pakk­ann afhentan um leið og við komum í hús og það kom svo­lítið á óvart. Síðar kom svo í ljós að fleiri höfðu fengið pakka sendan hingað í dag sem átti eftir að draga heil­mikið á eftir sér. Sviðið á tón­leika­staðnum var hins­vegar svo agn­arsmátt að við höfum ekki fyrir því að hengja þennan nýja fána upp. Ítal­ía. Hér virkar ekk­ert.

Elu­veitie hefur ákveðið að ferð­ast með risa­stóran trommu­pall í þetta skipt­ið. Hann er á að giska 2,5x4 metrar og alveg mitt­is­hár. Merl­in, trymb­ill þeirra Sviss­lend­inga, er ekki mikið fyrir að deila og því fáum við ekki að nota trommu­settið sem ofan á þessum palli er. Við og Arkona deilum trommu­setti og það þarf að stað­setj­ast fyrir framan þennan óskapnað sem pall­ur­inn er. Það verður sjálf­sagt ekki mikið mál í flestum til­fell­um, en þegar sviðið er jafn­lítið og í dag er þetta alger­lega fárán­legt. Við brugðum það ráð að hafa settið úti í væng sviðs­hægri og hljóm­borðið á hinum end­an­um. Við fjórir sem eftir vorum stokk­uðum okkur svo bara þar á milli og reyndum að grenn­ast eins og við gátum í dag til að kom­ast fyr­ir. Giggið var þröngt. En já, spólum aðeins til baka.

DSCF3117 Stund milli stríða við rút­una, Axel hljóð­maður (til vinstri) og Jón Geir trommari.

Tón­leika­hald­arar í Evr­ópu eru skyldugir til að fæða lista­menn sem spila á stöð­unum þeirra. Þessi dag­legi matur getur verið alveg gríð­ar­lega mis­jafn­lega góður og í dag var hann eig­in­lega hálf­gert ógeð. Von­brigðin voru þau að hann leit alveg ágæt­lega út, en djöf­ull sem þetta var nú allt ógeðs­legt. En það er svona, maður lætur sig bara hafa það. Sánd­tékkið fór svo auð­vitað út um þúf­ur. Hálf­las­inn tækja­kostur og alger­lega áhuga­lausir starfs­menn húss­ins sáu til þess að allt dróst von úr viti. Við hljóðprufum síð­astir og förum fyrstir á við. Þetta fyr­ir­komu­lag er alþekkt í tón­list­ar­heim­in­um. Í dag hafði allt skol­ast svo óskap­lega til að við fengum óþol­andi stuttan tíma. Hljóðið á okkur var því allt annað en til­búið þegar hleypt var inn í hús­ið. Við tókum þessu af ró og spil­uðum út reynslu­spil­inu. Við erum líka rólegri í þessum efnum en oft áður því í fyrsta skipti túrum við núna erlendis með okkar eigin hljóð­mann, hann Flex, sem hefur tekið upp allar plötur Skálmaldar og fylgt okkur frá upp­hafi. Við höfum því banda­mann á tækj­un­um, en ekki bara ein­hvern slembival­inn óvita sem húsið skaff­ar. Það er ómet­an­legt. Og alveg sér­stak­lega á Ítal­íu. Við fórum því bara í rút­una og skiptum um föt. Og nei, við fengum ekki bún­ings­her­bergi. Við erum á Ítalíu mun­iði.

Við létum mót­lætið egna okkur og spil­uðum alger­lega frá­bært gigg. Allt var sirka eins og verst verður á kos­ið, utan þess að sal­ur­inn var þétt­fullur af fólki þegar við hófum leika. Við náum að rífa upp stemn­ing­una á stuttum tíma og þegar upp var staðið urðu þetta afskap­lega skemmti­legir tón­leik­ar, þrátt fyrir alls­konar upp­á­komur og tækniörðu­leika. Það setur svo sann­ar­lega tón­inn fyrir þessar vikur sem framundan eru. Um þetta snýst leik­ur­inn, spila alltaf í það minnsta 7% yfir getu. Kvöldið fór svo í að skoða hin bönd­in, drekka pínu bjór og í sig nýjar aðstæð­ur. Arkona og Elu­veitie hljóm­uðu bara ágæt­lega í kvöld.

Eftir tón­leik­ana fór svo allt á hlið­ina. Við erum sum sé á okkar bíl, Arkona á svip­uð­um, nema glugga­lausum og heldur minni, en Elu­veitie og tækniliðið fyllir stóra rútu. Aftan í öllum þessum bílum hanga svo kerrur undir dót. Eðli máls­ins sam­kvæmt túrar Elu­veitie með óhemju magn af drasli og dóti. Þegar þau komu hingað í morgun var kerran full, en hingað höfðu þau svo látið senda áður umræddan trommu­pall, sem og varn­ing, boli, peysur og fullt af öðru góssi. Þannig varð það ekki flókin stærð­fræði að draslið komst alls ekki allt í kerruna þeirra.

DSCF3157 copy Baldur Ragn­ars­son, gít­ar­leik­ari, er mynda­smið­ur. Þessi mynd af hundi í Treviso er nokkuð góð.

Far­ar­stjór­inn heitir Tibor. Ég veit ekki mikið meira um hann, nema að hann er með skegg og gerði sér það að leik að vera frekar leið­in­legur í dag, var allt annað en hjálp­legur við sánd­tékkið og var almennt með dólg. Hann var hins­vegar alls ekki jafn­leið­in­legur nú í kvöld þegar í ljós kom að við hefðum laust pláss í okkar kerru. Hann var eig­in­lega bara mjög almenni­leg­ur. Já eða sleikju­legur jafn­vel. Mér fannst það nú bara gam­an, og ég lét hann biðja fal­lega. Þannig end­aði með því að kerran okkar er nú stapp­full af bolum og tækjum og tólum frá Elu­veitie, því ann­ars hefði ekki verið mögu­legt að koma þessu öllu milli staða. Ruglið virð­ist liggja hjá fyr­ir­tæk­inu sem átti að skaffa þeim kerru en kerran sem skil­aði sér var víst miklu minni en sú sem pöntuð var.

Sama fyr­ir­tæki á einmitt að sjá um að prenta út leið­ar­bæk­urnar fyrir þá sem eru á túrn­um. Við höfum ekk­ert svo­leiðis feng­ið. Ég veit bara að við spilum aftur á Ítalíu á morgun og á tón­leika­stað sem við sóttum í fyrra en ég man ekk­ert hvað borg­in/­bær­inn/þorpið heit­ir. Ég man þó að umrætt venjú er alger­lega ógeðs­legt, lélegt, skítugt og illa mann­að. Ég heyrði ein­hvern segja áðan að þangað væru milli 4 og 500 kíló­metr­ar.

Klukkan er rúm­lega fjögur og Robert er að skríða úr koju, enda búinn að hóta brott­för um þetta leyti. Það er best að ég muni eftir að segja honum að kerran er smekk­full af málm­þungu dóti. Strák­arnir eru fyrir löngu skriðnir í koju, fyrir utan Baldur sem var rétt í þessu að velta inn í bíl­inn. Ég er búinn að fá mér smá, hann tals­vert meira.

Og þá er Robert vakn­að­ur. Við keyrum af stað eftir smá. Þetta er byrj­að.

Meist­ara­legt dags­ins: Þetta er byrj­að. Það osom!

Sköll dags­ins: Ógeðs­legt venjú og matur sem ég myndi ekki einu sinni bjóða kett­inum mín­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjarnafæði
None