Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Pæling dagsins: Hvað býr að baki uppstokkuninni hjá Borgun?

landsinn.jpg
Auglýsing

Pæling dagsins er hluti af daglegum fréttapósti Kjarnans, þar sem farið er yfir það helsta í innlendum og erlendum fréttum. Í pælingu dagsins er athyglisverðum hlutum velt upp.

Það hefur ekki farið framhjá neinum að nú er farin af stað uppstokkun á eignarhaldi greiðslukortafyrirtækjanna, Valitors, Borgunar og Kreditkorts. Ef allt gengur eftir eins og nú er útlit fyrir, þá mun Arion banki eiga Valitor, Íslandsbanki á 62 prósent í Borgun á móti Eignarhaldsfélagi Borgunar slf. og síðan á Íslandsbanki Kreditkort. Það sem hér vekur nokkra athygli eign Eignarhaldsfélagsins Borgunar slf, sem hópur fjárfesta á, en Stálskip er þeirra stærsti einstaki eigandi stærsta flokks hlutabréfa félagsins, B flokks, með 29,43 prósent hlut. Arion banki og Íslandsbanki eru annars allsráðandi. Nákvæma útlistun á eigendahópnum má sjá í fréttaskýringu Kjarnans. Hvað býr að baki þessum viðskiptum Eignarhaldsfélags Borgunar slf.? Af hverju er þessi útvaldi hópur fjárfesta að kaupa þennan hlut, og á 31,2 prósent eignarhlut á móti Íslandsbanka? Er Íslandsbanki nokkuð á bak við þennan hóp? Varla getur það verið, því annars yrði stefnubreyting bankans frá því á dögunum, þegar öllum viðskiptum bankans við VISA og Valitor var hætt, og þau flutt til Borgunar, gerð tortryggileg. Og færu augljóslega gegn samkeppnissjónarmiðunum sem hafa verið tilgreind sem ástæða þessara viðskipta. Það verður forvitnilegt að fylgjast með uppstokkuninni og hvernig úr henni spilast á næstu misserum...

Fréttapóstur Kjarnans kemur í pósthólfið þitt á hverjum morgni.

Auglýsing

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir
Er vegan börnum mismunað í skólum á Íslandi?
Kjarninn 17. maí 2021
Katrín mun ræða málefni Ísraels og Palestínu við Blinken og Lavrov í vikunni
Málefni Ísraels og Palestínu voru rædd á þingi í dag. Þingmenn Pírata og Viðreisnar kölluðu eftir því að stjórnvöld tækju af skarið og fordæmdu aðgerðir Ísraela í stað þess að bíða eftir öðrum þjóðum. Forsætisráðherra mun tala fyrir friðsamlegri lausn.
Kjarninn 17. maí 2021
Fjölskylda á flótta hefst við úti á götu í Aþenu, höfuðborg Grikklands.
Útlendingastofnun setur hælisleitendum afarkosti: Covid-próf eða missa framfærslu
Útlendingastofnun er farin að setja fólki sem synjað er um vernd þá afarkosti að gangast undir COVID-próf ellegar missa framfærslu og jafnvel húsnæði. Í morgun var sýrlenskum hælisleitanda gert að pakka saman. „Hvar á hann að sofa í nótt?“
Kjarninn 17. maí 2021
Eurovision-hópurinn fékk undanþágu og fór fram fyrir í bólusetningu
RÚV fór fram á það við sóttvarnaryfirvöld að hópurinn sem opinbera fjölmiðlafyrirtækið sendi til Hollands til að taka þátt í, og fjalla um, Eurovision, myndi fá bólusetningu áður en þau færu. Við því var orðið.
Kjarninn 17. maí 2021
ÁTVR undirbýr nú lögbannsbeiðni á starfsemi vefverslana með áfengi.
ÁTVR ætlar að fara fram á lögbann á vefverslanir og undirbýr lögreglukæru
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins telur nauðsynlegt að fá úr því skorið hjá dómstólum hvort innlendar vefverslanir sem selja áfengi milliliðalaust til neytenda séu að starfa löglega, eins og rekstraraðilar þeirra vilja meina.
Kjarninn 17. maí 2021
Jónas Þór Þorvaldsson er framkvæmdastjóri Kaldalóns.
Kaldalón ætlar að skrá sig á aðallista Kauphallar Íslands árið 2022
Kaldalón hefur selt fasteignaþróunarverkefni í Vogabyggð og keypt tekjuberandi eignir í staðinn. Arion banki ætlar að sölutryggja fimm milljarða króna í nýtt hlutafé í tengslum við skráningu Kaldalóns á markað.
Kjarninn 17. maí 2021
Tækifæri í rafmyntaiðnaði til staðar meðan rafmyntir halda velli að mati ráðherra
Líklega mun hið opinbera nýta sér bálkakeðjutækni þegar fram líða stundir samkvæmt svari fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn um rafmyntir. Ekki er þó enn útlit fyrir að rafmyntir taki við af hefðbundinni greiðslumiðlun í bráð.
Kjarninn 17. maí 2021
Viðar Hjartarson
Glæpur og refsing – Hugleiðingar vegna nýfallins dóms
Kjarninn 17. maí 2021
Meira úr sama flokkiKjarnafæði
None